Birna á Breiðavík kom til bjargar: Tók ekki í mál að niðurbrotin hollensk ferðakona sæi enga lunda Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2016 15:42 Hótelstýran Birna Mjöll og hollenski ferðalangurinn á Látrabjargi. Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, bjargaði heimsókn hollenskrar konu á Vestfirðina fyrr í mánuðinum þegar hún keyrði ferðamanninn út á Látrabjarg og gaf henni þar með færi á sjá lunda. Ferðalangurinn hafði þá fyrr um daginn komið stjörf inn á Hótel Breiðavík eftir erfiðan akstur á vestfirskum fjallvegum og treysti sér ekki lengra.Titraði öll og fór að grátaBirna segir konuna þennan dag hafa komið inn í sal á hótelinu þar sem hún hafi sjálf setið og spjallað við fólk. „Ég sé strax að hún er svolítið stressuð. Hún er ein og það er enginn ferðafélagi með henni. Ég fer til hennar, set höndina á öxlina hennar og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Hún titrar öll og brotnar svo saman og fer að gráta,“ segir Birna sem bað konuna þá að setjast niður og spjalla við sig. „Hún segir mér að hún geti ekki farið lengra þar sem hún áleit þetta vera of hrikalega vegi. Ég sagði henni að setjast niður og fá sér kaffi með okkur. Hún hélt í mig allan tímann, skjálfandi. Hún sagðist ekki hafa farið út á Látrabjarg og að hún myndi ekki fara þangað. Hún gæti bara ekki keyrt lengra,“ segir Birna, en um tólf kílómetra leið er frá Breiðavík og út á Látrabjarg. „Þá segi ég að hún verði að fara út á bjarg. Þar sé lundinn og hún megi ekki koma svona langa leið án þess að sjá hann. Við ákváðum þá að hún myndi koma sér fyrir, fá sér að borða og svo færi ég með henni út á bjarg þarna um kvöldið.“Hollenski ferðamaðurinn, Birna Mjög og þýski leiðsögumaðurinn Michael.MyndFóru saman úr á LátrabjargBirna segir konuna hafa verið á litlum jeppa og hafi Birna boðist til að keyra út á bjargið. „Ég talaði við hana allan tímann og sagði henni hvað þetta væri auðvelt. Bara fara rólega og stoppa ef hún væri hrædd og mætti bíl. Svo fórum við út á bjarg, vorum þar mjög lengi og áttum þar góða stund. Svo keyrðum við til baka í rólegheitunum,“ segir Birna. Hún segir að hollenski ferðamaðurinn hafi svo skrifað sér tölvupóst nokkru seinna, þakkað fyrir sig og sagt frá því að ferðalagið hefði gengið vel eftir heimsóknina í Breiðavík. Hún hefði verið rólegri og öruggari á íslensku fjallavegunum eftir kvöldið á Látrabjargi með Birnu.Birna Mjöll og hollenska ferðakonan.Kemur reglulega fyrirHótelstýran segir það reglulega koma fyrir að ferðamenn komi í Breiðavík sem treysti sér ekki lengra út af vegunum. „Þá er bara ekki hægt að láta þá snúa við án þess að þeir sjái bjargið og lundana. Langflestir koma til að sjá fuglinn og bjargið og þá er ekki hægt að láta það spyrjast út að það sé snúið við hérna, veganna vegna. Ríkið ætti því að borga þessar ferðir okkar með ferðamennina út á bjarg,“ segir Birna létt í bragði.Birna Mjöll Atladóttir og Keran St. Ólafsson reka ferðaþjónustu á Breiðavík.Mynd/Hótel BreiðavíkÓvanir íslenskum fjallvegumBirna segir að þegar þetta komi fyrir karlana setjist hún niður með þeim og gefi þeim koníak og keyri þá svo með þá út eftir. „Þó að vegirnir séu ekkert verri en vanalega þá er þetta fólk sem ekkert vant svona vegum. Við gerðum það um tíma, þá vorum við með sautján manna rútu, og þá safnaði ég fólki upp í hana og keyrði út á bjarg klukkan níu á kvöldin og kom svo aftur heim um klukkan ellefu. Nú er hins vegar of mikið að gera til að ég geti staðið í því.“Finna fyrir mikilli aukningu ferðafólksBirna segist taka eftir talsverðri aukningu í komu ferðamanna og segir gistingar hafa sprottið upp víðs vegar í kringum Breiðavík síðastliðin ár. „Að sjálfsögðu getum við heldur ekki endalaust bætt við okkur í gistingu, en við erum komin með stóran matsölustað og það hefur orðið mikið aukning í því. Margir eru með tjald og vilja ferðast ódýrt og splæsa á sig í mat og á barnum og spara þegar kemur á gistingunni.“ segir Birna að lokum og segir sumarið hafa verið æðislega flott. „Veðrið er búið að vera rosalega gott í sumar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, bjargaði heimsókn hollenskrar konu á Vestfirðina fyrr í mánuðinum þegar hún keyrði ferðamanninn út á Látrabjarg og gaf henni þar með færi á sjá lunda. Ferðalangurinn hafði þá fyrr um daginn komið stjörf inn á Hótel Breiðavík eftir erfiðan akstur á vestfirskum fjallvegum og treysti sér ekki lengra.Titraði öll og fór að grátaBirna segir konuna þennan dag hafa komið inn í sal á hótelinu þar sem hún hafi sjálf setið og spjallað við fólk. „Ég sé strax að hún er svolítið stressuð. Hún er ein og það er enginn ferðafélagi með henni. Ég fer til hennar, set höndina á öxlina hennar og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Hún titrar öll og brotnar svo saman og fer að gráta,“ segir Birna sem bað konuna þá að setjast niður og spjalla við sig. „Hún segir mér að hún geti ekki farið lengra þar sem hún áleit þetta vera of hrikalega vegi. Ég sagði henni að setjast niður og fá sér kaffi með okkur. Hún hélt í mig allan tímann, skjálfandi. Hún sagðist ekki hafa farið út á Látrabjarg og að hún myndi ekki fara þangað. Hún gæti bara ekki keyrt lengra,“ segir Birna, en um tólf kílómetra leið er frá Breiðavík og út á Látrabjarg. „Þá segi ég að hún verði að fara út á bjarg. Þar sé lundinn og hún megi ekki koma svona langa leið án þess að sjá hann. Við ákváðum þá að hún myndi koma sér fyrir, fá sér að borða og svo færi ég með henni út á bjarg þarna um kvöldið.“Hollenski ferðamaðurinn, Birna Mjög og þýski leiðsögumaðurinn Michael.MyndFóru saman úr á LátrabjargBirna segir konuna hafa verið á litlum jeppa og hafi Birna boðist til að keyra út á bjargið. „Ég talaði við hana allan tímann og sagði henni hvað þetta væri auðvelt. Bara fara rólega og stoppa ef hún væri hrædd og mætti bíl. Svo fórum við út á bjarg, vorum þar mjög lengi og áttum þar góða stund. Svo keyrðum við til baka í rólegheitunum,“ segir Birna. Hún segir að hollenski ferðamaðurinn hafi svo skrifað sér tölvupóst nokkru seinna, þakkað fyrir sig og sagt frá því að ferðalagið hefði gengið vel eftir heimsóknina í Breiðavík. Hún hefði verið rólegri og öruggari á íslensku fjallavegunum eftir kvöldið á Látrabjargi með Birnu.Birna Mjöll og hollenska ferðakonan.Kemur reglulega fyrirHótelstýran segir það reglulega koma fyrir að ferðamenn komi í Breiðavík sem treysti sér ekki lengra út af vegunum. „Þá er bara ekki hægt að láta þá snúa við án þess að þeir sjái bjargið og lundana. Langflestir koma til að sjá fuglinn og bjargið og þá er ekki hægt að láta það spyrjast út að það sé snúið við hérna, veganna vegna. Ríkið ætti því að borga þessar ferðir okkar með ferðamennina út á bjarg,“ segir Birna létt í bragði.Birna Mjöll Atladóttir og Keran St. Ólafsson reka ferðaþjónustu á Breiðavík.Mynd/Hótel BreiðavíkÓvanir íslenskum fjallvegumBirna segir að þegar þetta komi fyrir karlana setjist hún niður með þeim og gefi þeim koníak og keyri þá svo með þá út eftir. „Þó að vegirnir séu ekkert verri en vanalega þá er þetta fólk sem ekkert vant svona vegum. Við gerðum það um tíma, þá vorum við með sautján manna rútu, og þá safnaði ég fólki upp í hana og keyrði út á bjarg klukkan níu á kvöldin og kom svo aftur heim um klukkan ellefu. Nú er hins vegar of mikið að gera til að ég geti staðið í því.“Finna fyrir mikilli aukningu ferðafólksBirna segist taka eftir talsverðri aukningu í komu ferðamanna og segir gistingar hafa sprottið upp víðs vegar í kringum Breiðavík síðastliðin ár. „Að sjálfsögðu getum við heldur ekki endalaust bætt við okkur í gistingu, en við erum komin með stóran matsölustað og það hefur orðið mikið aukning í því. Margir eru með tjald og vilja ferðast ódýrt og splæsa á sig í mat og á barnum og spara þegar kemur á gistingunni.“ segir Birna að lokum og segir sumarið hafa verið æðislega flott. „Veðrið er búið að vera rosalega gott í sumar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30