Hin pólitíska birtingarmynd Ellert B. Schram skrifar 19. júlí 2016 05:00 Um daginn sendi ég stutta grein til birtingar í Fréttablaðinu sem fjallaði um jafnaðarstefnuna og gildi hennar varðandi jafnan hlut og kjör, manna í milli. Minnti á kjör eldri borgara og þá hungurlús, sem þeim er ætluð til framfæris. Svo táknrænt gerðist það að nær samdægurs birtust niðurstöður kjararáðs um launahækkanir háttsettra formanna og forstöðumanna í opinbera kerfinu. Þær nema tugum prósenta (allt upp í nær 50% hækkun) og þar að auki marga mánuði aftur fyrir sig. Flestu af þessu fólki færðar á silfurfati hundruð þúsunda króna og rúmlega það. Fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru að yppa öxlum og segja að þessi vinnubrögð væru samkvæmt lögum. En nú hefur hann lagt til að fækka þeim sem njóta fyrirgreiðslu kjararáðs (einhvern tíma seinna) sem er sýnd veiði en ekki gefin. Lögin standa. Og launahækkanirnar. En hverjir eru það sem setja lögin, nema Alþingi og stjórnmálaflokkarnir sem þar ráða ríkjum? Hverjir voru það sem höfðu ekki efni á að hækka framfærslu eldri borgara um meir en 9,6%, frá og með síðustu áramótum (ekki aftur fyrir sig) og báru fyrir sig lögin og neysluvísitöluna? Með öðrum orðum er staðan þessi: Háttsettir ríkisforstjórar fá hækkun, (eina og sér) ofan á laun sín, á hverjum mánuði sem nemur nokkurn veginn sömu upphæð og eldra fólk fær frá almannatryggingum (ríkinu), að hámarki 190 þúsund krónur eftir skatt. Er þá ekki minnst á að ellilífeyrisþegar hafa þar að auki enga möguleika á að styrkja stöðu sína gagnvart tryggingakerfinu (og lögunum), því við hverja krónu sem fæst til viðbótar, dregst sama króna frá ellilífeyrinum. Þetta er fátæktargildran. Þetta eru lögin. Í þessum tölum, annars vegar í launum háttsettra embættismanna og hins vegar í tryggingarkerfi eldri borgara, sjáum við birtingarmynd þeirrar misskiptingar, þeirrar mannfyrirlitningar, sem blasir við í þessu „ríka“ samfélagi okkar. Birtingarmynd mismununar á ríkum og fátækum. Kannske er þetta skýrasta skilgreiningin og einkennið á þeim stjórnmálum og pólitískum valdhöfum sem loka augunum fyrir jafnræði og mannúð og hygla þeim efnuðu en hundsa þá fátæku. Þetta er birtingarmyndin, sem við stöndum frammi fyrir í kjörklefanum, í afstöðu okkar til flokka og baráttumála, sem íslensk pólitík snýst um. Ákvörðunin um aum kjör eldri borgara eða brjálaðar kauphækkanir háttsettra forstöðumanna er pólitík dagsins. Viljum við halda áfram að hygla þeim ríku eða auka jafnræði og samkennd með þeim sem bera skarðan hlut frá borði? Hvernig slær hjarta okkar, í hvoru liðinu viljum við vera? Eigum að vera? Væri það ekki skrítin Ella, ef þjóðin yppti öxlum eins og ráðherrann og léti það sig engu varða þegar kjör hinna ríku eru margfölduð á sama tíma og þeir efnaminni lepja dauðann úr skel? Þetta snýst um fyrirgreiðslu annars vegar gagnvart ríka fólkinu og/eða hins vegar um virðingu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Þetta snýst um pólitískar áherslur. Þetta snýst um hvað og hvern við kjósum og styðjum, þegar þar að kemur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Um daginn sendi ég stutta grein til birtingar í Fréttablaðinu sem fjallaði um jafnaðarstefnuna og gildi hennar varðandi jafnan hlut og kjör, manna í milli. Minnti á kjör eldri borgara og þá hungurlús, sem þeim er ætluð til framfæris. Svo táknrænt gerðist það að nær samdægurs birtust niðurstöður kjararáðs um launahækkanir háttsettra formanna og forstöðumanna í opinbera kerfinu. Þær nema tugum prósenta (allt upp í nær 50% hækkun) og þar að auki marga mánuði aftur fyrir sig. Flestu af þessu fólki færðar á silfurfati hundruð þúsunda króna og rúmlega það. Fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru að yppa öxlum og segja að þessi vinnubrögð væru samkvæmt lögum. En nú hefur hann lagt til að fækka þeim sem njóta fyrirgreiðslu kjararáðs (einhvern tíma seinna) sem er sýnd veiði en ekki gefin. Lögin standa. Og launahækkanirnar. En hverjir eru það sem setja lögin, nema Alþingi og stjórnmálaflokkarnir sem þar ráða ríkjum? Hverjir voru það sem höfðu ekki efni á að hækka framfærslu eldri borgara um meir en 9,6%, frá og með síðustu áramótum (ekki aftur fyrir sig) og báru fyrir sig lögin og neysluvísitöluna? Með öðrum orðum er staðan þessi: Háttsettir ríkisforstjórar fá hækkun, (eina og sér) ofan á laun sín, á hverjum mánuði sem nemur nokkurn veginn sömu upphæð og eldra fólk fær frá almannatryggingum (ríkinu), að hámarki 190 þúsund krónur eftir skatt. Er þá ekki minnst á að ellilífeyrisþegar hafa þar að auki enga möguleika á að styrkja stöðu sína gagnvart tryggingakerfinu (og lögunum), því við hverja krónu sem fæst til viðbótar, dregst sama króna frá ellilífeyrinum. Þetta er fátæktargildran. Þetta eru lögin. Í þessum tölum, annars vegar í launum háttsettra embættismanna og hins vegar í tryggingarkerfi eldri borgara, sjáum við birtingarmynd þeirrar misskiptingar, þeirrar mannfyrirlitningar, sem blasir við í þessu „ríka“ samfélagi okkar. Birtingarmynd mismununar á ríkum og fátækum. Kannske er þetta skýrasta skilgreiningin og einkennið á þeim stjórnmálum og pólitískum valdhöfum sem loka augunum fyrir jafnræði og mannúð og hygla þeim efnuðu en hundsa þá fátæku. Þetta er birtingarmyndin, sem við stöndum frammi fyrir í kjörklefanum, í afstöðu okkar til flokka og baráttumála, sem íslensk pólitík snýst um. Ákvörðunin um aum kjör eldri borgara eða brjálaðar kauphækkanir háttsettra forstöðumanna er pólitík dagsins. Viljum við halda áfram að hygla þeim ríku eða auka jafnræði og samkennd með þeim sem bera skarðan hlut frá borði? Hvernig slær hjarta okkar, í hvoru liðinu viljum við vera? Eigum að vera? Væri það ekki skrítin Ella, ef þjóðin yppti öxlum eins og ráðherrann og léti það sig engu varða þegar kjör hinna ríku eru margfölduð á sama tíma og þeir efnaminni lepja dauðann úr skel? Þetta snýst um fyrirgreiðslu annars vegar gagnvart ríka fólkinu og/eða hins vegar um virðingu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Þetta snýst um pólitískar áherslur. Þetta snýst um hvað og hvern við kjósum og styðjum, þegar þar að kemur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun