Halla Tómasdóttir segist ekki ætla í framboð Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júlí 2016 13:12 Halla bauð sig fram í forsetakosningunum í sumar. Vísir/Hanna Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrirlesari, hyggst ekki fara í framboð í haust. Þetta tilkynnir hún á Facebook síðu sinni. Hún segist þó þakklát fyrir hvatninguna. Hún var nýlega orðuð við Viðreisn en Eyjan greindi frá því að Halla yrði í leiðtogahlutverki hjá flokknum í komandi kosningum. Vísir ræddi við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, í morgun sem vísaði því á bug að hann hefði rætt við Höllu um framboð í haust. Halla segist jafnframt ekki hyggja á valdarán innan flokksins en Benedikt velti því fyrir sér, meira í gamni en alvöru, hvort um valdaránstilraun hafi verið að ræða sökum þess að ákveðið hafði verið að Halla færi fram fyrir flokkinn án alls samráðs við formanninn sjálfan. Forsetaframbjóðandinn, sem var sá frambjóðandi sem veitti þeim frambjóðanda sem að lokum náði kjöri hvað mesta samkeppni, segist ekki standa frammi fyrir erfiðari ákvörðun en í hvaða rennibraut hún eigi að fara í Aqualandia. Halla er stödd ásamt fjölskyldu sinni í fríi í Altea á Spáni. „Ja hérna, það er greinilega áhættusamt að fara í frí og úr sambandi við umheiminn,“ skrifar Halla. „Ég fullvissa ykkur kæru vinir að ég hygg hvorki á valdarán né framboð. Eina ákvörðunin sem ég er að reyna að taka núna er hvort ég eigi að fara í bláu eða svörtu rennibrautina í Aqualandia :) Er ykkur þó þakklát fyrir hvatninguna!“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Formaður Viðreisnar hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. 18. júlí 2016 11:23 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrirlesari, hyggst ekki fara í framboð í haust. Þetta tilkynnir hún á Facebook síðu sinni. Hún segist þó þakklát fyrir hvatninguna. Hún var nýlega orðuð við Viðreisn en Eyjan greindi frá því að Halla yrði í leiðtogahlutverki hjá flokknum í komandi kosningum. Vísir ræddi við Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, í morgun sem vísaði því á bug að hann hefði rætt við Höllu um framboð í haust. Halla segist jafnframt ekki hyggja á valdarán innan flokksins en Benedikt velti því fyrir sér, meira í gamni en alvöru, hvort um valdaránstilraun hafi verið að ræða sökum þess að ákveðið hafði verið að Halla færi fram fyrir flokkinn án alls samráðs við formanninn sjálfan. Forsetaframbjóðandinn, sem var sá frambjóðandi sem veitti þeim frambjóðanda sem að lokum náði kjöri hvað mesta samkeppni, segist ekki standa frammi fyrir erfiðari ákvörðun en í hvaða rennibraut hún eigi að fara í Aqualandia. Halla er stödd ásamt fjölskyldu sinni í fríi í Altea á Spáni. „Ja hérna, það er greinilega áhættusamt að fara í frí og úr sambandi við umheiminn,“ skrifar Halla. „Ég fullvissa ykkur kæru vinir að ég hygg hvorki á valdarán né framboð. Eina ákvörðunin sem ég er að reyna að taka núna er hvort ég eigi að fara í bláu eða svörtu rennibrautina í Aqualandia :) Er ykkur þó þakklát fyrir hvatninguna!“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Formaður Viðreisnar hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. 18. júlí 2016 11:23 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fer sjálfur fram í komandi kosningum Formaður Viðreisnar hefur ekkert rætt við Höllu Tómasdóttur né Pál Magnússon um hugsanlegt sæti á lista. 18. júlí 2016 11:23