Nýir gufukatlar í Bárðarbungu skapa hættu á jökulhlaupum Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2016 20:21 Vísbendingar eru um að gufukatlar séu að myndast í Bárðarbungu. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að fylgjast verði grannt með þróun mála því hætta geti verið á óvæntum jökulhlaupum. Eftir eldgosið í Holuhrauni og öskjusigið fyrir tveimur árum er Bárðarbunga ein best vaktaða eldstöð landsins en þótt veruleg jarðskjálftavirkni hafi verið í henni frá því síðastliðið haust telur Magnús Tumi ólíklegt að hún gjósi á næstu árum. „Það er sennilegt að sú virkni stafi af því að nú sé kvika farin að safnast aftur í þetta djúpa hólf sem kvikan kom úr núna. En það er samt langur vegur þangað til þrýstingur næst upp í eitthvað svipað eins og var fyrir þetta stóra gos í Holuhrauni. Sennilegt er að það taki mörg ár,” segir Magnús Tumi. En það er annað sem hefur breyst í Bárðarbungu eftir eldgosið. „Samfara þessum atburðum jókst jarðhitavirkni. Það hefur verið mjög lítill jarðhiti, sáralítill, í Bárðarbungu fyrir, - þó aðeins, - en hann hefur aukist mikið.” Breytingar hafa sést á yfirborði Bárðarbungu. Í suðurbrún hennar sést nú krappur ketill sem gufar upp úr þar sem áður sást bara jökull. Magnús Tumi telur ástæðu til fylgjast grannt með því hvort nýir sigkatlar séu að myndast. „Og við fáum ekki einhver óvænt jökulhlaup á staði sem við eigum ekki von á þeim. Þessvegna þarf að halda áfram að vakta þetta og sjá hvernig þetta þróast.” Og Íslendingar hafa svo sannarlega reynslu af hlaupum úr sigkötlum undir jökli, síðast í Skaftárhlaupinu stóra í fyrra. Og Magnús Tumi rifjar upp tvö óvænt hlaup fyrir fimm árum þegar komu tvö mjög óvænt hlaup á fjögurra daga tímabili, annað í Múlakvísl og hitt í Köldukvísl. „Annað tók nú af brúna yfir Múlakvísl. Svoleiðis atburði viljum við sjá sem minnst af,” segir prófessorinn. Almannavarnir Bárðarbunga Hlaup í Skaftá Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Tappa af Hágöngulóni, Kárahnjúkar ekki í hættu Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 19:45 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Jökulvatn yrði níu klukkustundir að Ásbyrgi Ef til eldgoss kæmi undir Dyngjujökli myndi það valda flóði í Jökulsá á Fjöllum og yrði líkleg stærð hlaups á bilinu 5.000 til 20.000 rúmmetrar á sekúndu. 20. ágúst 2014 10:00 Bárðarbunga fyrsta öskjusig sem mældist nákvæmlega Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. 14. júlí 2016 19:45 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Vísbendingar eru um að gufukatlar séu að myndast í Bárðarbungu. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að fylgjast verði grannt með þróun mála því hætta geti verið á óvæntum jökulhlaupum. Eftir eldgosið í Holuhrauni og öskjusigið fyrir tveimur árum er Bárðarbunga ein best vaktaða eldstöð landsins en þótt veruleg jarðskjálftavirkni hafi verið í henni frá því síðastliðið haust telur Magnús Tumi ólíklegt að hún gjósi á næstu árum. „Það er sennilegt að sú virkni stafi af því að nú sé kvika farin að safnast aftur í þetta djúpa hólf sem kvikan kom úr núna. En það er samt langur vegur þangað til þrýstingur næst upp í eitthvað svipað eins og var fyrir þetta stóra gos í Holuhrauni. Sennilegt er að það taki mörg ár,” segir Magnús Tumi. En það er annað sem hefur breyst í Bárðarbungu eftir eldgosið. „Samfara þessum atburðum jókst jarðhitavirkni. Það hefur verið mjög lítill jarðhiti, sáralítill, í Bárðarbungu fyrir, - þó aðeins, - en hann hefur aukist mikið.” Breytingar hafa sést á yfirborði Bárðarbungu. Í suðurbrún hennar sést nú krappur ketill sem gufar upp úr þar sem áður sást bara jökull. Magnús Tumi telur ástæðu til fylgjast grannt með því hvort nýir sigkatlar séu að myndast. „Og við fáum ekki einhver óvænt jökulhlaup á staði sem við eigum ekki von á þeim. Þessvegna þarf að halda áfram að vakta þetta og sjá hvernig þetta þróast.” Og Íslendingar hafa svo sannarlega reynslu af hlaupum úr sigkötlum undir jökli, síðast í Skaftárhlaupinu stóra í fyrra. Og Magnús Tumi rifjar upp tvö óvænt hlaup fyrir fimm árum þegar komu tvö mjög óvænt hlaup á fjögurra daga tímabili, annað í Múlakvísl og hitt í Köldukvísl. „Annað tók nú af brúna yfir Múlakvísl. Svoleiðis atburði viljum við sjá sem minnst af,” segir prófessorinn.
Almannavarnir Bárðarbunga Hlaup í Skaftá Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Tappa af Hágöngulóni, Kárahnjúkar ekki í hættu Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 19:45 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Jökulvatn yrði níu klukkustundir að Ásbyrgi Ef til eldgoss kæmi undir Dyngjujökli myndi það valda flóði í Jökulsá á Fjöllum og yrði líkleg stærð hlaups á bilinu 5.000 til 20.000 rúmmetrar á sekúndu. 20. ágúst 2014 10:00 Bárðarbunga fyrsta öskjusig sem mældist nákvæmlega Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. 14. júlí 2016 19:45 Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tappa af Hágöngulóni, Kárahnjúkar ekki í hættu Landsvirkjun er byrjuð að tappa vatni af Hágöngulóni og niður í Þórisvatn í öryggisskyni ef flóðbylgja kæmi þar niður frá Bárðarbungu. 22. ágúst 2014 19:45
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45
Jökulvatn yrði níu klukkustundir að Ásbyrgi Ef til eldgoss kæmi undir Dyngjujökli myndi það valda flóði í Jökulsá á Fjöllum og yrði líkleg stærð hlaups á bilinu 5.000 til 20.000 rúmmetrar á sekúndu. 20. ágúst 2014 10:00
Bárðarbunga fyrsta öskjusig sem mældist nákvæmlega Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. 14. júlí 2016 19:45
Brúin verr farin og mögulega ónýt eftir átök Skaftárhlaups Bráðabirgðaviðgerð á brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, sem skemmdist í Skaftárhlaupinu, er talin kosta tugi milljóna króna. 16. október 2015 20:45
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30
Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent