Tjölduðu í garði læknishjónanna í Vík að þeim forspurðum Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2016 12:52 Þegar hjónin komu heim voru tveir vörpulegir ferðamenn í fastasvefni í tjaldi sem þeir höfðu komið upp fyrir framan stofuglugga þeirra. Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21