Átti að verða endurkoma James Gandolfini til HBO Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júlí 2016 17:16 Jack Stone og Naz eru aðalpersónur í nýrri þáttaröð úr smiðju HBO. The Night Of, nýir þættir úr smiðju HBO sem hófu göngu sína í gær, hafa fengið mikil og góð viðbrögð gagnrýnenda vestanhafs. Þættirnir eru hugarsmíð James Gandolfini, sem er titlaður einn framleiðenda þáttanna þrátt fyrir að hafa látist fyrir þremur árum. Þættirnir áttu að vera endurkoma James Gandolfini til HBO þar sem hann öðlaðist frægð sína sem mafíósinn Tony Soprano, úr samnefndum þáttum. Örlögin höguðu því þannig að Gandolfini náði aðeins einum tökudegi á The Night Of áður en hann lést úr hjartaáfalli í júní 2013.Sjá einnig: James Gandolfini látinn Þáttunum er lýst sem ástríðuverkefni Gandolfinis, en hann átti sjálfur að leika eitt aðalhlutverkanna, lögfræðinginn Jack Stone. Við fráfall Gandolfinis var Robert De Niro orðaður við hlutverk lögfræðingsins, en það er John Turturro sem fer með hlutverkið. Miðað við gagnrýni miðla á borð við Telegraph, LA Times og Entertainment Weekly virðist óhætt að fullyrða að hann geri það stórkostlega.Sjá einnig: De Niro tekur við hlutverki GandolfiniJames Gandolfini, fremstur, í hlutverk Tony Soprano.Þættirnir eru endurgerð af bresku þáttunum Criminal Justice, sem BBC framleiddi árið 2008. Sagan hefst á því að Naz, lýst sem góðum syni og duglegum nemanda, er boðið í partý. Hann ætlar að fá far með vini sínum, sem kemur aldrei svo hann tekur ákvörðun um að fá lánaðan leigubíl föður síns. Án þess að spyrja um leyfi. Naz nemur staðar við stöðvunarskyldu þegar stúlka sest upp í aftursætið á leigubílnum og biður hann að keyra niður að strönd. Til að gera langa sögu stutta taka þau saman E-pillur, kókaín, spila hættulegan leik með hníf og sofa saman. Daginn eftir vaknar Naz og man lítið frá kvöldinu áður. Hann gengur inn í svefnherbergi stúlkunnar, þar sem hann finnur hana liggjandi í blóði sínu. Eftir ótrúlega atburðarrás er Naz grunaður um morðið og áhorfendur fylgjast með honum sökkva dýpra og dýpra inn í helsjúkt réttarkerfi í Bandaríkjunum. Umfjöllunarefni þáttanna mætti ef til vill líkja við þáttaraðir á borð við Making A Murderer og hlaðvarpið Serial sem notið hafa gríðarlegra vinsælda undanfarið, en þar er hulunni svipt af meingölluðu réttarkerfi vestanhafs líkt og virðist stefna í í þáttunum The Night Of. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. Hér má sjá stiklu. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
The Night Of, nýir þættir úr smiðju HBO sem hófu göngu sína í gær, hafa fengið mikil og góð viðbrögð gagnrýnenda vestanhafs. Þættirnir eru hugarsmíð James Gandolfini, sem er titlaður einn framleiðenda þáttanna þrátt fyrir að hafa látist fyrir þremur árum. Þættirnir áttu að vera endurkoma James Gandolfini til HBO þar sem hann öðlaðist frægð sína sem mafíósinn Tony Soprano, úr samnefndum þáttum. Örlögin höguðu því þannig að Gandolfini náði aðeins einum tökudegi á The Night Of áður en hann lést úr hjartaáfalli í júní 2013.Sjá einnig: James Gandolfini látinn Þáttunum er lýst sem ástríðuverkefni Gandolfinis, en hann átti sjálfur að leika eitt aðalhlutverkanna, lögfræðinginn Jack Stone. Við fráfall Gandolfinis var Robert De Niro orðaður við hlutverk lögfræðingsins, en það er John Turturro sem fer með hlutverkið. Miðað við gagnrýni miðla á borð við Telegraph, LA Times og Entertainment Weekly virðist óhætt að fullyrða að hann geri það stórkostlega.Sjá einnig: De Niro tekur við hlutverki GandolfiniJames Gandolfini, fremstur, í hlutverk Tony Soprano.Þættirnir eru endurgerð af bresku þáttunum Criminal Justice, sem BBC framleiddi árið 2008. Sagan hefst á því að Naz, lýst sem góðum syni og duglegum nemanda, er boðið í partý. Hann ætlar að fá far með vini sínum, sem kemur aldrei svo hann tekur ákvörðun um að fá lánaðan leigubíl föður síns. Án þess að spyrja um leyfi. Naz nemur staðar við stöðvunarskyldu þegar stúlka sest upp í aftursætið á leigubílnum og biður hann að keyra niður að strönd. Til að gera langa sögu stutta taka þau saman E-pillur, kókaín, spila hættulegan leik með hníf og sofa saman. Daginn eftir vaknar Naz og man lítið frá kvöldinu áður. Hann gengur inn í svefnherbergi stúlkunnar, þar sem hann finnur hana liggjandi í blóði sínu. Eftir ótrúlega atburðarrás er Naz grunaður um morðið og áhorfendur fylgjast með honum sökkva dýpra og dýpra inn í helsjúkt réttarkerfi í Bandaríkjunum. Umfjöllunarefni þáttanna mætti ef til vill líkja við þáttaraðir á borð við Making A Murderer og hlaðvarpið Serial sem notið hafa gríðarlegra vinsælda undanfarið, en þar er hulunni svipt af meingölluðu réttarkerfi vestanhafs líkt og virðist stefna í í þáttunum The Night Of. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. Hér má sjá stiklu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira