Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Svavar Hávarðsson skrifar 11. maí 2016 06:00 Þingmenn allra flokka eru sammála um að bjarga náttúruperlunni Mývatni. Fréttablaðið/GVA Skýr þverpólitískur vilji fyrir því að bregðast við ofauðgun Mývatns og dauða lífríkis í tengslum við hana kom fram á Alþingi í gær. Skýlaus krafa kom fram um það að Skútustaðahreppi verði veitt nauðsynleg aðstoð til að koma frárennslismálum við vatnið í ásættanlegt horf. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stöðu Mývatns og frárennslismál, en málshefjandi var Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Hann bar upp þá hugmynd sína að nú þegar verði sveitarfélagið styrkt um 150 til 170 milljónir króna sem mótframlag ríkisins til uppbyggingar í fráveitu, sem sveitarfélagið hefði ekki bolmagn til að gera. Því til viðbótar verði lagðir til peningar til að efla þær rannsóknir á svæðinu sem eru nauðsynlegar og til úrvinnslu þeirra rannsóknargagna sem þegar liggja fyrir. Eins til nauðsynlegrar vöktunar á svæðinu.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra var til svara. Gerði hún grein fyrir því að samráðshópur hefur verið kallaður saman til að vinna að lausn málsins og ber honum að skila tillögum sínum fyrir 17. júní næstkomandi. Hún vill meina að verkleysi er varðar málefni Mývatns standist ekki skoðun, enda hafi hún unnið að málinu mánuðum saman. Eins hafi hún unnið að því að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn sem leið til að efla rannsóknir og vöktun. Sigrún vísaði hins vegar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra varðandi peningahlið málsins. Í svarræðu sinni missti Steingrímur þolinmæðina og ítrekaði að bregðast yrði við strax og fjárfesta í Mývatni – rannsóknir og vöktun snúi að fjármunum og mannskap. Það snúist ekki um stjórnunarfyrirkomulag, og vísaði til orða ráðherra um sameiningar rannsóknastofnana. Krafðist Steingrímur svara. „Verum ekki að gera þetta flókið. Er hæstvirtur ráðherra tilbúinn til að leggja slíka tillögu fram?“ spurði Steingrímur.Steingrímur J. SigfússonSigrún kom í ræðustól strax á eftir Steingrími og sagðist „mjög tilbúin“ að leggja fram slíka tillögu. „Við í ráðuneytinu höfum áhyggjur og ég fagna mjög þeirri samstöðu um að herja á að við fáum fjármagn í framkvæmdir við Mývatn.“ Þau Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, Birgitta Jónsdóttir, Pírati, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Samfylkingu, og Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, tóku öll til máls og kröfðust öll skýlausra viðbragða stjórnvalda. Það gerði Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, einnig sem og Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki og formaður atvinnuveganefndar, sem hefur sagt að ekki þurfi sérstakt þingmál til að ganga til verka, heldur að eyrnamerkja fjármagn strax til þess. Nefndi hann á dögunum svo háa tölu sem 1,5 milljarða króna, en umhverfisráðherra hefur tekið frekar fálega í það í svörum við spurningum fjölmiðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra voru ekki viðstaddir umræðuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sjá meira
Skýr þverpólitískur vilji fyrir því að bregðast við ofauðgun Mývatns og dauða lífríkis í tengslum við hana kom fram á Alþingi í gær. Skýlaus krafa kom fram um það að Skútustaðahreppi verði veitt nauðsynleg aðstoð til að koma frárennslismálum við vatnið í ásættanlegt horf. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stöðu Mývatns og frárennslismál, en málshefjandi var Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Hann bar upp þá hugmynd sína að nú þegar verði sveitarfélagið styrkt um 150 til 170 milljónir króna sem mótframlag ríkisins til uppbyggingar í fráveitu, sem sveitarfélagið hefði ekki bolmagn til að gera. Því til viðbótar verði lagðir til peningar til að efla þær rannsóknir á svæðinu sem eru nauðsynlegar og til úrvinnslu þeirra rannsóknargagna sem þegar liggja fyrir. Eins til nauðsynlegrar vöktunar á svæðinu.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra var til svara. Gerði hún grein fyrir því að samráðshópur hefur verið kallaður saman til að vinna að lausn málsins og ber honum að skila tillögum sínum fyrir 17. júní næstkomandi. Hún vill meina að verkleysi er varðar málefni Mývatns standist ekki skoðun, enda hafi hún unnið að málinu mánuðum saman. Eins hafi hún unnið að því að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn sem leið til að efla rannsóknir og vöktun. Sigrún vísaði hins vegar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra varðandi peningahlið málsins. Í svarræðu sinni missti Steingrímur þolinmæðina og ítrekaði að bregðast yrði við strax og fjárfesta í Mývatni – rannsóknir og vöktun snúi að fjármunum og mannskap. Það snúist ekki um stjórnunarfyrirkomulag, og vísaði til orða ráðherra um sameiningar rannsóknastofnana. Krafðist Steingrímur svara. „Verum ekki að gera þetta flókið. Er hæstvirtur ráðherra tilbúinn til að leggja slíka tillögu fram?“ spurði Steingrímur.Steingrímur J. SigfússonSigrún kom í ræðustól strax á eftir Steingrími og sagðist „mjög tilbúin“ að leggja fram slíka tillögu. „Við í ráðuneytinu höfum áhyggjur og ég fagna mjög þeirri samstöðu um að herja á að við fáum fjármagn í framkvæmdir við Mývatn.“ Þau Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, Birgitta Jónsdóttir, Pírati, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Samfylkingu, og Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, tóku öll til máls og kröfðust öll skýlausra viðbragða stjórnvalda. Það gerði Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, einnig sem og Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki og formaður atvinnuveganefndar, sem hefur sagt að ekki þurfi sérstakt þingmál til að ganga til verka, heldur að eyrnamerkja fjármagn strax til þess. Nefndi hann á dögunum svo háa tölu sem 1,5 milljarða króna, en umhverfisráðherra hefur tekið frekar fálega í það í svörum við spurningum fjölmiðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra voru ekki viðstaddir umræðuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sjá meira