Fjórir háskólar vilja taka við lögreglunámi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:29 Lögreglufræði verða kennd í einhverjum háskóla landsins verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum í dag. Vísir Frumvarp innanríkisráðherra þar sem lagt er til að lögreglunám verði fært upp á háskólastig verður að öllum líkindum afgreitt frá Alþingi í dag. Fjórir háskólar á Íslandi vilja taka námið til sín. Stefnt er að því að það hefjist strax í haust. Unnið hefur verið að því síðastliðin tvö ár að færa lögreglunám upp á háskólastig en það hefur verið kennt hjá Lögregluskóla ríkisins síðastliðna áratugi.Víðir Reynisson hefur sinnt verkefnastjórn þegar kemur að því að færa lögreglunám upp á háskólastig.VísirFrumvarp innanríkisráðherra er á lokametrum í þinginu en það verður tekið til þriðju atkvæðagreiðslu í dag og að öllum líkindum samþykkt. Almenn sátt hefur ríkt um málið þó deilt hafi verið um hversu brátt ákvörðunin tekur gildi en námið hefst samkvæmt áætlunum strax í haust. Enn er óljóst hvaða háskóli mun kenna fagið. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa allir lýst yfir áhuga á því að taka námið til sín. Víðir Reynisson, lögreglumaður hefur verið verkefnastjóri í undirbúningnum. „Það var ákveðið að fara í vinnu með Ríkiskaupum og fá óháða matsnefnd til að mæla með einhverjum skóla,“ segir Víðir. Matsnefnd byggir val sitt á skýrslum frá skólunum þar sem þeir lýsa sinni framtíðarsýn fyrir námið en farið hefur verið í þarfagreiningu hjá flestum þeirra. Eru skólarnir alveg tilbúnir til þess að bjóða upp á þetta nám strax í haust? „Þeir eru það. Eins og ég segi þá strax og þessi vinna fór í gang núna fyrir tveimur árum síðan þá komu skólarnir að þessari vinnu. Fóru strax að skoða þetta og skoða hvernig þetta hentar inn í þeirra umhverfi. Þannig að grunnvinnunni hjá skólunum er lokið. Auðvitað er heilmikil vinna eftir varðandi útfærslu og slíkt þannig að ég held að það sé nægur tími til stefnu. En þetta þarf samt að fara að gerast.“ Alþingi Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Frumvarp innanríkisráðherra þar sem lagt er til að lögreglunám verði fært upp á háskólastig verður að öllum líkindum afgreitt frá Alþingi í dag. Fjórir háskólar á Íslandi vilja taka námið til sín. Stefnt er að því að það hefjist strax í haust. Unnið hefur verið að því síðastliðin tvö ár að færa lögreglunám upp á háskólastig en það hefur verið kennt hjá Lögregluskóla ríkisins síðastliðna áratugi.Víðir Reynisson hefur sinnt verkefnastjórn þegar kemur að því að færa lögreglunám upp á háskólastig.VísirFrumvarp innanríkisráðherra er á lokametrum í þinginu en það verður tekið til þriðju atkvæðagreiðslu í dag og að öllum líkindum samþykkt. Almenn sátt hefur ríkt um málið þó deilt hafi verið um hversu brátt ákvörðunin tekur gildi en námið hefst samkvæmt áætlunum strax í haust. Enn er óljóst hvaða háskóli mun kenna fagið. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa allir lýst yfir áhuga á því að taka námið til sín. Víðir Reynisson, lögreglumaður hefur verið verkefnastjóri í undirbúningnum. „Það var ákveðið að fara í vinnu með Ríkiskaupum og fá óháða matsnefnd til að mæla með einhverjum skóla,“ segir Víðir. Matsnefnd byggir val sitt á skýrslum frá skólunum þar sem þeir lýsa sinni framtíðarsýn fyrir námið en farið hefur verið í þarfagreiningu hjá flestum þeirra. Eru skólarnir alveg tilbúnir til þess að bjóða upp á þetta nám strax í haust? „Þeir eru það. Eins og ég segi þá strax og þessi vinna fór í gang núna fyrir tveimur árum síðan þá komu skólarnir að þessari vinnu. Fóru strax að skoða þetta og skoða hvernig þetta hentar inn í þeirra umhverfi. Þannig að grunnvinnunni hjá skólunum er lokið. Auðvitað er heilmikil vinna eftir varðandi útfærslu og slíkt þannig að ég held að það sé nægur tími til stefnu. En þetta þarf samt að fara að gerast.“
Alþingi Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59
Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00