Tröllin, trúin og tómleikinn Bergur Ebbi skrifar 8. júlí 2016 07:00 Fólk sem siglir undir fölsku flaggi á netinu og setur inn komment gagngert til að espa upp aðra er kallað tröll. Hugsunin að baki orðinu er væntanlega sú að rétt eins og tröllin í þjóðsögunum urðu að steini þegar sól skein á þau þá hverfa net-tröllin um leið og leyndar nýtur ekki við. Þau eru ekki til í alvörunni. En kannski eru þau til því óttinn og skaðinn sem þau valda er raunverulegur. Hversu margar vinnustundir ætli hafi tapast vegna tilgangslausra skoðanaskipta á netinu sem engin meining var á bak við? Eða verra, hversu margir ætli hafi tapað geðheilsunni eða jafnvel fyrirfarið sér vegna netofsókna sem voru byggðar á engu? Gilitrutt er kannski hræðileg saga en fólk var ekki að missa vinnuna eða kála sér af hræðslu. Nýju tröllin eru miklu verri og kannski er þetta handónýtt heiti, svona þegar maður hugsar um það. En hvers vegna er fólk að trolla? Ég held við þurfum að horfa á viðfangsefnið mjög heildstætt til að ná að svara þeirri spurningu. Vonandi hafið þið lesendur þolinmæði í aðeins dýpri hugleiðingar.Söluver Nova góðan dag Nútíma heilsuhæli eiga rætur sínar að rekja til 19. aldar. Á þeim tíma voru það einkum hinir efnameiri sem leyfðu sér þann munað að kúpla sig úr daglegu amstri til að hreinsa hugann og njóta náttúrunnar. Þannig voru heilsuhælin auglýst; sem skjól undan ágangi hins hraða og klikkaða nútíma. Þetta var fyrir meira en 100 árum síðan og mörgum þótti nútíminn allt of klikkaður með sínar gufuvélar, hestvagna og dagblöð. Sumir urðu vitlausir í þessum klikkaða heimi, fóru út á götu með pípuhatta sína og byrjuðu að spangóla undan álagi og hraða „nútímans“. Hvað ætli þessar týpur hefðu enst lengi í dag með 30 notifications á mínútu og Guð steindauðann? Fólk tók hlutum alvarlega í gamla daga. Það þurfti að melta upplýsingar. Ef of mikið af upplýsingum var dælt á fólk brann það yfir eins og sex ára Acer fartölva með viftuna í botni. Þessu hefur nútímamaðurinn fundið lausn á og hún er einföld: að vera sama um allt. Mest af því sem maður heyrir er bara eitthvað kjaftæði hvort sem er. Eitthvað um tengsl kókosolíu og einhverfu í börnum. Þetta er allt orðið að sultu í höfði manns. Á 19. öld voru allar upplýsingar teknar til greina. Það krafðist einbeitingar sem tók á. Ef söluver Nova myndi hringja í 19. aldar mann og demba á hann gagnamagnspakkatilboðum þá myndi hann öskra af einbeitingu stanslaust í gegnum allt símtalið og hugsanlega svipta sig lífi í kjölfarið. Það var meiri formfesta í gamla daga. Meira að segja brandarar voru stífir og langir og oftast bara um hest sem var vitlaust söðlaður en samt hló fólk hátt og mikið. Í dag eru brandarar stuttir og snjallir og fjalla oft um háleitar hugmyndir eins og trúarbrögð og fólk þarf að taka það sérstaklega fram skriflega ef það hlær, lol.Tott er gott / tot ist Gott Þetta tengir mig aftur að net tröllunum. Rökræður um trúarbrögð er tröllaskapur í eðli sínu. Að rökræða trúarbrögð er eins og að leggjast á bringuna út á gangstétt og taka sundtök í stað þess að ganga. Það er líklegt til að valda lítilsháttar skaða og fá skammvinna athygli án þess að það leiði til neins. Það sem ég er að tala um eru rökræður um hvort einhver hér á jörð eigi skilið völd vegna þess að hann starfi í umboði Guðs. Þar er ekkert að rökræða. Þeirri umræðu lauk fyrir meira en hundruð árum. Það hefur ekkert nýtt komið fram og búið að skrifa heil bókasöfn um málið. Enginn á jörðinni er eða hefur verið sonur Guðs. Hvorki Jésús, Múhammeð eða Kim Il-Sung. Rökræður munu engu breyta um hvort fólk trúi því eða ekki. Sprengingar, blóð, innblásin list, öskur, grettur eða sjálfíkveikjur gætu breytt því og hafa breytt því – en rökræður gera það ekki. Að rökræða hinstu rök tilverunnar við trúað fólk er bara tröllaskapur. Það gerir það enginn af einlægni. Þetta er meira og minna esp og bensínskvett. Og ef einhver af minni kynslóð ætlar núna að rísa upp á afturlappirnar og segjast ósammála þá bara sé ég hann. Það er blöff. Fólk trollar vegna þess að það þráir að sjá eitthvað lífsmark. Það vill sjá hvort fólki sé eitthvað heilagt lengur. Ég held að við vitum miklu meira um tröllaskap en við þorum að segja. Kannski er þetta hluti af hinu þegjandi samkomulagi nútímans. Að halda kúli þó þjóðfélagsumræðan snúist um eitthvað allt annað en hún ætti að gera. Kinka bara kolli í gegnum kókosolíuna og árveknisátökin og taka það svo út með útúrsnúningum og espingum undir dulnefni á kvöldin. Lesa svo hneykslunarfréttir daginn eftir um hluti sem enginn er raunverulega hneykslaður á.Lokið augunum Að lokum. Til að halda því til haga þá er þetta allt 19. aldar gæjunum með pípuhattana að kenna. Það voru þeir sem drápu Guð og sendu okkur heim af akrinum, bjuggu til borgarastéttina sem er dæmd til að eyða ævi sinni í tilgangslaus hugðarefni, slúður og hjartveiki. Svo komu hipparnir með sína byltingu sem stefnt var til höfuðs borgurunum en var bara hedónismi í hugsjónadulargervi og nú erum við eins og blaðlaus njóli starandi á skjái, leitandi að næsta tilgangslausa hneykslismáli eða nýrri skuldbindingarlausri ríðingu. Ég er ekki að reyna að æsa neinn upp, ég bara missti kúlið eitt augnablik og sagði eitthvað sem mér finnst raunverulega um samtíma okkar. Þetta er mánudagspistill á föstudegi, haustljóð á vori. Stundum verður það að vera svo.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Fólk sem siglir undir fölsku flaggi á netinu og setur inn komment gagngert til að espa upp aðra er kallað tröll. Hugsunin að baki orðinu er væntanlega sú að rétt eins og tröllin í þjóðsögunum urðu að steini þegar sól skein á þau þá hverfa net-tröllin um leið og leyndar nýtur ekki við. Þau eru ekki til í alvörunni. En kannski eru þau til því óttinn og skaðinn sem þau valda er raunverulegur. Hversu margar vinnustundir ætli hafi tapast vegna tilgangslausra skoðanaskipta á netinu sem engin meining var á bak við? Eða verra, hversu margir ætli hafi tapað geðheilsunni eða jafnvel fyrirfarið sér vegna netofsókna sem voru byggðar á engu? Gilitrutt er kannski hræðileg saga en fólk var ekki að missa vinnuna eða kála sér af hræðslu. Nýju tröllin eru miklu verri og kannski er þetta handónýtt heiti, svona þegar maður hugsar um það. En hvers vegna er fólk að trolla? Ég held við þurfum að horfa á viðfangsefnið mjög heildstætt til að ná að svara þeirri spurningu. Vonandi hafið þið lesendur þolinmæði í aðeins dýpri hugleiðingar.Söluver Nova góðan dag Nútíma heilsuhæli eiga rætur sínar að rekja til 19. aldar. Á þeim tíma voru það einkum hinir efnameiri sem leyfðu sér þann munað að kúpla sig úr daglegu amstri til að hreinsa hugann og njóta náttúrunnar. Þannig voru heilsuhælin auglýst; sem skjól undan ágangi hins hraða og klikkaða nútíma. Þetta var fyrir meira en 100 árum síðan og mörgum þótti nútíminn allt of klikkaður með sínar gufuvélar, hestvagna og dagblöð. Sumir urðu vitlausir í þessum klikkaða heimi, fóru út á götu með pípuhatta sína og byrjuðu að spangóla undan álagi og hraða „nútímans“. Hvað ætli þessar týpur hefðu enst lengi í dag með 30 notifications á mínútu og Guð steindauðann? Fólk tók hlutum alvarlega í gamla daga. Það þurfti að melta upplýsingar. Ef of mikið af upplýsingum var dælt á fólk brann það yfir eins og sex ára Acer fartölva með viftuna í botni. Þessu hefur nútímamaðurinn fundið lausn á og hún er einföld: að vera sama um allt. Mest af því sem maður heyrir er bara eitthvað kjaftæði hvort sem er. Eitthvað um tengsl kókosolíu og einhverfu í börnum. Þetta er allt orðið að sultu í höfði manns. Á 19. öld voru allar upplýsingar teknar til greina. Það krafðist einbeitingar sem tók á. Ef söluver Nova myndi hringja í 19. aldar mann og demba á hann gagnamagnspakkatilboðum þá myndi hann öskra af einbeitingu stanslaust í gegnum allt símtalið og hugsanlega svipta sig lífi í kjölfarið. Það var meiri formfesta í gamla daga. Meira að segja brandarar voru stífir og langir og oftast bara um hest sem var vitlaust söðlaður en samt hló fólk hátt og mikið. Í dag eru brandarar stuttir og snjallir og fjalla oft um háleitar hugmyndir eins og trúarbrögð og fólk þarf að taka það sérstaklega fram skriflega ef það hlær, lol.Tott er gott / tot ist Gott Þetta tengir mig aftur að net tröllunum. Rökræður um trúarbrögð er tröllaskapur í eðli sínu. Að rökræða trúarbrögð er eins og að leggjast á bringuna út á gangstétt og taka sundtök í stað þess að ganga. Það er líklegt til að valda lítilsháttar skaða og fá skammvinna athygli án þess að það leiði til neins. Það sem ég er að tala um eru rökræður um hvort einhver hér á jörð eigi skilið völd vegna þess að hann starfi í umboði Guðs. Þar er ekkert að rökræða. Þeirri umræðu lauk fyrir meira en hundruð árum. Það hefur ekkert nýtt komið fram og búið að skrifa heil bókasöfn um málið. Enginn á jörðinni er eða hefur verið sonur Guðs. Hvorki Jésús, Múhammeð eða Kim Il-Sung. Rökræður munu engu breyta um hvort fólk trúi því eða ekki. Sprengingar, blóð, innblásin list, öskur, grettur eða sjálfíkveikjur gætu breytt því og hafa breytt því – en rökræður gera það ekki. Að rökræða hinstu rök tilverunnar við trúað fólk er bara tröllaskapur. Það gerir það enginn af einlægni. Þetta er meira og minna esp og bensínskvett. Og ef einhver af minni kynslóð ætlar núna að rísa upp á afturlappirnar og segjast ósammála þá bara sé ég hann. Það er blöff. Fólk trollar vegna þess að það þráir að sjá eitthvað lífsmark. Það vill sjá hvort fólki sé eitthvað heilagt lengur. Ég held að við vitum miklu meira um tröllaskap en við þorum að segja. Kannski er þetta hluti af hinu þegjandi samkomulagi nútímans. Að halda kúli þó þjóðfélagsumræðan snúist um eitthvað allt annað en hún ætti að gera. Kinka bara kolli í gegnum kókosolíuna og árveknisátökin og taka það svo út með útúrsnúningum og espingum undir dulnefni á kvöldin. Lesa svo hneykslunarfréttir daginn eftir um hluti sem enginn er raunverulega hneykslaður á.Lokið augunum Að lokum. Til að halda því til haga þá er þetta allt 19. aldar gæjunum með pípuhattana að kenna. Það voru þeir sem drápu Guð og sendu okkur heim af akrinum, bjuggu til borgarastéttina sem er dæmd til að eyða ævi sinni í tilgangslaus hugðarefni, slúður og hjartveiki. Svo komu hipparnir með sína byltingu sem stefnt var til höfuðs borgurunum en var bara hedónismi í hugsjónadulargervi og nú erum við eins og blaðlaus njóli starandi á skjái, leitandi að næsta tilgangslausa hneykslismáli eða nýrri skuldbindingarlausri ríðingu. Ég er ekki að reyna að æsa neinn upp, ég bara missti kúlið eitt augnablik og sagði eitthvað sem mér finnst raunverulega um samtíma okkar. Þetta er mánudagspistill á föstudegi, haustljóð á vori. Stundum verður það að vera svo.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun