Helgi Hrafn: Píratar eru að endurskoða stefnu sína varðandi höfundarrétt Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júlí 2016 12:27 Jakob krafðist þess að fá opinbera yfirlýsingu um stefnumál Pírata varðandi höfundarétt fyrir kosningar. Helgi ætlar að verða við því. Vísir Svo virðist vera að megin ástæðan fyrir því að höfundar átti sig ekki á hver stefna Pírata sé varðandi höfundarréttarmál sé sú að ekki sé búið að ákveða hver stefna stjórnmálaflokksins varðandi þau verði fyrir komandi kosningar. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata lofar því að stefna Pírata verði gerð skýr fyrir kosningar. Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags Tónskálda og textahöfunda með meiru, krafðist þess í gær að flokkurinn gæfi út opinbera yfirlýsingu um hver stefna þeirra væri í þeim málum. Hann hafði af því töluverðar áhyggjur þar sem hann sagðist hafa séð á vefsíðu Pírata að þær hugmyndir væru á lofti innan flokksins að skerða stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%, eða úr 70 árum niður í 20. Í skjáskoti sem Jakob tók í apríl var ekki tekið fram hvort hugmyndin væri að skerða eignarétt einstakra verka eða hvort þarna væri átt við eignarétt eftir dauða listamannsins sjálfs.Á síðu Pírata eru þetta einu upplýsingarnar um þær breytingar sem flokkurinn vill láta gera á höfundarrétti. Helgi segir flokkinn vera að vinna í því að betrumbæta þetta.VísirMan ekki einstaka atriði úr stefnu PírataJakob sagðist ekki finna lengur neinar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum á síðu þeirra og sagðist trúa því að flokkurinn hefði viljandi tekið þær niður. Það hafi verið gert af ótta við að hugmyndir þeirra þættu of róttækar rétt fyrir kosningar. Hugmyndin væri því sú að þagga þessa stefnu niður fyrir kosningar og hrinda þeim svo í framkvæmd næði flokkurinn í ríkisstjórn. „Ég verð að segja eins og er að þessi stefna sem er þarna í kosningakerfinu var sett upp fyrir svo löngu síðan að ég hreinlega man ekki einstaka atriði úr stefnunni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann segir að kosið hafi verið um þetta mál í gegnum kosningakerfi þeirra í mars árið 2013. Þá hafi stefnan verið mótuð eftir Christian Engström og Rick Falkvinge sem heitir The Case for Copyright Reform. Síðan þá hefur stefna flokksins í þessum málum ekki verið endurskoðuð. Hann gat til dæmis ekki svarað því hvort þau 20 ár sem talað er um sem eignarétt höfunda á verkum sínum eigi við eftir útgáfudag eða dauða listamannsins en það er mjög óskýrt á síðu Pírata. Samkvæmt lögum í dag er miðað við að höfundarréttur falli niður 70 árum eftir dauða listamanns. „Þetta er frá tíma sem við erum ofboðslega fá. Það eru til dæmis 24 atkvæði sem samþykkja þessa stefnu. Þetta er snemma í okkar sögu. Við höfum ekki fært þessa stefnu upp nýlega en það stendur til. Það stendur til að gera stefnu okkar í þessum málum skýr fyrir kosningar og við vorum byrjuð á því í vor. Það er sjálfsagt að svara þeim þrýstingi sem hefur myndast í þessu máli.“Stefna Pírata varðandi höfundarrétt endurskoðuðHelgi segir því að vænta megi að upplýsingar um afstöðu flokksins hvað höfundarréttarmál varðar standi nú til endurskoðunar og frekari útskýringa. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar Jakobs Frímanns að allar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum hafi verið teknar af síðunni má þó ennþá finna þær með krókaleiðum. Helgi viðurkennir þó að þær upplýsingar séu ekki nægilega vel settar fram og lofar betrumbótum þar á. Helgi blæs þó á þá gagnrýni að Pírata flokkurinn óttist að láta almenning vita stefnu sína í þessum málum. Jakob sakaði þá um að vera viljandi að leyna þessum upplýsingum þar sem afstaða þeirra „þoldi ekki ljósið“. „Það er ekki rétt. Kosningakerfið hefur alltaf verið opið en ég skil vel að hann hafi ekki fundið þetta. Þetta er umræða sem er síbreytileg. Forsendurnar eru að breytast og þessa stefnu þarf líklegast að endurskoða reglulega.“Berjast fyrst og fremst fyrir upplýsingafrelsiðHelgi segir flokkinn fyrst og fremst vilja vernda upplýsingafrelsið. „Ég skil mæta vel að höfundar hafi áhyggjur og að þeir hafi því farið að leita þarna á síðunni. Það ætti að vera alveg skýrt að hið hefðbundna módel til þess að afla tekna fyrir listir er að breytast. Það er alveg sjálfsagt að skoða þessa stefnu betur. Það væri líka óskandi að fólk hlustaði aðeins á það sem við höfum sagt varðandi þetta.“Lofar þú því að þetta verði skýrt fyrir kosningar?„Já“. Jakob Frímann segist fagna þessum tíðindum og vonast til að flokkurinn leiti til höfundarréttarsamtaka þegar komi að því að móta nýja stefnu flokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. 27. júlí 2016 15:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Svo virðist vera að megin ástæðan fyrir því að höfundar átti sig ekki á hver stefna Pírata sé varðandi höfundarréttarmál sé sú að ekki sé búið að ákveða hver stefna stjórnmálaflokksins varðandi þau verði fyrir komandi kosningar. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata lofar því að stefna Pírata verði gerð skýr fyrir kosningar. Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags Tónskálda og textahöfunda með meiru, krafðist þess í gær að flokkurinn gæfi út opinbera yfirlýsingu um hver stefna þeirra væri í þeim málum. Hann hafði af því töluverðar áhyggjur þar sem hann sagðist hafa séð á vefsíðu Pírata að þær hugmyndir væru á lofti innan flokksins að skerða stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%, eða úr 70 árum niður í 20. Í skjáskoti sem Jakob tók í apríl var ekki tekið fram hvort hugmyndin væri að skerða eignarétt einstakra verka eða hvort þarna væri átt við eignarétt eftir dauða listamannsins sjálfs.Á síðu Pírata eru þetta einu upplýsingarnar um þær breytingar sem flokkurinn vill láta gera á höfundarrétti. Helgi segir flokkinn vera að vinna í því að betrumbæta þetta.VísirMan ekki einstaka atriði úr stefnu PírataJakob sagðist ekki finna lengur neinar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum á síðu þeirra og sagðist trúa því að flokkurinn hefði viljandi tekið þær niður. Það hafi verið gert af ótta við að hugmyndir þeirra þættu of róttækar rétt fyrir kosningar. Hugmyndin væri því sú að þagga þessa stefnu niður fyrir kosningar og hrinda þeim svo í framkvæmd næði flokkurinn í ríkisstjórn. „Ég verð að segja eins og er að þessi stefna sem er þarna í kosningakerfinu var sett upp fyrir svo löngu síðan að ég hreinlega man ekki einstaka atriði úr stefnunni,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata. Hann segir að kosið hafi verið um þetta mál í gegnum kosningakerfi þeirra í mars árið 2013. Þá hafi stefnan verið mótuð eftir Christian Engström og Rick Falkvinge sem heitir The Case for Copyright Reform. Síðan þá hefur stefna flokksins í þessum málum ekki verið endurskoðuð. Hann gat til dæmis ekki svarað því hvort þau 20 ár sem talað er um sem eignarétt höfunda á verkum sínum eigi við eftir útgáfudag eða dauða listamannsins en það er mjög óskýrt á síðu Pírata. Samkvæmt lögum í dag er miðað við að höfundarréttur falli niður 70 árum eftir dauða listamanns. „Þetta er frá tíma sem við erum ofboðslega fá. Það eru til dæmis 24 atkvæði sem samþykkja þessa stefnu. Þetta er snemma í okkar sögu. Við höfum ekki fært þessa stefnu upp nýlega en það stendur til. Það stendur til að gera stefnu okkar í þessum málum skýr fyrir kosningar og við vorum byrjuð á því í vor. Það er sjálfsagt að svara þeim þrýstingi sem hefur myndast í þessu máli.“Stefna Pírata varðandi höfundarrétt endurskoðuðHelgi segir því að vænta megi að upplýsingar um afstöðu flokksins hvað höfundarréttarmál varðar standi nú til endurskoðunar og frekari útskýringa. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar Jakobs Frímanns að allar upplýsingar um stefnu Pírata í höfundarréttarmálum hafi verið teknar af síðunni má þó ennþá finna þær með krókaleiðum. Helgi viðurkennir þó að þær upplýsingar séu ekki nægilega vel settar fram og lofar betrumbótum þar á. Helgi blæs þó á þá gagnrýni að Pírata flokkurinn óttist að láta almenning vita stefnu sína í þessum málum. Jakob sakaði þá um að vera viljandi að leyna þessum upplýsingum þar sem afstaða þeirra „þoldi ekki ljósið“. „Það er ekki rétt. Kosningakerfið hefur alltaf verið opið en ég skil vel að hann hafi ekki fundið þetta. Þetta er umræða sem er síbreytileg. Forsendurnar eru að breytast og þessa stefnu þarf líklegast að endurskoða reglulega.“Berjast fyrst og fremst fyrir upplýsingafrelsiðHelgi segir flokkinn fyrst og fremst vilja vernda upplýsingafrelsið. „Ég skil mæta vel að höfundar hafi áhyggjur og að þeir hafi því farið að leita þarna á síðunni. Það ætti að vera alveg skýrt að hið hefðbundna módel til þess að afla tekna fyrir listir er að breytast. Það er alveg sjálfsagt að skoða þessa stefnu betur. Það væri líka óskandi að fólk hlustaði aðeins á það sem við höfum sagt varðandi þetta.“Lofar þú því að þetta verði skýrt fyrir kosningar?„Já“. Jakob Frímann segist fagna þessum tíðindum og vonast til að flokkurinn leiti til höfundarréttarsamtaka þegar komi að því að móta nýja stefnu flokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. 27. júlí 2016 15:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Einar Kárason segir Pírata samtök um þjófnað og gripdeildir Listamenn senda Pírötum tóninn vegna Deildu. 26. júlí 2016 10:01
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24
Jakob Frímann: Vill fá opinbera yfirlýsingu frá Pírötum um stefnu þeirra varðandi höfundaréttarmál Sýnir skjáskot úr stefnuskrá Pírata frá því í apríl þar sem lagt var til að þrengja stjórnarskrávarðan eignarétt höfunda um 73%. 27. júlí 2016 15:56