Tveggja tíma meðaltöf hjá Wowair í dag Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 20:00 Miklar tafir hafa orðið á áætlunarflugi WowAir undanfarna tvo sólarhringa. Vísir Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum. Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum.
Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira