Rita Ora tekur við af Tyra Banks í America's Next Top Model Ritstjórn skrifar 24. júlí 2016 15:30 Rita Ora er þekktust fyrir að vera söngkona en hún þekkir það vel að vera fyrir framan myndavélina. Mynd/Getty Raunveruleikaþættirnir America's Next Top Model hafa verið í gangi frá árinu 2003 og eru í dag komnar 22 þáttaseríur þar sem fyrirsætan Tyra Banks ásamt dómurum velur stúlkur sem eiga að verða næsta stóra fyrirsæta Bandaríkjana. Núna verður hinsvegar breyting á þar sem allir þátturinn verður stokkaður upp með nýjum dómurum, kynni og áherslum. Breska söngkonan Rita Ora mun taka við keflinu af Tyra Banks, sem hefur verið kynnir þáttarins frá upphafi. Nýju dómararnir verða fyrirsætan Ashley Graham, Drew Elliott sem er listrænn stjórnandi Paper Magazine og stílistinn Law Roach. Tyra Banks sagði að það hefið verið kominn tími á nýjar áherslur hjá þáttunum þar sem það skiptir ekki lengur öllu máli að vera grannur og með há kinnbein. Hún sagði að fyrirsætuheimurinn væri búinn að breytast mikið á seinustu árum og að samfélagsmiðlar spila stóran þátt í ferli fyrirsætunnar í dag. Þau séu því að leita að stúlkum sem kunna að pósa fyrir framan myndavélina ásamt því að halda uppi skemmtilegum samfélagsmiðlareikningum. Sumum þykir ákvörðunin að hafa Rita Ora sem aðal kynni þáttarins vera einkennilega þar sem hún er fyrst og fremst söngkona en sjálf segist hún vera miklu meira en það. Hún lýsir sjálfri sér sem athafnakonu sem hefur mikla reynslu úr hinum ýmsu ólíku verkefnum. Fyrir ári síðan var hún ein af dómurunum í X-Factor í Bretlandi og hún heldur uppi vinsælum Instagram aðgangi. Hún er einnig dugleg að sitja fyrir í myndatökum og er óhrædd við að taka tískuáhættur. Mest lesið Málum augun rauð Glamour Strákarnir okkar lesa líka Glamour Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Dúnúlpur og blúndukjólar frá Valentino Glamour Hagsmunir náttúrunnar í fyrirrúmi Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds frumsýna dætur sínar Glamour Moschino Barbie er mætt Glamour Skrautlegt þjóðhátíðarpartý Taylor Swift Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour
Raunveruleikaþættirnir America's Next Top Model hafa verið í gangi frá árinu 2003 og eru í dag komnar 22 þáttaseríur þar sem fyrirsætan Tyra Banks ásamt dómurum velur stúlkur sem eiga að verða næsta stóra fyrirsæta Bandaríkjana. Núna verður hinsvegar breyting á þar sem allir þátturinn verður stokkaður upp með nýjum dómurum, kynni og áherslum. Breska söngkonan Rita Ora mun taka við keflinu af Tyra Banks, sem hefur verið kynnir þáttarins frá upphafi. Nýju dómararnir verða fyrirsætan Ashley Graham, Drew Elliott sem er listrænn stjórnandi Paper Magazine og stílistinn Law Roach. Tyra Banks sagði að það hefið verið kominn tími á nýjar áherslur hjá þáttunum þar sem það skiptir ekki lengur öllu máli að vera grannur og með há kinnbein. Hún sagði að fyrirsætuheimurinn væri búinn að breytast mikið á seinustu árum og að samfélagsmiðlar spila stóran þátt í ferli fyrirsætunnar í dag. Þau séu því að leita að stúlkum sem kunna að pósa fyrir framan myndavélina ásamt því að halda uppi skemmtilegum samfélagsmiðlareikningum. Sumum þykir ákvörðunin að hafa Rita Ora sem aðal kynni þáttarins vera einkennilega þar sem hún er fyrst og fremst söngkona en sjálf segist hún vera miklu meira en það. Hún lýsir sjálfri sér sem athafnakonu sem hefur mikla reynslu úr hinum ýmsu ólíku verkefnum. Fyrir ári síðan var hún ein af dómurunum í X-Factor í Bretlandi og hún heldur uppi vinsælum Instagram aðgangi. Hún er einnig dugleg að sitja fyrir í myndatökum og er óhrædd við að taka tískuáhættur.
Mest lesið Málum augun rauð Glamour Strákarnir okkar lesa líka Glamour Glamour Naomi Campell klæðist loðkápu þrátt fyrir loforð um annað Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Dúnúlpur og blúndukjólar frá Valentino Glamour Hagsmunir náttúrunnar í fyrirrúmi Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds frumsýna dætur sínar Glamour Moschino Barbie er mætt Glamour Skrautlegt þjóðhátíðarpartý Taylor Swift Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour