Fólkið á að setja elítunni leikreglurnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Lawrence Lessig segir að fólk eigi ekki að óttast það að samþykkja nýja stjórnarskrá þótt hún sé ekki fullkomin. Bandaríska stjórnarskráin hafi ekki verið gallalaus og oft verið breytt í gegnum tíðina. Fréttablaðið/Vilhelm „Ísland hefur sýnt öðrum ríkjum fordæmi, sama hvort Ísland klárar sitt ferli eða ekki,“ segir Lawrence Lessig, prófessor í lögfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum um ritun nýrrar stjórnarskrár. Hann var ræðumaður á borgarafundi um lýðræði sem Stjórnarskrárfélagið hélt í Borgarleikhúsinu um helgina. Hann er sérfræðingur í stjórnarskrám og hefur fylgst með fæðingu stjórnarskráa í mörgum ríkjum, til að mynda í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna. Hann segir að á Íslandi hafi samfélagið skapað sér nýja stjórnarskrá sem sé öfug birtingarmynd þess sem flestar stjórnarskrár byggja á, elítan afhendir ekki náðarsamlega stjórnarskrána heldur er það fólkið sem skapaði hana. „Það er frábær stytta í miðborginni af Kristjáni 9. Danakonungi þar sem hann er að afhenda stjórnarskrána,“ segir Lawrence. „Ef maður virðir hana fyrir sér má sjá að konunginum virðist líða ónotalega. Líkt og einhverjum sem er að afhenda ræningja veskið sitt. Þegar ég sá þessa styttu hugsaði ég með mér að hún væri birtingarmynd flestra stjórnarskráa í heiminum. Hin valdamikla elíta að afhenda almenningi völdin.“Stjórnarskrá í takt við tímann „Stjórnarskráin var sköpuð með tækninýjungum, þjóðfundir voru haldnir og þúsundir fólks af öllu landinu ákvarða grunngildi sem það vill sjá í stjórnarskrá. Síðan var kjörið stjórnlagaráð úr hópi almennings sem vinnur að því að klára drög að nýrri stjórnarskrá sem er samþykkt af tvemur þriðju hlutum kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessir þættir hafa ekki neins staðar annars staðar verið til staðar við þróun nýrrar stjórnarskrár. Ég tel að þetta leggi grundvöllinn að nýju líkani af því hvernig við eigum að rita stjórnarskrár,“ segir hann. „Ég sagði um helgina að það sem Íslendingar þurfi að gera núna sé að reisa nýja styttu gegnt styttunni af Kristjáni 9.,“ segir Lawrence. „Sú stytta ætti að vera af borgurum víða um heim sem eru að berjast fyrir lýðræði, í Brasilíu, á Indlandi, í Frakklandi, Bandaríkjunum, og fyrir hópnum fer Íslendingur sem afhendir konunginum nýja stjórnarskrá. Á styttustallinum myndi svo standa: „Við prófuðum þína, prófaðu okkar núna.“ Við getum sýnt að þetta ferli virkar.“Hverjir er við stjórnvölinn? Fólkið eða elítan? Aðspurður hvort Alþingi hafi hægt á stjórnarskrárferlinu segir hann að Íslendingar þurfi að svara því sjálfir. „En þýðing þess að vera fullvalda er að þegar þegnarnir kjósa að nýta sér sjálfsákvörðunarrétt sinn verða stjórnvöld að svara kallinu. Ef stjórnvöld sýna viðspyrnu þá verða þau að lágmarki að útskýra hvaðan þau hafa umboð til að veita viðspyrnu,“ segir hann. Það sé í góðu lagi að beita fyrir sig rökum eins og að nýja stjórnarskráin sé ófullkomin eða að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum. „En þá verða Íslendingar að spyrja sig: „Erum það við sem erum við stjórnvölinn hérna?““Ekki lýðræðislegt að eftirláta sérfræðingum allt Lawrence segir mikilvægt að almenningur hafi það í huga að ákvörðun um stjórnarskrána eigi ekki að snúast um annaðhvort eða – annaðhvort nýju stjórnarskrána eða þá gömlu. „Í Bandaríkjunum var stjórnarskrárferlið langt. Eftir að búið var að rita hana þurfti að fá hana samþykkta í öllum ríkjunum og það tók tvö ár. Fljótlega eftir að hún var samþykkt voru gerðar breytingar á henni. Það var hluti af staðfestingarferlinu að sammælast um það að hún væri ekki endanlegt plagg heldur tæki breytingum í takt við tíðaranda,“ segir hann. „Fólk segir að ekki eigi að samþykkja nýju stjórnarskrána vegna þess að hún sé ekki gallalaus. Mér finnst það ekki gild ástæða. Innleiðið hana og breytið henni svo. Þá eigið þið að minnsta kosti stjórnarskrá sem átti sér einstakt ferli í ritun stjórnarskráa í heiminum, þar sem fólkið ritaði hana í raun og veru. Setjum að minnsta kosti það fordæmi,“ segir Lawrence. Þannig geti önnur ríki séð að ekki þurfi að reiða sig á elítuna, stjórnmálamennina og sérfræðingana til að rita stjórnarskrá. „Sérfræðingarnir eru góðir í því að viðhalda elítunni, það er ekki það sem lýðræði gengur út á.“Tækifæri til bóta í Bandaríkjunum Lawrence var frambjóðandi forvals Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár og lagði hann sérstaklega áherslu á bætta stöðu lýðræðisins í Bandaríkjunum en hann segir lýðræðiskrísu ríkja þar. „Bernie Sanders og Donald Trump eru ekki öfgar hvor í sína áttina,“ segir Lawrence.Lawrence segir Bandaríkjamenn hafa misst af tækifæri til umbóta eftir forkosningarnar fyrir forsetakosningarnar.vísir/getty„Þeir standa fyrir mjög almenna skoðun fjölmargra Bandaríkjamanna. Elítulýðræðið hefur brugðist.“ Hann segir Donald Trump hafa sigrað í forvali Repúblikanaflokksins vegna þess að hinir frambjóðendurnir voru uppteknir af því hvernig hægt væri að þjónka við hina valdamiklu fjármálaelítu til að fjármagna framboð þeirra. „Það sama sagði Bernie Sanders, hann safnaði ekki peningum frá fjársterkum aðilum heldur frá venjulegu fólki.“ Hillary Clinton sé svo hin hliðin á peningnum sem stendur fyrir elítuna sem hinn venjulegi Bandaríkjamaður hefur fengið nóg af. „ Það sem gerir mig sorgmæddan er að ég hélt að þarna væri að skapast farvegur í lok árs 2015 til að ræða það af alvöru hvernig við ætlum að laga þetta. Donald Trump er ekki að fara að tala um spillinguna í bandarískum stjórnmálum og Bernie Sanders er að fara að tapa fyrir Hillary Clinton.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. maí. Alþingi Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira
„Ísland hefur sýnt öðrum ríkjum fordæmi, sama hvort Ísland klárar sitt ferli eða ekki,“ segir Lawrence Lessig, prófessor í lögfræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum um ritun nýrrar stjórnarskrár. Hann var ræðumaður á borgarafundi um lýðræði sem Stjórnarskrárfélagið hélt í Borgarleikhúsinu um helgina. Hann er sérfræðingur í stjórnarskrám og hefur fylgst með fæðingu stjórnarskráa í mörgum ríkjum, til að mynda í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna. Hann segir að á Íslandi hafi samfélagið skapað sér nýja stjórnarskrá sem sé öfug birtingarmynd þess sem flestar stjórnarskrár byggja á, elítan afhendir ekki náðarsamlega stjórnarskrána heldur er það fólkið sem skapaði hana. „Það er frábær stytta í miðborginni af Kristjáni 9. Danakonungi þar sem hann er að afhenda stjórnarskrána,“ segir Lawrence. „Ef maður virðir hana fyrir sér má sjá að konunginum virðist líða ónotalega. Líkt og einhverjum sem er að afhenda ræningja veskið sitt. Þegar ég sá þessa styttu hugsaði ég með mér að hún væri birtingarmynd flestra stjórnarskráa í heiminum. Hin valdamikla elíta að afhenda almenningi völdin.“Stjórnarskrá í takt við tímann „Stjórnarskráin var sköpuð með tækninýjungum, þjóðfundir voru haldnir og þúsundir fólks af öllu landinu ákvarða grunngildi sem það vill sjá í stjórnarskrá. Síðan var kjörið stjórnlagaráð úr hópi almennings sem vinnur að því að klára drög að nýrri stjórnarskrá sem er samþykkt af tvemur þriðju hlutum kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessir þættir hafa ekki neins staðar annars staðar verið til staðar við þróun nýrrar stjórnarskrár. Ég tel að þetta leggi grundvöllinn að nýju líkani af því hvernig við eigum að rita stjórnarskrár,“ segir hann. „Ég sagði um helgina að það sem Íslendingar þurfi að gera núna sé að reisa nýja styttu gegnt styttunni af Kristjáni 9.,“ segir Lawrence. „Sú stytta ætti að vera af borgurum víða um heim sem eru að berjast fyrir lýðræði, í Brasilíu, á Indlandi, í Frakklandi, Bandaríkjunum, og fyrir hópnum fer Íslendingur sem afhendir konunginum nýja stjórnarskrá. Á styttustallinum myndi svo standa: „Við prófuðum þína, prófaðu okkar núna.“ Við getum sýnt að þetta ferli virkar.“Hverjir er við stjórnvölinn? Fólkið eða elítan? Aðspurður hvort Alþingi hafi hægt á stjórnarskrárferlinu segir hann að Íslendingar þurfi að svara því sjálfir. „En þýðing þess að vera fullvalda er að þegar þegnarnir kjósa að nýta sér sjálfsákvörðunarrétt sinn verða stjórnvöld að svara kallinu. Ef stjórnvöld sýna viðspyrnu þá verða þau að lágmarki að útskýra hvaðan þau hafa umboð til að veita viðspyrnu,“ segir hann. Það sé í góðu lagi að beita fyrir sig rökum eins og að nýja stjórnarskráin sé ófullkomin eða að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum. „En þá verða Íslendingar að spyrja sig: „Erum það við sem erum við stjórnvölinn hérna?““Ekki lýðræðislegt að eftirláta sérfræðingum allt Lawrence segir mikilvægt að almenningur hafi það í huga að ákvörðun um stjórnarskrána eigi ekki að snúast um annaðhvort eða – annaðhvort nýju stjórnarskrána eða þá gömlu. „Í Bandaríkjunum var stjórnarskrárferlið langt. Eftir að búið var að rita hana þurfti að fá hana samþykkta í öllum ríkjunum og það tók tvö ár. Fljótlega eftir að hún var samþykkt voru gerðar breytingar á henni. Það var hluti af staðfestingarferlinu að sammælast um það að hún væri ekki endanlegt plagg heldur tæki breytingum í takt við tíðaranda,“ segir hann. „Fólk segir að ekki eigi að samþykkja nýju stjórnarskrána vegna þess að hún sé ekki gallalaus. Mér finnst það ekki gild ástæða. Innleiðið hana og breytið henni svo. Þá eigið þið að minnsta kosti stjórnarskrá sem átti sér einstakt ferli í ritun stjórnarskráa í heiminum, þar sem fólkið ritaði hana í raun og veru. Setjum að minnsta kosti það fordæmi,“ segir Lawrence. Þannig geti önnur ríki séð að ekki þurfi að reiða sig á elítuna, stjórnmálamennina og sérfræðingana til að rita stjórnarskrá. „Sérfræðingarnir eru góðir í því að viðhalda elítunni, það er ekki það sem lýðræði gengur út á.“Tækifæri til bóta í Bandaríkjunum Lawrence var frambjóðandi forvals Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár og lagði hann sérstaklega áherslu á bætta stöðu lýðræðisins í Bandaríkjunum en hann segir lýðræðiskrísu ríkja þar. „Bernie Sanders og Donald Trump eru ekki öfgar hvor í sína áttina,“ segir Lawrence.Lawrence segir Bandaríkjamenn hafa misst af tækifæri til umbóta eftir forkosningarnar fyrir forsetakosningarnar.vísir/getty„Þeir standa fyrir mjög almenna skoðun fjölmargra Bandaríkjamanna. Elítulýðræðið hefur brugðist.“ Hann segir Donald Trump hafa sigrað í forvali Repúblikanaflokksins vegna þess að hinir frambjóðendurnir voru uppteknir af því hvernig hægt væri að þjónka við hina valdamiklu fjármálaelítu til að fjármagna framboð þeirra. „Það sama sagði Bernie Sanders, hann safnaði ekki peningum frá fjársterkum aðilum heldur frá venjulegu fólki.“ Hillary Clinton sé svo hin hliðin á peningnum sem stendur fyrir elítuna sem hinn venjulegi Bandaríkjamaður hefur fengið nóg af. „ Það sem gerir mig sorgmæddan er að ég hélt að þarna væri að skapast farvegur í lok árs 2015 til að ræða það af alvöru hvernig við ætlum að laga þetta. Donald Trump er ekki að fara að tala um spillinguna í bandarískum stjórnmálum og Bernie Sanders er að fara að tapa fyrir Hillary Clinton.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. maí.
Alþingi Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira