Ég er frábær Logi Bergmann skrifar 14. maí 2016 07:00 Sumir vinir mínir hafa stundum gefið í skyn að ég sé góður með mig. Ég hef alltaf svarað því að þeir séu vitleysingar, en ég skil samt aðeins hvað þeir eiga við. Ég held að allir þurfi að vera með góðan skammt af sjálfsöryggi og sjálfsáliti enda er sennilega erfitt að fara í gegnum lífið í einu stóru efasemdarkasti um sjálfan sig. Það gæti samt verið góð hugmynd að stíga aðeins á bremsuna þegar maður er farinn að nálgast Pál Óskar og Bubba. Mér finnst líka eðlilegt að fólk bjóðist til að gera eitthvað fyrir aðra. Það er fallegt og gott. Samt er fínt að hafa í huga hér að það getur líka verið óþolandi þegar fólk er alltaf að bjóðast til að gera eitthvað fyrir hvern sem er. Þá koma allir aðrir svo illa út. Fáir eru búnir þessum kostum báðum, sjálfsöryggi og fórnfýsi, en við, sem þjóð, erum svo heppin að eiga að minnsta kosti fjórtán svona eintök. Sem eru til í að bjóða sig fram til forseta.Að velja ofurmenni Við hin, þessi eðlilegu, þurfum svo að gera upp við okkur hvert af þessum ofurmennum við ætlum að kjósa. Og það er einhvern veginn alltaf þannig að það koma kannski ekki alveg allir til greina. Sem er svo sem í fína lagi og, bara svo það sé tekið fram, þá er ég mjög mikið fyrir lýðræði og kosningar og frelsi fólks til að bjóða sig fram og allt það. En ég get ekki hætt að hugsa um það hvernig þetta gerist. Hvað verður til þess að sumir telja sig eiga svo brýnt erindi við þjóðina, sem nennir ekki endilega að tala við allt þetta fólk. Mig langar að vita: Voru allir vinir þeirra svona meðvirkir? Reyndar er ég ekki alveg saklaus sjálfur. Vinur minn kom eitt sinn í heimsókn og spurði okkur hjónin ráða. Hvort hann ætti að sækjast eftir tilteknu embætti. Ég svaraði því að maður sæi frekar eftir því sem maður gerði ekki en því sem maður gerði. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að hugsa þetta aðeins betur. Vinur minn er í það minnsta akkúrat núna í frekar óvæntu sumarfríi.Einsmálsfólkið Sumir segja ef til vill sem svo: Hann/hún vill kannski nota framboðið til að tala um það sem honum/henni finnst skipta máli og sín hugðarefni. Það getur gerið ágætt. Öh, nei. Það er ekki góð hugmynd. Einsmálsmenn eru sennilega ein mest óþolandi tegund fólks í heiminum. Fólk sem getur bara talað um einn hlut og tekst einhvern veginn að snúa öllum samræðum upp í þetta tiltekna áhugamál. Til dæmis fólk sem er nýorðið vegan eða er í Liverpool-klúbbnum. Það er algjörlega óþolandi. Þetta fólk má auðvitað alveg bjóða sig fram. En mér finnst pínu dapurlegt að það er eins og það haldi í alvöru að það eigi möguleika. Vinirnir á Facebook hafa hvatt fólk til dáða og jafnvel att því út í þetta. En þá er mikilvægt að hafa í huga að Facebook er ekki þverskurður af þjóðinni, heldur útpældur algóritmi sem lýsir sér oft í risastóru skjallbandalagi. Og það er líka ástæða fyrir því að þeir sem þú tengist eru einmitt kallaðir vinir. Ekki ráðgjafar eða álitsgjafar. Stundum held ég að þetta fólk sé eins og Steve Martin í The man with two brains (frábær mynd) þegar hann spurði látna konu sína hvort hann ætti að byrja með Kathleen Turner. Húsið lék á reiðiskjálfi en hann tók ekki eftir því, svo ákveðinn var hann. Einhver hlýtur að hafa sagt við einhvern frambjóðendanna: Ertu alveg viss um að þetta sé góð hugmynd? Og bara, svo einhver boðskapur fylgi þessum fyrsta og síðasta pistli mínum: Þegar vinur þinn segir eitthvað svona, þá er alveg pæling að hlusta á hann frekar en þá sem segja: Why not? Það gæti verið gott flipp. P.s.: Konan mín las þetta yfir og fannst ég frábær.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Logi Bergmann Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Sumir vinir mínir hafa stundum gefið í skyn að ég sé góður með mig. Ég hef alltaf svarað því að þeir séu vitleysingar, en ég skil samt aðeins hvað þeir eiga við. Ég held að allir þurfi að vera með góðan skammt af sjálfsöryggi og sjálfsáliti enda er sennilega erfitt að fara í gegnum lífið í einu stóru efasemdarkasti um sjálfan sig. Það gæti samt verið góð hugmynd að stíga aðeins á bremsuna þegar maður er farinn að nálgast Pál Óskar og Bubba. Mér finnst líka eðlilegt að fólk bjóðist til að gera eitthvað fyrir aðra. Það er fallegt og gott. Samt er fínt að hafa í huga hér að það getur líka verið óþolandi þegar fólk er alltaf að bjóðast til að gera eitthvað fyrir hvern sem er. Þá koma allir aðrir svo illa út. Fáir eru búnir þessum kostum báðum, sjálfsöryggi og fórnfýsi, en við, sem þjóð, erum svo heppin að eiga að minnsta kosti fjórtán svona eintök. Sem eru til í að bjóða sig fram til forseta.Að velja ofurmenni Við hin, þessi eðlilegu, þurfum svo að gera upp við okkur hvert af þessum ofurmennum við ætlum að kjósa. Og það er einhvern veginn alltaf þannig að það koma kannski ekki alveg allir til greina. Sem er svo sem í fína lagi og, bara svo það sé tekið fram, þá er ég mjög mikið fyrir lýðræði og kosningar og frelsi fólks til að bjóða sig fram og allt það. En ég get ekki hætt að hugsa um það hvernig þetta gerist. Hvað verður til þess að sumir telja sig eiga svo brýnt erindi við þjóðina, sem nennir ekki endilega að tala við allt þetta fólk. Mig langar að vita: Voru allir vinir þeirra svona meðvirkir? Reyndar er ég ekki alveg saklaus sjálfur. Vinur minn kom eitt sinn í heimsókn og spurði okkur hjónin ráða. Hvort hann ætti að sækjast eftir tilteknu embætti. Ég svaraði því að maður sæi frekar eftir því sem maður gerði ekki en því sem maður gerði. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að hugsa þetta aðeins betur. Vinur minn er í það minnsta akkúrat núna í frekar óvæntu sumarfríi.Einsmálsfólkið Sumir segja ef til vill sem svo: Hann/hún vill kannski nota framboðið til að tala um það sem honum/henni finnst skipta máli og sín hugðarefni. Það getur gerið ágætt. Öh, nei. Það er ekki góð hugmynd. Einsmálsmenn eru sennilega ein mest óþolandi tegund fólks í heiminum. Fólk sem getur bara talað um einn hlut og tekst einhvern veginn að snúa öllum samræðum upp í þetta tiltekna áhugamál. Til dæmis fólk sem er nýorðið vegan eða er í Liverpool-klúbbnum. Það er algjörlega óþolandi. Þetta fólk má auðvitað alveg bjóða sig fram. En mér finnst pínu dapurlegt að það er eins og það haldi í alvöru að það eigi möguleika. Vinirnir á Facebook hafa hvatt fólk til dáða og jafnvel att því út í þetta. En þá er mikilvægt að hafa í huga að Facebook er ekki þverskurður af þjóðinni, heldur útpældur algóritmi sem lýsir sér oft í risastóru skjallbandalagi. Og það er líka ástæða fyrir því að þeir sem þú tengist eru einmitt kallaðir vinir. Ekki ráðgjafar eða álitsgjafar. Stundum held ég að þetta fólk sé eins og Steve Martin í The man with two brains (frábær mynd) þegar hann spurði látna konu sína hvort hann ætti að byrja með Kathleen Turner. Húsið lék á reiðiskjálfi en hann tók ekki eftir því, svo ákveðinn var hann. Einhver hlýtur að hafa sagt við einhvern frambjóðendanna: Ertu alveg viss um að þetta sé góð hugmynd? Og bara, svo einhver boðskapur fylgi þessum fyrsta og síðasta pistli mínum: Þegar vinur þinn segir eitthvað svona, þá er alveg pæling að hlusta á hann frekar en þá sem segja: Why not? Það gæti verið gott flipp. P.s.: Konan mín las þetta yfir og fannst ég frábær.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun