Ísland og tölfræðin Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júní 2016 09:30 Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Sagt er að nú séu allt að þrjátíu þúsund Íslendingar á ferð um Frakkland til að fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu. Samkvæmt því er tíundi hver landsmaður á mótinu. Ferðir sem þessar eru ekki ókeypis og gera má því skóna að Evrópumótið hafi í för með sér talsvert útstreymi gjaldeyris úr landinu. Þannig er hámarksúttekt í reiðufé á hvern ferðalang samkvæmt gjaldeyrislögum 350 þúsund krónur. Ef við miðum við þá upphæð má áætla að um tíu og hálfur milljarður króna streymi úr landi vegna mótsins. Seðlabankinn hefur nú gripið til aðgerða af minna tilefni og því spurning hvort Már og félagar hafi í raun stutt íslenska liðið til dáða í undankeppninni? Væntanlega hafa þeir þó gert það í trausti þess að gott gengi íslenska liðsins skili sér í aukinni bjartsýni neytenda og auki áhuga á landi og þjóð með tilheyrandi gjaldeyristekjum. Ísland er sömuleiðis langfámennasta ríkið sem komist hefur á lokamót í knattspyrnu. Kostaríka átti fyrra metið, en þar búa um sex sinnum fleiri en á Íslandi. Á Íslandi eru líka menntuðustu knattspyrnuþjálfarar heims. Hér er einn menntaður þjálfari á hverja 800 íbúa. Í Englandi, sjálfri vöggu íþróttarinnar, er einn menntaður þjálfari á hverja ellefu þúsund íbúa. Svo haldið sé áfram með samanburðinn þá er einn af hverjum 15 þúsund íbúum á Íslandi í 23 manna lokahópi landsliðsins á EM. Sambærileg tala heimfærð upp á enska landsliðið er einn leikmaður á hverja 1,7 milljónir íbúa. Það er því nánast sama hvert er litið. Þátttaka Íslands ein og sér er stórkostlegt afrek sem varla ætti að vera mögulegt út frá tölfræðinni. Höfum þó í huga að ekkert af þessu skiptir máli þegar út á völlinn er komið. Þar eru ellefu á móti ellefu. Þegar þetta er ritað eru örfáar klukkustundir í leik Íslands og Portúgals. Vonandi tókst Kára og Ragnari og félögum að halda Ronaldo í skefjum. Það væri enn ein tölfræðilega anómalían þegar íslenska landsliðið á í hlut.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira