Hatrið nærist á hatri Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. júlí 2016 07:00 Skáldsaga Kurts Vonnegut, Sláturhús 5 (sem Sveinbjörn I. Baldvinsson þýddi vel á annarri öld) fjallar um eitt af ódæðisverkum 20. aldarinnar sem legið hafði í hálfgerðu þagnargildi fram að bók Vonneguts: Loftárásir Bandamanna á Dresden í Þýskalandi í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar borgin var jöfnuð við jörðu, aðallega til að hefna fyrir miskunnarlausar loftárásir Þjóðverja á England. Þó væri í kjölfar baráttunnar við nasismann var þetta óréttlætanlegt voðaverk. Það er ekki einu sinni liðin öld frá þessum atburðum, sem kannski er ágætt að hafa í huga fyrir áhugafólk um ófrið og illindi hópa og þjóða á milli eða fólk sem heldur að kristnum hvítum Evrópumönnum sé það á einhvern hátt áskapað að halda friðinn. Stríðsglæpir eru framdir við tilteknar kringumstæðum og í tilteknu andrúmslofti, burtséð frá þjóðerni, trúarbrögðum, uppruna eða húðlit.Pú-tí-vít Saga Vonneguts er full af bröndurum og sorg, skrifuð eins og allar góðar bækur með kuldaglott á vörum og grátstafinn í kverkum; gegnsýrð af þeirri óhátíðlegu mannúð sem manni finnst stundum að okkur skorti einmitt núna. Sumt situr í manni ævilangt. Til dæmis hvernig bókin byrjar á orðinu „Listen“ og endar á orðunum: „Poo-tee-weet“. Þau vísa á fuglasöng, og eru útskýrð svona í formála bókarinnar, þegar höfundur ávarpar útgefandann sinn, Sam, og segir honum frá bókinni sinni um Dresden (finn ekki þýðingu Sveinbjarnar og snara sjálfur): „Hún er svo stutt og ruglingsleg, Sam, af því að það er ekki hægt að segja neitt af viti um fjöldamorð. Allir eiga að vera dauðir og ekki segja neitt eða vilja neitt nokkru sinni framar. Það á að ríkja algjör þögn eftir fjöldamorð, og þannig er það alltaf, fyrir utan fuglana. Og hvað segja fuglarnir? Allt og sumt sem hægt er að segja um fjöldamorð, svona eins og „Pú-tí-vít“.Nei, þetta var?… Þannig gengur það. Og samt höfum við ríka þörf fyrir að tjá okkur og segja eitthvað skynsamlegt þegar fjöldamorð eiga sér stað, þó að ekki væri til annars en að „draga af þeim lærdóma“ og koma í „veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig“. Þess vegna tölum við fram og aftur um ódæðismanninn í Nice í Frakklandi og hvað honum geti eiginlega hafa gengið til, að aka stórum trukk inn í mannfjölda til að geta drepið eins marga og hann komst yfir. Skýringar hrannast upp: Þetta var múslimskur öfgamaður að berjast gegn vestrænum gildum og fyrir sjaríalögum … nei, þetta var sálsjúkur einfari sem áður hafði barið konu sína … nei, þetta var ISIS að minna á sig eftir að dregið var aftur úr öryggisgæslu eftir EM … nei, þetta var smákrimmi sem fann sig ekki í þjóðfélaginu … nei, þetta var svipað og þegar þýski flugmaðurinn missti vitið og flaug vélinni fullri af farþegum í opinn dauðann … nei, þetta er til vitnis um að stríðið í Miðausturlöndum er komið til vesturveldanna, sem halda því gangandi með vopnasölu sinni, olíuviðskiptum og arðráni … nei, þetta er til vitnis um að „þeir“ hata „okkur“ og enn einn vitnisburðurinn um að múslimar geta ekki aðlagast vestrænum lífsháttum … nei, þetta var ódæði af sama tagi og gerast á nokkurra mánaða fresti í Bandaríkjunum þegar byssuóðir vesalingar ætla að láta að sér kveða eftir að enginn hefur tekið eftir þeim alla þeirra aumu ævi … nei, þetta er afleiðing af Alsírstríðinu og ömurlegum kjörum fólks af norður-afrískum uppruna í Frakklandi ... Og svo framvegis. Gallinn við þessar skýringar er að þar er iðulega leitað að sök hjá einhverjum öðrum en þeim sem morðin framdi. Og það er leitað að skynsemisvotti í framferði sem í eðli sínu er glórulaust. Pú-tí-vít. Fjöldamorð af þessu tagi eru ónáttúra; glæpur gegn sjálfri lífshvötinni. Halldór Laxness sagði einu sinni um stríð að enginn maður ætti að drepa fleira fólk en hann gæti borðað sjálfur, sem er ágæt regla og auðvelt að halda í heiðri. Hvað sem öðru líður má svona ódæði ekki verða tilefni til enn meiri ofsókna á hendur saklausu fólki sem tilheyrir merktum hópum í Evrópu. Þá er enn meiri voðinn vís. Hvað sem mönnum kann að þykja um fjölmenningu evrópskra samfélaga, með tilheyrandi sambúð ólíkra hópa, er með öllu óraunhæft að snúa aftur til einangrunar afmarkaðra þjóðríkja þar sem þarf að framvísa upprunavottorðum til að sanna að maður sé ekki hryðjuverkamaður í eðli sínu. Svo sannarlega eru vondar hugmyndir á sveimi í sumum moskum og margt hroðalegt eflaust sagt og ráðgert í litlum hópum manna sem telja sig utangarðs í vestrænum samfélögum en eiga fremur heima í ímynduðu þúsundáraríki á himni hugmyndanna. En hatri verður ekki mætt með hatri. Hatrið nærist á hatri. Eina sem dugir gegn vondum hugmyndum eru góðar hugmyndir. Eina sem dugir gegn öflum haturs og myrkraverka er að bjóða upp á betri lífskjör, meiri birtu, meiri mat, meira líf, meiri leik, meiri gleði, meiri kærleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Skáldsaga Kurts Vonnegut, Sláturhús 5 (sem Sveinbjörn I. Baldvinsson þýddi vel á annarri öld) fjallar um eitt af ódæðisverkum 20. aldarinnar sem legið hafði í hálfgerðu þagnargildi fram að bók Vonneguts: Loftárásir Bandamanna á Dresden í Þýskalandi í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar borgin var jöfnuð við jörðu, aðallega til að hefna fyrir miskunnarlausar loftárásir Þjóðverja á England. Þó væri í kjölfar baráttunnar við nasismann var þetta óréttlætanlegt voðaverk. Það er ekki einu sinni liðin öld frá þessum atburðum, sem kannski er ágætt að hafa í huga fyrir áhugafólk um ófrið og illindi hópa og þjóða á milli eða fólk sem heldur að kristnum hvítum Evrópumönnum sé það á einhvern hátt áskapað að halda friðinn. Stríðsglæpir eru framdir við tilteknar kringumstæðum og í tilteknu andrúmslofti, burtséð frá þjóðerni, trúarbrögðum, uppruna eða húðlit.Pú-tí-vít Saga Vonneguts er full af bröndurum og sorg, skrifuð eins og allar góðar bækur með kuldaglott á vörum og grátstafinn í kverkum; gegnsýrð af þeirri óhátíðlegu mannúð sem manni finnst stundum að okkur skorti einmitt núna. Sumt situr í manni ævilangt. Til dæmis hvernig bókin byrjar á orðinu „Listen“ og endar á orðunum: „Poo-tee-weet“. Þau vísa á fuglasöng, og eru útskýrð svona í formála bókarinnar, þegar höfundur ávarpar útgefandann sinn, Sam, og segir honum frá bókinni sinni um Dresden (finn ekki þýðingu Sveinbjarnar og snara sjálfur): „Hún er svo stutt og ruglingsleg, Sam, af því að það er ekki hægt að segja neitt af viti um fjöldamorð. Allir eiga að vera dauðir og ekki segja neitt eða vilja neitt nokkru sinni framar. Það á að ríkja algjör þögn eftir fjöldamorð, og þannig er það alltaf, fyrir utan fuglana. Og hvað segja fuglarnir? Allt og sumt sem hægt er að segja um fjöldamorð, svona eins og „Pú-tí-vít“.Nei, þetta var?… Þannig gengur það. Og samt höfum við ríka þörf fyrir að tjá okkur og segja eitthvað skynsamlegt þegar fjöldamorð eiga sér stað, þó að ekki væri til annars en að „draga af þeim lærdóma“ og koma í „veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig“. Þess vegna tölum við fram og aftur um ódæðismanninn í Nice í Frakklandi og hvað honum geti eiginlega hafa gengið til, að aka stórum trukk inn í mannfjölda til að geta drepið eins marga og hann komst yfir. Skýringar hrannast upp: Þetta var múslimskur öfgamaður að berjast gegn vestrænum gildum og fyrir sjaríalögum … nei, þetta var sálsjúkur einfari sem áður hafði barið konu sína … nei, þetta var ISIS að minna á sig eftir að dregið var aftur úr öryggisgæslu eftir EM … nei, þetta var smákrimmi sem fann sig ekki í þjóðfélaginu … nei, þetta var svipað og þegar þýski flugmaðurinn missti vitið og flaug vélinni fullri af farþegum í opinn dauðann … nei, þetta er til vitnis um að stríðið í Miðausturlöndum er komið til vesturveldanna, sem halda því gangandi með vopnasölu sinni, olíuviðskiptum og arðráni … nei, þetta er til vitnis um að „þeir“ hata „okkur“ og enn einn vitnisburðurinn um að múslimar geta ekki aðlagast vestrænum lífsháttum … nei, þetta var ódæði af sama tagi og gerast á nokkurra mánaða fresti í Bandaríkjunum þegar byssuóðir vesalingar ætla að láta að sér kveða eftir að enginn hefur tekið eftir þeim alla þeirra aumu ævi … nei, þetta er afleiðing af Alsírstríðinu og ömurlegum kjörum fólks af norður-afrískum uppruna í Frakklandi ... Og svo framvegis. Gallinn við þessar skýringar er að þar er iðulega leitað að sök hjá einhverjum öðrum en þeim sem morðin framdi. Og það er leitað að skynsemisvotti í framferði sem í eðli sínu er glórulaust. Pú-tí-vít. Fjöldamorð af þessu tagi eru ónáttúra; glæpur gegn sjálfri lífshvötinni. Halldór Laxness sagði einu sinni um stríð að enginn maður ætti að drepa fleira fólk en hann gæti borðað sjálfur, sem er ágæt regla og auðvelt að halda í heiðri. Hvað sem öðru líður má svona ódæði ekki verða tilefni til enn meiri ofsókna á hendur saklausu fólki sem tilheyrir merktum hópum í Evrópu. Þá er enn meiri voðinn vís. Hvað sem mönnum kann að þykja um fjölmenningu evrópskra samfélaga, með tilheyrandi sambúð ólíkra hópa, er með öllu óraunhæft að snúa aftur til einangrunar afmarkaðra þjóðríkja þar sem þarf að framvísa upprunavottorðum til að sanna að maður sé ekki hryðjuverkamaður í eðli sínu. Svo sannarlega eru vondar hugmyndir á sveimi í sumum moskum og margt hroðalegt eflaust sagt og ráðgert í litlum hópum manna sem telja sig utangarðs í vestrænum samfélögum en eiga fremur heima í ímynduðu þúsundáraríki á himni hugmyndanna. En hatri verður ekki mætt með hatri. Hatrið nærist á hatri. Eina sem dugir gegn vondum hugmyndum eru góðar hugmyndir. Eina sem dugir gegn öflum haturs og myrkraverka er að bjóða upp á betri lífskjör, meiri birtu, meiri mat, meira líf, meiri leik, meiri gleði, meiri kærleika.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun