Stal 210 milljóna Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2016 13:42 Porsche 918 Spyder er 887 hestafla ofursportbíll sem er 2,5 sekúndur í 100. Þegar hinn 22 ára gamli Gonzalez Velasquez ákvað að stela bíl vildi hann greinilega gera það með stæl og valdi ekki það lélegasta eða ódýrasta í flokki bíla. Hann braut rúðu í bílasölu í Salt Lake City í Bandaríkjunum og náði sér í lykla af Porsche 918 Spyder bíl og ók af stað. Leiktæki hans næstu klukkutímana var því orðið 210 milljón króna ofurbíll sem er fær um að aka Nürburgring brautina á 6 mínútum og 57 sekúndum og á hraðametið á brautinni. Þessi tiltekni bíll var með Weissach pakkanum og sprautaður í Martini litunum og því býsna sjaldgæft eintak af 918. Hann er aðeins ekinn 1.275 kílómetra og af árgerð 2015. Porsche 918 Spyder er reyndar afar sjaldgæfur bíll þar sem aðeins 918 eintök af honum vorum framleidd og ekki stendur til að framleiða fleiri. Ökuferð þjófsins endaði 6 klukkutímum síðar og það aðeins þremur kílómetrum frá staðnum þar sem honum var stolið. Var þjófurinn færður undir lás og slá, en bíllinn var alveg óskemmdur. Söluumboð bílsins hefur ef til vill með þessu lært eina lexíu, en það er að geyma lyklana af slíkum ofurbílum á öruggari og ekki eins áberandi stöðum. Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent
Þegar hinn 22 ára gamli Gonzalez Velasquez ákvað að stela bíl vildi hann greinilega gera það með stæl og valdi ekki það lélegasta eða ódýrasta í flokki bíla. Hann braut rúðu í bílasölu í Salt Lake City í Bandaríkjunum og náði sér í lykla af Porsche 918 Spyder bíl og ók af stað. Leiktæki hans næstu klukkutímana var því orðið 210 milljón króna ofurbíll sem er fær um að aka Nürburgring brautina á 6 mínútum og 57 sekúndum og á hraðametið á brautinni. Þessi tiltekni bíll var með Weissach pakkanum og sprautaður í Martini litunum og því býsna sjaldgæft eintak af 918. Hann er aðeins ekinn 1.275 kílómetra og af árgerð 2015. Porsche 918 Spyder er reyndar afar sjaldgæfur bíll þar sem aðeins 918 eintök af honum vorum framleidd og ekki stendur til að framleiða fleiri. Ökuferð þjófsins endaði 6 klukkutímum síðar og það aðeins þremur kílómetrum frá staðnum þar sem honum var stolið. Var þjófurinn færður undir lás og slá, en bíllinn var alveg óskemmdur. Söluumboð bílsins hefur ef til vill með þessu lært eina lexíu, en það er að geyma lyklana af slíkum ofurbílum á öruggari og ekki eins áberandi stöðum.
Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent