Minningargrein um núvitund Bergur Ebbi skrifar 10. júní 2016 07:00 Í kringum aldamótin komst í tísku að tileinka sér það sem nefnt er „núvitund“. Með þessu er ég meðal annars að vísa í Eckhart Tolle, en bók hans „The Power of Now“ sem kom fyrst út 1997 sprengdi alla metsölulista á aldamótaárinu 2000. Ég er að tala um tískufyrirbrigði sem við erum kannski fyrst núna að ná að einangra. Tímabilið þegar Oprah Winfrey var andlegur leiðtogi heimsins og Tom Cruise var enn talinn fyrirmynd um persónulega velgengni. En núvitund var ekki fundin upp af Eckhart Tolle. Núvitund hefur alltaf verið vinsælt umfjöllunarefni sérhvers sem predikar bætt lífsgæði. Það eru engin ný sannindi að það er erfitt að njóta lífsins ef hugurinn dvelur sífellt í fortíðinni. Boðskap núvitundar má til dæmis finna í æðruleysisbæn bandaríska guðfræðingsins Reinhold Niebuhr, sem nú er orðin um áttatíu ára gömul. Við þekkjum þessa bæn enda er hún nánast Faðir vor Íslendinga síðustu þriggja kynslóða. Hér eru fyrstu sex línurnar, séu þær ekki þegar tattúeraðar á heilabörkinn:Guð - gef mér æðruleysitil að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breyttog visku til að greina þar á milli.Að lifa einn dag í einu,njóta hvers andartaks fyrir sig. Þrátt fyrir bandarískan upprunann þá finnst mér boðskapurinn hlýlega íslenskur. Það er einhver Djöflaeyju-sjarmi yfir þessu. Skjálfandi karlar í leðurjökkum, búnir að klúðra lífi sínu, setja nokkur fyrirtæki á hausinn og kannski heila þjóð. Þá er bara að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig. Ekki fer maður að dvelja í fortíðinni. Amen.Sprautulökkuð í Hlíðunum Vegna einhverrar ástæðu tengi ég æðruleysisbænina mikið við sjónvarpsþáttinn Innlit/Útlit. Par á fertugsaldri með börn úr fyrri samböndum og sprautulakkaða hvíta hæð í Hlíðunum. Hár mannsins smekklega úfið, klukka í ofurstærð yfir eldhúsborðinu, lágstemmd hástónlist í hljóðrásinni, tal um fúgur og flísar. Fyrst ég get ekki breytt skítlegu eðli mínu þá ætla ég allavega að skrans-breyta þessari íbúð og flísaleggja mig í gegnum þetta misheppnaða hjónaband. The power of now. Guð. Amen. SÁÁ. Ég dýrka þetta reyndar smá, öfunda þá sem aðhyllast núvitund úr fjarska, en sjálfur legg ég áherslu á að ná fjarlægð á nútímann. Að sjá veruleikann og núið skýrt er of mikið fyrir minn huga. Ég er bara einn af þeim sem vilja meta líf sitt og annarra í stærra samhengi heldur því sem bundið er við núið. Kannski er þetta ótti. Kannski er ég ómeðvitað að undirbúa málsvörn mína þegar kemur að dómsdegi og vil vera tilbúinn með betri afsakanir fyrir lífi mínu heldur en „ég var bara að lifa í núinu“.Control find dómsdagur En hvenær verður dómsdagur? Í kristinni trú er það sjöhyrnt Lamb lífsins sem birtist á logandi himninum og dæmir jarðarbúa af verkum sínum og skipar þeim í flokk réttlátra og ranglátra. Ekki ætla ég að ybba gogg út í opinberun Jóhannesar enda er þar að finna myndmál sem smjörbakar alla móderníska póesíu en hugmyndin um einn rökréttan dómsdag á ekki lengur upp á pallborðið – en þó ekki vegna þess að við höfum tekið fram úr þeirri hugmynd siðferðislega. Ástæðan er tæknileg. Sjáið til. Hver dagur er dómsdagur. Spólum eina kynslóð fram í tímann, þegar fullorðið fólk mun lifa á þessari jörð sem hefur skrásett líf sitt nákvæmlega frá degi til dags á stafrænt form. Þar sem sérhver kassakvittun og klósettferð er skráð í skýið. Þar sem fólk getur ferðast fram og aftur um líf sitt og skoðað myndir af sérhverju partíi, séð öll sín þroskamerki og hugsanir – og ekki bara sjálfs sín heldur líka annarra. Það verður tilgangslaust að „grafa“ upp gömul ummæli eftir fólk. Allt verður aðgengilegt öllum hvenær sem er, þetta verður allt í ctrl find fjarlægð frá meðvitund hvers manns. Það mun renna upp sá tími þar sem hægt verður að súmmera upp líf sérhvers einstaklings og niðurstaðan verður líklega sú að langsamlega flestir eru hvorki ranglátir né réttlátir heldur troðandi marvaðann í fölum sjó einhvers staðar mitt á milli. Soldið klám, soldil svik og svo einhver krabbameinsmaraþon til að vega upp á móti.Tækni drepur nútímann Allir dagar eru dómsdagar og dagar tilheyra ekki lengur núinu. Í framtíðinni verður hægt að lifa í því tímabili sem maður helst kýs. Vilji maður lifa lífi eins og það tíðkaðist árið 2001 þá verður til hreyfing fólks sem hittist reglulega á miðvikudögum, horfir á Opruh Winfrey, býr til Casa Fiesta tortillu-veislur og les upp úr bókinni „The Power of Now“. Allir stílar og allar hugsanir verða til samhliða. Núvitund er kannski nútímaleg afstaða en eins kaldhæðnislegt og það hljómar þá verður það tæknin sem mun ganga af henni dauðri. Svo má ekki gleyma að það eru til fleiri leiðir til að flýja núvitund heldur en að lifa í fortíðinni. Það er líka hægt að steypa sér í hugsanir um framtíðina. Enginn veit hvernig framtíðin verður og því er hún tilvalinn griðastaður draumóramanna. Þar geta þeir hvílt hugsanir sínar fjarri ábyrgð vitundar um líðandi stund. Persónulega get ég ekki gert upp á milli hvor mér finnst betri flóttaleið: eftirsjá eða draumórar. Eins og góður og gegn rómantíkus skipti ég tíma mínum nokkuð bróðurlega á milli þeirra beggja, eins og þessi pistill ber greinileg merki um.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Í kringum aldamótin komst í tísku að tileinka sér það sem nefnt er „núvitund“. Með þessu er ég meðal annars að vísa í Eckhart Tolle, en bók hans „The Power of Now“ sem kom fyrst út 1997 sprengdi alla metsölulista á aldamótaárinu 2000. Ég er að tala um tískufyrirbrigði sem við erum kannski fyrst núna að ná að einangra. Tímabilið þegar Oprah Winfrey var andlegur leiðtogi heimsins og Tom Cruise var enn talinn fyrirmynd um persónulega velgengni. En núvitund var ekki fundin upp af Eckhart Tolle. Núvitund hefur alltaf verið vinsælt umfjöllunarefni sérhvers sem predikar bætt lífsgæði. Það eru engin ný sannindi að það er erfitt að njóta lífsins ef hugurinn dvelur sífellt í fortíðinni. Boðskap núvitundar má til dæmis finna í æðruleysisbæn bandaríska guðfræðingsins Reinhold Niebuhr, sem nú er orðin um áttatíu ára gömul. Við þekkjum þessa bæn enda er hún nánast Faðir vor Íslendinga síðustu þriggja kynslóða. Hér eru fyrstu sex línurnar, séu þær ekki þegar tattúeraðar á heilabörkinn:Guð - gef mér æðruleysitil að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breyttog visku til að greina þar á milli.Að lifa einn dag í einu,njóta hvers andartaks fyrir sig. Þrátt fyrir bandarískan upprunann þá finnst mér boðskapurinn hlýlega íslenskur. Það er einhver Djöflaeyju-sjarmi yfir þessu. Skjálfandi karlar í leðurjökkum, búnir að klúðra lífi sínu, setja nokkur fyrirtæki á hausinn og kannski heila þjóð. Þá er bara að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig. Ekki fer maður að dvelja í fortíðinni. Amen.Sprautulökkuð í Hlíðunum Vegna einhverrar ástæðu tengi ég æðruleysisbænina mikið við sjónvarpsþáttinn Innlit/Útlit. Par á fertugsaldri með börn úr fyrri samböndum og sprautulakkaða hvíta hæð í Hlíðunum. Hár mannsins smekklega úfið, klukka í ofurstærð yfir eldhúsborðinu, lágstemmd hástónlist í hljóðrásinni, tal um fúgur og flísar. Fyrst ég get ekki breytt skítlegu eðli mínu þá ætla ég allavega að skrans-breyta þessari íbúð og flísaleggja mig í gegnum þetta misheppnaða hjónaband. The power of now. Guð. Amen. SÁÁ. Ég dýrka þetta reyndar smá, öfunda þá sem aðhyllast núvitund úr fjarska, en sjálfur legg ég áherslu á að ná fjarlægð á nútímann. Að sjá veruleikann og núið skýrt er of mikið fyrir minn huga. Ég er bara einn af þeim sem vilja meta líf sitt og annarra í stærra samhengi heldur því sem bundið er við núið. Kannski er þetta ótti. Kannski er ég ómeðvitað að undirbúa málsvörn mína þegar kemur að dómsdegi og vil vera tilbúinn með betri afsakanir fyrir lífi mínu heldur en „ég var bara að lifa í núinu“.Control find dómsdagur En hvenær verður dómsdagur? Í kristinni trú er það sjöhyrnt Lamb lífsins sem birtist á logandi himninum og dæmir jarðarbúa af verkum sínum og skipar þeim í flokk réttlátra og ranglátra. Ekki ætla ég að ybba gogg út í opinberun Jóhannesar enda er þar að finna myndmál sem smjörbakar alla móderníska póesíu en hugmyndin um einn rökréttan dómsdag á ekki lengur upp á pallborðið – en þó ekki vegna þess að við höfum tekið fram úr þeirri hugmynd siðferðislega. Ástæðan er tæknileg. Sjáið til. Hver dagur er dómsdagur. Spólum eina kynslóð fram í tímann, þegar fullorðið fólk mun lifa á þessari jörð sem hefur skrásett líf sitt nákvæmlega frá degi til dags á stafrænt form. Þar sem sérhver kassakvittun og klósettferð er skráð í skýið. Þar sem fólk getur ferðast fram og aftur um líf sitt og skoðað myndir af sérhverju partíi, séð öll sín þroskamerki og hugsanir – og ekki bara sjálfs sín heldur líka annarra. Það verður tilgangslaust að „grafa“ upp gömul ummæli eftir fólk. Allt verður aðgengilegt öllum hvenær sem er, þetta verður allt í ctrl find fjarlægð frá meðvitund hvers manns. Það mun renna upp sá tími þar sem hægt verður að súmmera upp líf sérhvers einstaklings og niðurstaðan verður líklega sú að langsamlega flestir eru hvorki ranglátir né réttlátir heldur troðandi marvaðann í fölum sjó einhvers staðar mitt á milli. Soldið klám, soldil svik og svo einhver krabbameinsmaraþon til að vega upp á móti.Tækni drepur nútímann Allir dagar eru dómsdagar og dagar tilheyra ekki lengur núinu. Í framtíðinni verður hægt að lifa í því tímabili sem maður helst kýs. Vilji maður lifa lífi eins og það tíðkaðist árið 2001 þá verður til hreyfing fólks sem hittist reglulega á miðvikudögum, horfir á Opruh Winfrey, býr til Casa Fiesta tortillu-veislur og les upp úr bókinni „The Power of Now“. Allir stílar og allar hugsanir verða til samhliða. Núvitund er kannski nútímaleg afstaða en eins kaldhæðnislegt og það hljómar þá verður það tæknin sem mun ganga af henni dauðri. Svo má ekki gleyma að það eru til fleiri leiðir til að flýja núvitund heldur en að lifa í fortíðinni. Það er líka hægt að steypa sér í hugsanir um framtíðina. Enginn veit hvernig framtíðin verður og því er hún tilvalinn griðastaður draumóramanna. Þar geta þeir hvílt hugsanir sínar fjarri ábyrgð vitundar um líðandi stund. Persónulega get ég ekki gert upp á milli hvor mér finnst betri flóttaleið: eftirsjá eða draumórar. Eins og góður og gegn rómantíkus skipti ég tíma mínum nokkuð bróðurlega á milli þeirra beggja, eins og þessi pistill ber greinileg merki um.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun