Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2016 09:38 Vatnsnotkun var heldur minni en á venjulegum degi en greinilega má þó sjá að eitthvað sérstakt var á seyði. Vísir/OR Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Á venjulegu kvöldi nota Íslendingar um 280 lítra á sekúndu af köldu vatni. Í gærkvöldi, á meðan á leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu karla stóð, féll vatnsnotkun Íslendinga á Reykjavíkursvæðinu niður í minnst 210 lítra á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum frá Veitum en myndin hér að ofan er einkar áhugaverð. Það er alveg ljóst að langflestir Íslendingar voru límdir við sjónvarpsskjáinn og tímdu ekki að standa upp til að pissa, fara í sturtu, setja í vél eða fá sér vatnsglas. „Talsverðar sveiflur voru í notkun á köldu vatni meðan á landsleik Íslendinga og Portúgala stóð í gær. Knattspyrnufrótt fólk þykist geta lesið spennustig leiksins út frá sveiflunum sem líklega endurspegla klósettferðir Reykvíkinga meðan á leiknum stóð,“ segir í tilkynningu frá Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar.Forsíðumynd Fréttablaðsins í dag sýndi Birki Bjarnason fagna markinu sínu. Þvílíkur leikur! Vísir/VilhelmÞá mætti Ólöf Snæhólm Baldursdóttir í Bítið í morgun til að ræða vatnsnotkunina. Viðtalið má heyra hér að neðan. Ólöf gat ekki útskýrt hvers vegna vatnsnotkun var heldur minni í gær heldur en í síðustu viku. Hún nefndi gott veður. Á myndinni sést rennsli um æðar vatnsveitu Veitna í Reykjavík frá klukkan þrjú síðdegis 14. júní þar til leiknum lauk, rétt fyrir klukkan 21:00. Ljósari liturinn sýnir vatnsnotkunina þriðjudaginn fyrr, 7. júní, til samanburðar. Um hálftíma fyrir leik má sjá hvernig dregur úr vatnsnotkun þegar flautað er til leiks snarminnkar hún. „Eftir að Portúgalar skoruðu eftir um hálftíma leik kemur kippur í vatnsnotkunina sem bendir til þess að þá hafi nokkur fjöldi fólks þurft að létta á sér Þegar flautað var til hálfleiks og meðan á leikhléinu stóð er mikill kippur í notkuninni og nemur rennslisaukningin hátt í 50 sekúndulítrum. Það er heldur meiri gusa en sást á mælum stjórnstöðvar Veitna eftir að Greta Salome lauk söng í Júróvisjón-keppninni í vor,“ segir í tilkynningu Eiríks.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira