Stór verslunarmiðstöð rís í Vík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. maí 2016 07:00 Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Icewear stendur í stórræðum, hann byggir verslunarmiðstöð í Vík í Mýrdal. Fréttablaðið/Antonbrink Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 3.800 fermetra verslunarmiðstöðvar í Vík í Mýrdal. Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, stendur að byggingu miðstöðvarinnar. Í henni verður meðal annars matvöruverslun, veitingastaður með sal og stór verslun með varning Icewear. „Ég get ekki greint frá því enn hvaða matvöruverslun verður rekin í miðstöðinni. Við erum einnig í viðræðum við ÁTVR um útibú en það er ekki frágengið,“ segir Ágúst Þór um framkvæmdina. „Veitingastaðurinn rúmar marga gesti, verður með 1.500 fermetra sal, og Icewear-verslunin í Vík stækkar mikið og verður í 1.250 fermetrum,“ segir Ágúst. Að því er Ágúst Þór segir á einnig að útbúa veglega snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Við erum að svara kallinu, það er allt sprungið í Vík í ferðaþjónustu og það er full þörf á aukinni þjónustu við ferðamenn. Því verður fullkomin og stór snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn með fjölda salerna,“ segir Ágúst sem kveðst ekki hugsa sér gjald á salernin. Hann vilji sýna ábyrgð. „Þá verður bætt við bílastæðum, bæði fyrir rútur og einkabíla sem er mikil þörf á.“ Reiknað er með því að verslunarmiðstöðin leiði af sér 15 til 20 ný störf í bænum. Miðstöðin er hönnuð af teiknistofunni Pro-Ark og reist við byggingu Víkurprjóns sem er við Austurveg í Vík. Nú þegar er húsnæðisskortur í Vík vegna fjölgunar ferðamanna og starfa. Bæjarbúum hefur fjölgað um 12,5 prósent á einu og hálfu ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, telur að í Vík komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. Ítrekað hafi verið óskað eftir fé til þess að gera það sem til þurfi í uppbyggingu fyrir ferðamenn. „Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár,“ sagði Ásgeir um ástandið. Bæjarstjórnin ákvað nýlega, vegna húsnæðisskortsins, að stöðva útgáfu leyfa til skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis til ferðamanna, svo sem leigu í gegnum Airbnb. Ágúst Þór er líka í framkvæmdum í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur hann tekið allt húsnæði á Laugavegi 91 til leigu. Upphaflega var þar tískuverslunin 17. Húsið hefur um árabil meira og minna staðið autt en nú er hafin sala á útivistarfatnaði á neðstu hæðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira