Ekki hann Nonni minn María Bjarnadóttir skrifar 22. júlí 2016 10:00 Johnny Depp vakti yfir rúminu mínu í nokkur ár á plakati frá Æskunni. Hvort mér brá þegar ég sá fréttir af konunni hans að saka þennan sæta mann um heimilisofbeldi! Hún situr núna undir því að vera sögð standa í þessu til að hafa af honum peninga. Það er heimsþekkt en rammfalskt stef sem hefur fengið góða spilun. Líka á Íslandi. Staðreyndin er sú að þó að Johnny sé goðum líkastur er hann bara manneskja. Allar manneskjur eru færar um að beita aðra ofbeldi. Ofbeldisfólk er ekki með stimpil á enninu. Þau eru ekki skrímsli. Þau eru nágrannar okkar, systur og skemmtilegi frændinn. Þau eru manneskjur sem taka ákvarðanir sem geta eyðilagt líf annarra. Ef við viðhöldum ranghugmyndum um að gott fólk lendi óvart í því að nauðga eða að heimilisofbeldi sé samskiptavandi, á okkur seint eftir að takast að útrýma ofbeldi úr íslensku samfélagi. Það er vont fyrir okkur öll. Ofbeldi er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dýrkeypt fyrir þolendur. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi kosti ástralskt samfélag mörg hundruð milljónir á ári. Þeir sem eru ekki á móti ofbeldi og nauðgunum af hugsjónaástæðum ættu að minnsta kosti að vera það af hagkvæmnisástæðum. „Lofa lægri sköttum ef þið drullist til að hætta að nauðga.“ Það er gott kosningaloforð fyrir haustið. Það er tímabært að við hættum að láta eins og ofbeldishegðun sé eðlileg, ásættanleg eða óhjákvæmileg. Hún er það ekki. Allir geta sent þessi skilaboð með því að mæta í Druslugönguna á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Johnny Depp vakti yfir rúminu mínu í nokkur ár á plakati frá Æskunni. Hvort mér brá þegar ég sá fréttir af konunni hans að saka þennan sæta mann um heimilisofbeldi! Hún situr núna undir því að vera sögð standa í þessu til að hafa af honum peninga. Það er heimsþekkt en rammfalskt stef sem hefur fengið góða spilun. Líka á Íslandi. Staðreyndin er sú að þó að Johnny sé goðum líkastur er hann bara manneskja. Allar manneskjur eru færar um að beita aðra ofbeldi. Ofbeldisfólk er ekki með stimpil á enninu. Þau eru ekki skrímsli. Þau eru nágrannar okkar, systur og skemmtilegi frændinn. Þau eru manneskjur sem taka ákvarðanir sem geta eyðilagt líf annarra. Ef við viðhöldum ranghugmyndum um að gott fólk lendi óvart í því að nauðga eða að heimilisofbeldi sé samskiptavandi, á okkur seint eftir að takast að útrýma ofbeldi úr íslensku samfélagi. Það er vont fyrir okkur öll. Ofbeldi er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dýrkeypt fyrir þolendur. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi kosti ástralskt samfélag mörg hundruð milljónir á ári. Þeir sem eru ekki á móti ofbeldi og nauðgunum af hugsjónaástæðum ættu að minnsta kosti að vera það af hagkvæmnisástæðum. „Lofa lægri sköttum ef þið drullist til að hætta að nauðga.“ Það er gott kosningaloforð fyrir haustið. Það er tímabært að við hættum að láta eins og ofbeldishegðun sé eðlileg, ásættanleg eða óhjákvæmileg. Hún er það ekki. Allir geta sent þessi skilaboð með því að mæta í Druslugönguna á morgun.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun