Maðurinn enn ófundinn: Kafarar Landhelgisgæslunnar á leið í Sveinsgil Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2016 14:16 Þyrlan auðveldar björgunarstörf en hún hefur verið í hvíld í dag en verður ræst út bráðlega. Vísir/Landsbjörg „Þessu miðar hægt en örugglega,“ segir Baldur Ólafsson, björgunarsveitarmaður, en hann fer fyrir björgunaraðgerðum í Sveinsgili. Síðdegis í gær rann franskur ferðamaður sem var á ferð um svæðið niður snjóhengju og út í á sem rennur í gegnum gilið. Maðurinn er enn ófundinn. Síðan í gær hafa björgunarsveitarmenn unnið að því að bora og saga göt í 25 metra snjóhengju sem er yfir ánni en talið er að maðurinn hafi flotið með ánni. Baldur var á leið á stöðufund þegar Vísir náði af honum tali. „Það er komið þriðja gatið niður í vatn og það er verið að vinna í að víkka það.“Kafarar Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang og verða komnir eftir klukkustund til tvær. Þegar þeir koma þá fara þeir í að meta aðstæður og skoða hvort hægt sé að fara í gegnum götin og kafa í ánni. Um jökulá er að ræða og aðstæður eru erfiðar vegna snjóhengjunnar en snjórinn er mjög harður og frosinn. Flotdúkka verður send niður ánna í dag en nú um klukkan tvö fóru af stað mannaskipti og skipti á búnaði. Maðurinn var á ferð ásamt samlanda sínum sem var sendur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í gær til aðhlynningar. Hann mun vera ómeiddur. Björgunarsveitir unnu í nótt og voru á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn á staðnum þegar mest lét. Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
„Þessu miðar hægt en örugglega,“ segir Baldur Ólafsson, björgunarsveitarmaður, en hann fer fyrir björgunaraðgerðum í Sveinsgili. Síðdegis í gær rann franskur ferðamaður sem var á ferð um svæðið niður snjóhengju og út í á sem rennur í gegnum gilið. Maðurinn er enn ófundinn. Síðan í gær hafa björgunarsveitarmenn unnið að því að bora og saga göt í 25 metra snjóhengju sem er yfir ánni en talið er að maðurinn hafi flotið með ánni. Baldur var á leið á stöðufund þegar Vísir náði af honum tali. „Það er komið þriðja gatið niður í vatn og það er verið að vinna í að víkka það.“Kafarar Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang og verða komnir eftir klukkustund til tvær. Þegar þeir koma þá fara þeir í að meta aðstæður og skoða hvort hægt sé að fara í gegnum götin og kafa í ánni. Um jökulá er að ræða og aðstæður eru erfiðar vegna snjóhengjunnar en snjórinn er mjög harður og frosinn. Flotdúkka verður send niður ánna í dag en nú um klukkan tvö fóru af stað mannaskipti og skipti á búnaði. Maðurinn var á ferð ásamt samlanda sínum sem var sendur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í gær til aðhlynningar. Hann mun vera ómeiddur. Björgunarsveitir unnu í nótt og voru á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn á staðnum þegar mest lét.
Ferðamennska á Íslandi Leit í Sveinsgili Tengdar fréttir Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51