Rottur og sökkvandi skip Stjórnarmaðurinn skrifar 6. júlí 2016 09:30 Óhætt er að segja að ekki séu enn öll kurl komin til grafar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Pundið heldur áfram að hríðfalla og hefur ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal í þrjátíu ár. Sömu sögu er að segja af hlutabréfamörkuðum. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að til staðar sé styrk pólitísk forysta til að leiða þjóðina gegnum óvissuna. Sú er þó aldeilis ekki raunin í Bretlandi. David Cameron forsætisráðherra var aðaltalsmaður aðildarsinna og sagði af sér um leið og úrslitin urðu ljós. George Osbourne fjármálaráðherra, sem hefur leitt breska hagkerfið með prýði gegnum öldudal eftirhrunsáranna, var sömuleiðis aðildarsinni. Þeir félagar sitja því allt að því umboðslausir þar til Íhaldsflokkurinn hefur kosið sér nýjan leiðtoga. Markaðir eru ekki hrifnir af óvissu, og umboðslausir landsfeður eru ekki líklegir til að slá á ástandið. Þá er vikið að „sigurvegurum“ kosninganna; þeim Boris Johnson, Micheal Gove og Nigel Farage. Johnson og Gove tókst með ótrúlegum hætti að eyðileggja pólitíska framtíð hvor annars með kæruleysislegum viðbrögðum (Johnson) og klækjabrögðum sem keyrðu úr hófi (Gove). Farage, formaður hins rasíska breska þjóðernisflokks, var svo síðastur til að flýja hið sökkvandi skip. Staðan er því sú að þeir sem með hálfsannleik og prettum komu Bretum í þá stöðu að vera á leið út úr Evrópusambandinu hafa allir stokkið frá borði. Það kemur því í hlut annarra að reisa skútuna við. Sennilegast er að Theresa May innanríkisráðherra verði fyrir valinu. Churchill sagði að lýðræðið væri versta stjórnkerfi sem fundið hefði verið upp, fyrir utan öll hin. Hann sagði jafnframt að stærstu mótrökin gegn lýðræði væru fimm mínútna spjall við hinn almenna kjósanda. Freistandi er að segja að Brexit undirstriki hversu stórt sannleikskorn var í ummælum Churchills. Bretar létu lýðskrumara plata sig og sitja nú eftir leiðtogalausir. Því miður er enginn Churchill í sjónmáli. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Óhætt er að segja að ekki séu enn öll kurl komin til grafar varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Pundið heldur áfram að hríðfalla og hefur ekki verið veikara gagnvart Bandaríkjadal í þrjátíu ár. Sömu sögu er að segja af hlutabréfamörkuðum. Á tímum sem þessum er nauðsynlegt að til staðar sé styrk pólitísk forysta til að leiða þjóðina gegnum óvissuna. Sú er þó aldeilis ekki raunin í Bretlandi. David Cameron forsætisráðherra var aðaltalsmaður aðildarsinna og sagði af sér um leið og úrslitin urðu ljós. George Osbourne fjármálaráðherra, sem hefur leitt breska hagkerfið með prýði gegnum öldudal eftirhrunsáranna, var sömuleiðis aðildarsinni. Þeir félagar sitja því allt að því umboðslausir þar til Íhaldsflokkurinn hefur kosið sér nýjan leiðtoga. Markaðir eru ekki hrifnir af óvissu, og umboðslausir landsfeður eru ekki líklegir til að slá á ástandið. Þá er vikið að „sigurvegurum“ kosninganna; þeim Boris Johnson, Micheal Gove og Nigel Farage. Johnson og Gove tókst með ótrúlegum hætti að eyðileggja pólitíska framtíð hvor annars með kæruleysislegum viðbrögðum (Johnson) og klækjabrögðum sem keyrðu úr hófi (Gove). Farage, formaður hins rasíska breska þjóðernisflokks, var svo síðastur til að flýja hið sökkvandi skip. Staðan er því sú að þeir sem með hálfsannleik og prettum komu Bretum í þá stöðu að vera á leið út úr Evrópusambandinu hafa allir stokkið frá borði. Það kemur því í hlut annarra að reisa skútuna við. Sennilegast er að Theresa May innanríkisráðherra verði fyrir valinu. Churchill sagði að lýðræðið væri versta stjórnkerfi sem fundið hefði verið upp, fyrir utan öll hin. Hann sagði jafnframt að stærstu mótrökin gegn lýðræði væru fimm mínútna spjall við hinn almenna kjósanda. Freistandi er að segja að Brexit undirstriki hversu stórt sannleikskorn var í ummælum Churchills. Bretar létu lýðskrumara plata sig og sitja nú eftir leiðtogalausir. Því miður er enginn Churchill í sjónmáli.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira