Bretar á bjargbrúninni Stjórnarmaðurinn skrifar 8. júní 2016 10:00 Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira