Blaðamaður Moggans um EM-umfjöllun Símans: „Þetta er bara lélegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 11:13 „Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira
„Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira