Fyrirheit um fríar máltíðir Ívar Halldórsson skrifar 30. maí 2016 12:58 Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ætlaði að skrifa grein um allt annað. En þegar ég sat enn einu sinni svangur uppi með aðeins hluta af matnum í grunsamlega léttum (eftir á að hyggja) "take-away" pokanum, sem ég pantaði frá matsölustað, breyttist sú áætlun fljótt. Ég og fjölskyldan pöntum oft mat til að taka með okkur heim. Stundum á helgarkvöldi langar okkur í góðan skyndibitamat; kjúkling, tacos eða pítu. Það er mjög kósí að sitja saman á fallegu kvöldi og spjalla saman um heima og geima yfir góðum bita. En skjótt skipast oft veður í lofti þegar tekið er upp úr pokunum og það kemur í ljós að eitthvað vantar. Í sannleika sagt þá er það því miður oftar en ekki sem starfsfólk gleymir að setja eitthvað af því sem við greiðum fyrir í pokann. Ég ætla meira að segja að leyfa mér að segja að á vissum stöðum er það algjör undantekning ef allur keyptur matur skilar sér í pokann. Þá er ósjaldan sem umræðurnar yfir matnum snúast um kæru- og metnaðarleysi starfsmanna, slæma þjálfun þeirra, auk þess sem góður tími fer í að reyna að kæta þann fjölskyldumeðlim sem varð út undan og fékk ekki fulla máltíð. Við hefðum mun frekar vilja ræða um skemmtilegar upplifanir úr daglegu lífi, kvikmyndir, tónlist eða krúttlega ketti – trúðu mér! Það er erfitt að kenna gömlum hundi eins og mér að sitja þegar kemur að því að vilja treysta starfsfólki. Ég rek mig aftur og aftur á þá staðreynd að ég sýni augljóslega afgreiðslufólki vissra matsölustaða of mikið traust þegar kemur að því að afhenda mér matvörurnar sem á þeim tímapunkti eru orðnar mín eign. Mig langar alls ekki til að standa fyrir framan starfsfólk með einhvern vantraustssvip sem endurspeglar fyrri vonbrigði, á meðan ég rannsaka, nánast með stækkunargleri, innihald pokans. Frekar vil ég bara brosa og þakka fyrir mig í góðu trausti á að starfsfólkinu sé umhugað um að ég sé sáttur - en ekki svikinn. Starfsmenn mættu átta sig á að eftir 10-20 mínútna umræður um hvað fjölskyldan vill borða, 40 mínútna ferðalag til að nálgast matinn og bíða eftir honum og keyra aftur með hann heim eftir langan vinnudag, þá eru vonbrigði það síðasta sem fjölskyldan vill upplifa. Þá skiptir ekki máli lengur hversu frábær maturinn er, því að góða stemmningin er horfin og þeir sem urðu út undan eru komnir með beiskjubragð í társaltan munninn. Það er mesti misskilningur að „þú-átt-bara-inni-máltíð-hjá-okkur-þegar-þú-kemur-næst“-spilið sé einhver töfralausn til að kæta svikinn kaupanda. Sú trú að viðskiptavinur sé bara hress með fýluferð af því að hann fær þá eitthvað frítt er falstrú ein. Það þyrfti að telja bæði á fingrum og tám (og hugsanlega þyrfti að fá lánaðar fleiri fingur og tær úr fjölskyldunni) til að koma tölu á þau skipti sem sami staðurinn hefur boðið okkur fjölskyldunni „ókeypis“ matarinneign vegna einhvers kæruleysislegs klúðurs. Virka ég sæll og glaður með það? Ef þetta á að vera einhver "out-of-the-box" viðskiptahugmynd þá er hún slæm. Ég fullyrði að veitingastaðir græða engan veginn á þessu „2 fyrir 1“ fýluferðaprógrami sínu. Ég ætla ekki að nefna þá staði sem standa sig hvað verst (læt vísbendingar í textanum nægja) - þótt ég ætti kannski að gera það. En það er líklega óþarfi, því þið vitið jafn vel og ég hvaða staðir þetta eru. Veitingastaðirnir sem standa sig verst eru hvort eð er pottþétt meðvitaðir um síendurtekin klúður sín – enda eru matarinneignarbækurnar þeirra, sem fullar eru af fyrirheitum um fríar máltíðir, væntanlega þéttskrifaðar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun