Nýtt tímabil að hefjast í íslenskri tónlistarútgáfu Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júlí 2016 16:54 Það var glatt á hjalla á Sölva Blöndal, Ólafi Arnalds og Jón Diðrik forstjóra Senu á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Eyþór Árnason Í dag tilkynntu Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds að þeir væru fyrir hópi manna sem hefðu fest kaup á tónlistarhluta hluta Senu. Þetta eru án efa stærstu tíðindi íslenskrar tónlistarútgáfu síðan Skífan keypti útgáfufyrirtækið Spor af Steinari Berg árið 1998. Sölvi og Ólafur leiða verkefnið en í hluthafahópnum eru einnig Jón Diðrik Jónsson eigandi Senu, Reynir Harðarson meðstofnandi CCP, Henrik Biering fjárfestir og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðaframleiðandi. En af hverju eru þetta stór tíðindi og hvað þýðir þetta fyrir íslenska tónlistarútgáfu? Jú, því þetta þýðir að hið nýja útgáfufyrirtæki, sem enn er nafnlaust, mun eiga réttindin af svo stórum hluta íslenskrar tónlistarútgáfu að það tæki styttri tíma að telja upp hvaða plötur eða höfundarverk eru ekki nú komnar undir stjórn og umsjón Sölva og Ólafs.Margir tónlistarmenn mættu á fundinn til þess að forvitnast um áherslur nýju útgáfunnar. Hér eru Nanna úr Of Monsters and Men og Arnór úr Agent Fresco.Vísir/Eyþór ÁrnasonÁhersla á að auka streymi á íslenskri tónlistÁ blaðamannafundi sem haldinn var á Húrra í dag sögðust þeir ætla að leggja áherslu á streymishluta útgáfunnar. Sölvi og Ólafur ætla að leggja kappi við að starfa með erlendum netveitum til þess að skapa sér íslensk svæði. Auk þess verði lögð áhersla á að gera íslenska tónlist sýnilegri fyrir íslenska notendur í tilraun til þess að fá íslenska notendur slíkra netveita til þess að auka hlustun á íslenska tónlist sem er núna á bilinu 10-15%. Síðustu misseri hefur Sena legið á gullinu. Á sama tíma hefur fyrirtækið hægt og rólega þróast frá því að vera tónlistarútgefandi á meðan kvikmyndadreifing og atburðarpartur þess hefur vaxið og vaxið. Megin áhersla Senu síðastliðin ár hefur aðallega legið í safnplötuútgáfu eða endurútgáfu klassískra listamanna á borð við Björgvins Halldórssonar, Bubba Morthens, Vilhjálms Vilhjálmssonar, Ellý Vilhjálmssonar, Hljóma, Trúbrot, Stuðmanna og fleira. Fyrirtækið hefur ekki tekið neina áhættu og þar af leiðandi staðnað. Síðustu ár er eflaust hægt að telja það á fingrum annarrar handar hversu margir nýir listamenn hafa fengið útgáfu hjá fyrirtækinu. Jón Diðrik Jónsson forstjóri Senu og einn af verðandi hluthöfum í nýju fyrirtæki Sölva og Ólafs sagði að vegna þess hvernig mál þróuðust innan Senu hafi þeim liðið eins og risaeðlum í tölvuleikjasal. Áhuginn á að vera með framúrstefnulega tónlistarútgáfu hafi verið til staðar en að velgengni á öðrum sviðum innan fyrirtækisins hafi hreinlega tekið yfir. Hann vildi ekki missa af vagninum og fékk að teika með.Esther Þorvaldsdóttir, kynningarstjóri Senu, ásamt þeim Emmsjé Gauta og Kela trommara í Agent Fresco. Emmsjé Gauti hefur verið eigin útgefandi en vildi fræðast um málið og mætti þess vegna á fundinn.Vísir/Eyþór ÁrnasonAukið fjármagn, ný tækifæriMeð nýju fjármagni og nýrri stjórn sem lifir og hrærist í tónlist skapast ný tækifæri. Sölvi og Ólafur tilkynntu á fundinum að þeir hyggðust ætla að gefa út um 10 nýjar útgáfur á næsta ári. Sölvi og Ólafur eiga báðir í hljóðverum hér og þar um bæinn og geta vegna reynslu sinna og sambanda skapað tónlistarfólki tækifæri sem það sjálft þyrfti kannski að vinna lengur fyrir. Einnig segja Sölvi og Ólafur að þeir vilji bjóða nýju tónlistarfólki samstarfssamninga sem eru í takt við nýtt útgáfu landslag. Listamönnum yrði ekki bara boðið að hljóðrita efni sitt, heldur einnig fagleg ráðgjöf hvað upptökur og vinnslu varðar, hvað kynningu efnis síns varðar og fengju allsherjar leiðbeiningu frá a til ö. Þar er kannski afturhvarf að ræða til þeirra tíma þegar rokkið var fyrst að ryðja sér til rúms í kringum sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.Félagar Sölva Blöndal úr Quarashi létu sig ekki vanta. Steini og Óli Opee eru að undirbúa tónleika á Þjóðhátíð.Vísir/Eyþór ÁrnaKlassískir geisladiskar fá loks útgáfu á vínýlEinnig kom fram á fundinum að nýjar áherslur yrðu lagðar í það að viðhalda klassískum verkum úr gamla katalógnum. Sena var þegar byrjuð að því að endurútgefa valdar plötur á vínyl og vænta má aukningu í því. Til dæmis hefur 15 ára hluti katalógsins aldrei séð útgáfu á vínylplötum. Það voru þær plötur sem komu út á tímabilinu 1992 – 2007. Á því tímabili má finna margar klassískar plötur sem gefnar voru út af fyrirtækjum sem Sena eignaðist seinna meir og hafa hingað til aðeins séð útgáfu í stafrænum gæðum. Þar má í fljótu bragði nefna plötur listamanna og sveita á borð við Jet Black Joe, Sálina hans Jóns míns, XXX Rotweilerhunda, Bubba Morthens, Maus og Ensími sem allar enduðu á lista bókarinnar yfir bestu plötur síðustu aldar. Búast má við því að einhverjar þeirra muni sjá endurútgáfur við valin tilefni á komandi árum. Tónlist Tengdar fréttir Nýr útgáfuaðili í íslenskri tónlist Nýtt útgáfufyrirtæki ætlar að einbeita sér að því að gera íslenska tónlist sýnilegri á streymisveitum bæði hér heima og erlendis. 28. júlí 2016 18:45 Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal taka við tónlistinni hjá Senu Stofna nýtt útgáfufyrirtæki sem ætlar að gefa út íslenska tónlist og gera vel við þá eldri. 28. júlí 2016 12:26 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Í dag tilkynntu Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds að þeir væru fyrir hópi manna sem hefðu fest kaup á tónlistarhluta hluta Senu. Þetta eru án efa stærstu tíðindi íslenskrar tónlistarútgáfu síðan Skífan keypti útgáfufyrirtækið Spor af Steinari Berg árið 1998. Sölvi og Ólafur leiða verkefnið en í hluthafahópnum eru einnig Jón Diðrik Jónsson eigandi Senu, Reynir Harðarson meðstofnandi CCP, Henrik Biering fjárfestir og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðaframleiðandi. En af hverju eru þetta stór tíðindi og hvað þýðir þetta fyrir íslenska tónlistarútgáfu? Jú, því þetta þýðir að hið nýja útgáfufyrirtæki, sem enn er nafnlaust, mun eiga réttindin af svo stórum hluta íslenskrar tónlistarútgáfu að það tæki styttri tíma að telja upp hvaða plötur eða höfundarverk eru ekki nú komnar undir stjórn og umsjón Sölva og Ólafs.Margir tónlistarmenn mættu á fundinn til þess að forvitnast um áherslur nýju útgáfunnar. Hér eru Nanna úr Of Monsters and Men og Arnór úr Agent Fresco.Vísir/Eyþór ÁrnasonÁhersla á að auka streymi á íslenskri tónlistÁ blaðamannafundi sem haldinn var á Húrra í dag sögðust þeir ætla að leggja áherslu á streymishluta útgáfunnar. Sölvi og Ólafur ætla að leggja kappi við að starfa með erlendum netveitum til þess að skapa sér íslensk svæði. Auk þess verði lögð áhersla á að gera íslenska tónlist sýnilegri fyrir íslenska notendur í tilraun til þess að fá íslenska notendur slíkra netveita til þess að auka hlustun á íslenska tónlist sem er núna á bilinu 10-15%. Síðustu misseri hefur Sena legið á gullinu. Á sama tíma hefur fyrirtækið hægt og rólega þróast frá því að vera tónlistarútgefandi á meðan kvikmyndadreifing og atburðarpartur þess hefur vaxið og vaxið. Megin áhersla Senu síðastliðin ár hefur aðallega legið í safnplötuútgáfu eða endurútgáfu klassískra listamanna á borð við Björgvins Halldórssonar, Bubba Morthens, Vilhjálms Vilhjálmssonar, Ellý Vilhjálmssonar, Hljóma, Trúbrot, Stuðmanna og fleira. Fyrirtækið hefur ekki tekið neina áhættu og þar af leiðandi staðnað. Síðustu ár er eflaust hægt að telja það á fingrum annarrar handar hversu margir nýir listamenn hafa fengið útgáfu hjá fyrirtækinu. Jón Diðrik Jónsson forstjóri Senu og einn af verðandi hluthöfum í nýju fyrirtæki Sölva og Ólafs sagði að vegna þess hvernig mál þróuðust innan Senu hafi þeim liðið eins og risaeðlum í tölvuleikjasal. Áhuginn á að vera með framúrstefnulega tónlistarútgáfu hafi verið til staðar en að velgengni á öðrum sviðum innan fyrirtækisins hafi hreinlega tekið yfir. Hann vildi ekki missa af vagninum og fékk að teika með.Esther Þorvaldsdóttir, kynningarstjóri Senu, ásamt þeim Emmsjé Gauta og Kela trommara í Agent Fresco. Emmsjé Gauti hefur verið eigin útgefandi en vildi fræðast um málið og mætti þess vegna á fundinn.Vísir/Eyþór ÁrnasonAukið fjármagn, ný tækifæriMeð nýju fjármagni og nýrri stjórn sem lifir og hrærist í tónlist skapast ný tækifæri. Sölvi og Ólafur tilkynntu á fundinum að þeir hyggðust ætla að gefa út um 10 nýjar útgáfur á næsta ári. Sölvi og Ólafur eiga báðir í hljóðverum hér og þar um bæinn og geta vegna reynslu sinna og sambanda skapað tónlistarfólki tækifæri sem það sjálft þyrfti kannski að vinna lengur fyrir. Einnig segja Sölvi og Ólafur að þeir vilji bjóða nýju tónlistarfólki samstarfssamninga sem eru í takt við nýtt útgáfu landslag. Listamönnum yrði ekki bara boðið að hljóðrita efni sitt, heldur einnig fagleg ráðgjöf hvað upptökur og vinnslu varðar, hvað kynningu efnis síns varðar og fengju allsherjar leiðbeiningu frá a til ö. Þar er kannski afturhvarf að ræða til þeirra tíma þegar rokkið var fyrst að ryðja sér til rúms í kringum sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.Félagar Sölva Blöndal úr Quarashi létu sig ekki vanta. Steini og Óli Opee eru að undirbúa tónleika á Þjóðhátíð.Vísir/Eyþór ÁrnaKlassískir geisladiskar fá loks útgáfu á vínýlEinnig kom fram á fundinum að nýjar áherslur yrðu lagðar í það að viðhalda klassískum verkum úr gamla katalógnum. Sena var þegar byrjuð að því að endurútgefa valdar plötur á vínyl og vænta má aukningu í því. Til dæmis hefur 15 ára hluti katalógsins aldrei séð útgáfu á vínylplötum. Það voru þær plötur sem komu út á tímabilinu 1992 – 2007. Á því tímabili má finna margar klassískar plötur sem gefnar voru út af fyrirtækjum sem Sena eignaðist seinna meir og hafa hingað til aðeins séð útgáfu í stafrænum gæðum. Þar má í fljótu bragði nefna plötur listamanna og sveita á borð við Jet Black Joe, Sálina hans Jóns míns, XXX Rotweilerhunda, Bubba Morthens, Maus og Ensími sem allar enduðu á lista bókarinnar yfir bestu plötur síðustu aldar. Búast má við því að einhverjar þeirra muni sjá endurútgáfur við valin tilefni á komandi árum.
Tónlist Tengdar fréttir Nýr útgáfuaðili í íslenskri tónlist Nýtt útgáfufyrirtæki ætlar að einbeita sér að því að gera íslenska tónlist sýnilegri á streymisveitum bæði hér heima og erlendis. 28. júlí 2016 18:45 Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal taka við tónlistinni hjá Senu Stofna nýtt útgáfufyrirtæki sem ætlar að gefa út íslenska tónlist og gera vel við þá eldri. 28. júlí 2016 12:26 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Nýr útgáfuaðili í íslenskri tónlist Nýtt útgáfufyrirtæki ætlar að einbeita sér að því að gera íslenska tónlist sýnilegri á streymisveitum bæði hér heima og erlendis. 28. júlí 2016 18:45
Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal taka við tónlistinni hjá Senu Stofna nýtt útgáfufyrirtæki sem ætlar að gefa út íslenska tónlist og gera vel við þá eldri. 28. júlí 2016 12:26