Höldur viðurkenndur þjónustuaðili Mercedes-Benz Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2016 08:49 Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, og Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds. Höldur hefur fengið vottun sem viðurkenndur þjónustuaðili fyrir allar gerðir Mercedes-Benz fólksbíla og smærri atvinnubíla fyrir bílaverkstæði sitt á Akureyri. Bílaumboðið Askja hefur hingað til verið eini viðurkenndi þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi enda með umboð fyrir þýsku lúxubílanna frá Stuttgart en Höldur bætist nú í hópinn. Höldur mun að þessu tilefni bjóða til veglegrar Mercedes-Benz bílasýningar á verkstæði fyrirtækisins á Akureyri nk. föstudag og laugardag. ,,Við erum ákaflega stolt af þessari viðurkenningu frá Mercedes-Benz og það er stórt og mikilvægt skref að geta boðið norðlendingum upp á viðurkennt Mercedes-Benz verkstæði. Við höfum ávallt átt mjög gott og farsælt samstarf við Öskju og það er mikilvægur þáttur í þessu. Starfsmenn verkstæðis Hölds hafa staðið sig frábærlega og sótt sér þá sérþekkingu sem krafist. Verkstæðið er búið sérhæfðum tækjum og kerfum til að vinna að viðhaldi og viðgerðum Mercedes-Benz bíla. Til að fagna þessum áfanga efnum við til glæsilegrar bílasýningar fyrir norðlendinga á föstudag og laugardag þar sem til sýnis verða Mercedes-Benz fólksbílar auk valinna atvinnubíla,” segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds. „Askja fagnar mjög þessum frábæra áfanga Hölds. Ég hef áður sagt að Höldur er með eitt best búna verkstæði á Norðurlöndum og víðar ef út í það er farið. Við erum mjög stolt af samtarfi okkar við Höld og nú getum við óhikað kynnt Mercedes-Benz bifreiðar á Norðurlandi, vitandi að hægt verður að sinna allri þjónustu við þessa bíla á viðurkenndan hátt, hvort sem um er að ræða þjónustuskoðanir, ábyrgðarviðgerðir eða innkallanir. Slíkt skiptir viðskiptavini okkar miklu máli að geta treyst á úrvals þjónustu í sinni heimabyggð,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Sýningin verður á föstudag kl. 15-18 og á laugardag kl. 11-16. Til sýnis verða Mercedes-Benz A og B-Class, auk jeppanna GL, GLE og GLC. Bílarnir eru allir fáanlegir með 4MATIC fjórhjóladrifi. Meðal annars verður á svæðinu ný tegund af GLE Plug-in Hybrid en Askja býður nú þegar fjórar slíkar gerðir bíla frá Mercedes-Benz til sölu en Plug-in Hybrid bílar ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni. Hægt verður að kynna sér verkstæðið og Mercedes-Benz eigendur geta fengið fría sumarskoðun á bílum sínum á laugardag. Í skoðuninni felst m.a. bremsu- og demparaprófun og yfiirferð á hjólbörðum og ljósabúnaði. Þá verða bílarnir einnig til sýnis á sunnudag á planinu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga kl. 13-15. Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent
Höldur hefur fengið vottun sem viðurkenndur þjónustuaðili fyrir allar gerðir Mercedes-Benz fólksbíla og smærri atvinnubíla fyrir bílaverkstæði sitt á Akureyri. Bílaumboðið Askja hefur hingað til verið eini viðurkenndi þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi enda með umboð fyrir þýsku lúxubílanna frá Stuttgart en Höldur bætist nú í hópinn. Höldur mun að þessu tilefni bjóða til veglegrar Mercedes-Benz bílasýningar á verkstæði fyrirtækisins á Akureyri nk. föstudag og laugardag. ,,Við erum ákaflega stolt af þessari viðurkenningu frá Mercedes-Benz og það er stórt og mikilvægt skref að geta boðið norðlendingum upp á viðurkennt Mercedes-Benz verkstæði. Við höfum ávallt átt mjög gott og farsælt samstarf við Öskju og það er mikilvægur þáttur í þessu. Starfsmenn verkstæðis Hölds hafa staðið sig frábærlega og sótt sér þá sérþekkingu sem krafist. Verkstæðið er búið sérhæfðum tækjum og kerfum til að vinna að viðhaldi og viðgerðum Mercedes-Benz bíla. Til að fagna þessum áfanga efnum við til glæsilegrar bílasýningar fyrir norðlendinga á föstudag og laugardag þar sem til sýnis verða Mercedes-Benz fólksbílar auk valinna atvinnubíla,” segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds. „Askja fagnar mjög þessum frábæra áfanga Hölds. Ég hef áður sagt að Höldur er með eitt best búna verkstæði á Norðurlöndum og víðar ef út í það er farið. Við erum mjög stolt af samtarfi okkar við Höld og nú getum við óhikað kynnt Mercedes-Benz bifreiðar á Norðurlandi, vitandi að hægt verður að sinna allri þjónustu við þessa bíla á viðurkenndan hátt, hvort sem um er að ræða þjónustuskoðanir, ábyrgðarviðgerðir eða innkallanir. Slíkt skiptir viðskiptavini okkar miklu máli að geta treyst á úrvals þjónustu í sinni heimabyggð,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Sýningin verður á föstudag kl. 15-18 og á laugardag kl. 11-16. Til sýnis verða Mercedes-Benz A og B-Class, auk jeppanna GL, GLE og GLC. Bílarnir eru allir fáanlegir með 4MATIC fjórhjóladrifi. Meðal annars verður á svæðinu ný tegund af GLE Plug-in Hybrid en Askja býður nú þegar fjórar slíkar gerðir bíla frá Mercedes-Benz til sölu en Plug-in Hybrid bílar ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni. Hægt verður að kynna sér verkstæðið og Mercedes-Benz eigendur geta fengið fría sumarskoðun á bílum sínum á laugardag. Í skoðuninni felst m.a. bremsu- og demparaprófun og yfiirferð á hjólbörðum og ljósabúnaði. Þá verða bílarnir einnig til sýnis á sunnudag á planinu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga kl. 13-15.
Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent