Raforkuöryggi versnar áfram á Suðurnesjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2016 20:16 Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.” Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Forstjóri Landsnets segir ekki sjálfgefið að ný Suðurnesjalína verði grafin í jörð, þrátt fyrir Hæstaréttardóm í gær. Hann segir að öryggi raforkunotenda á Suðurnesjum haldi áfram að versna. Hæstiréttur ógilti eignarnám á landi fimm jarða sem Landsnet vildi fá undir loftlínu. Forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson, segir að fyrstu viðbrögð fyrirtækisins verði þau að ræða við landeigendur og heyra þeirra sjónarmið og athuga hvort unnt sé að mæta þeim. Eftir dóminn mætti ætla að rafstrengurinn verði grafinn í jörð. Forstjóri Landsnets segir það koma til greina. Það sé þó ekki alveg það sem Hæstiréttur fjallaði um. Landsnet starfi eftir ákveðnum reglum, sem taka verði mið af. Þá liggi það fyrir að jarðstrengslausn sé mun dýrari framkvæmd. Í Helguvík er fyrirtækið United Silicon að reisa kísilver en Guðmundur Ingi segir dóminn ekki hafa áhrif á það verkefni. Annað gildir um kísilver Thorsil sem skrifaði undir orkusamninga í vikunni. Guðmundur Ingi segir að eftir helgi verði sest niður með ráðamönnum Thorsil til að átta sig á hvað dómurinn þýði. “Það liggur þó fyrir, hvað varðar orkuöryggið, að við getum ekki tryggt það eins og samningarnir gera ráð fyrir, til skamms tíma að minnsta kosti.” Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Anton En það eru fleiri raforkukaupendur á Suðurnesjum, eins og stærsti flugvöllur landsins. Guðmundur Ingi minnir á að ekki sé langt síðan truflun varð á Reykjanesi þegar þakplata fauk upp í þessa einu raflínu sem til staðar sé á svæðinu. Það hafi haft truflandi áhrif á Keflavíkurflugvöll. Þar hafi ennfremur verið mikil uppbygging og einhver mesta aukning raforkunotkunar á svæðinu og dómurinn muni hafa áhrif á það. Hann segir að áratugur sé liðinn frá því byrjað var að undirbúa nýja línu. Ástandið geti bara versnað. Uppfært: Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að allar tímaáætlanir standist. Tilkynninguna má lesa hér: Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið. “Landsnet vill árétta að það gerir ráð fyrir að afhenda umsamið magn raforku til Thorsil samkvæmt samningum fyrirtækjanna um raforkuflutninga og að tímaáætlanir samninga standi. Dómur Hæstaréttar hefur fyrst og fremst áhrif á afhendingaröryggi raforku til allra notenda á Reykjanessvæðinu þar til önnur lína er komin í gagnið.”
Suðurnesjalína 2 Orkumál Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 "Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Landeigendur fimm jarða á Suðurnesjum lögðu Landsnet í Hæstarétti í slagnum um háspennulínur. 12. maí 2016 19:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04