„Úrslitin standa“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2016 15:03 Jamala hafði sigur í Eurovision með samanlögðum stigum frá dómnefndum og áhorfendum. Rússinn Sergey Lazarev hlaut flest stig frá áhorfendum en Ástralinn Dami Im hlaut flest stig frá dómnefndum. Vísir/Getty Úkraína er og verður sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 2016. Svo segir í yfirlýsingu frá Eurovision-keppninni þar sem brugðist er við áskorun um að úrslit keppninnar verði endurskoðuð. Þrjú hundruð þúsund manns hafa ritað undir þá áskorun þegar þetta er ritað en fjölmargir voru óánægðir með úrslitin. Þá sérstaklega í ljósi þess að Rússland hlaut flest atkvæði frá áhorfendum en niðurstaða dómnefnda gerði það að verkum að rússneski flytjandinn Sergey Lazarev hafnaði í þriðja sæti með lagið You Are The Only One. Þeir sem hafa gagnrýnt þessi úrslit vilja meina að pólitík hafi tekið völdin. Sigurlagið 1944, sem Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Tötörum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni en forsvarsmenn Eurovision ákváðu að leyfa Jamölu að taka þátt því lagið vísaði í sögulegar staðreyndir. Í áskoruninni til Eurovision segir að sá fjöldi sem hefur lagt nafn sitt við hana sýni að fjölmargir séu þeirrar skoðunar að Jamala hafi ekki verið sú sem átti í raun að hafa sigur í keppninni. Er því farið fram á að úrslitin verði endurskoðuð. Í tilkynningunni frá Eurovision kemur fram að forsvarsmenn hennar vonist til að þeir sem lögðu nafn sitt við áskorunin finni það í sér að meðtaka úrslitin, sem séu í samræmi við reglur keppninnar, og snúi sér að uppbyggilegum samræðum um hvernig bæta megi keppnina og styrkja. Jamala vann með samanlögðum stigafjölda frá bæði dómnefnd og áhorfendum. Ástralski flytjandinn Dami Im hlaut flest atkvæði frá dómnefndinni en Rússinn Sergey Lazarev flest frá áhorfendum. „Þau eiga bæði heiður skilið fyrir flutning á heimsmælikvarða, þeirra frábæru lög og hvernig þau tóku ósigrinum eins og sannir fagmenn. Þau unnu kannski ekki keppnina, en tóku úrslitunum sem sigurvegarar. Fyrir það fá þau lof frá okkur,“ segir í tilkynningunni. Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Úkraína er og verður sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 2016. Svo segir í yfirlýsingu frá Eurovision-keppninni þar sem brugðist er við áskorun um að úrslit keppninnar verði endurskoðuð. Þrjú hundruð þúsund manns hafa ritað undir þá áskorun þegar þetta er ritað en fjölmargir voru óánægðir með úrslitin. Þá sérstaklega í ljósi þess að Rússland hlaut flest atkvæði frá áhorfendum en niðurstaða dómnefnda gerði það að verkum að rússneski flytjandinn Sergey Lazarev hafnaði í þriðja sæti með lagið You Are The Only One. Þeir sem hafa gagnrýnt þessi úrslit vilja meina að pólitík hafi tekið völdin. Sigurlagið 1944, sem Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Tötörum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni en forsvarsmenn Eurovision ákváðu að leyfa Jamölu að taka þátt því lagið vísaði í sögulegar staðreyndir. Í áskoruninni til Eurovision segir að sá fjöldi sem hefur lagt nafn sitt við hana sýni að fjölmargir séu þeirrar skoðunar að Jamala hafi ekki verið sú sem átti í raun að hafa sigur í keppninni. Er því farið fram á að úrslitin verði endurskoðuð. Í tilkynningunni frá Eurovision kemur fram að forsvarsmenn hennar vonist til að þeir sem lögðu nafn sitt við áskorunin finni það í sér að meðtaka úrslitin, sem séu í samræmi við reglur keppninnar, og snúi sér að uppbyggilegum samræðum um hvernig bæta megi keppnina og styrkja. Jamala vann með samanlögðum stigafjölda frá bæði dómnefnd og áhorfendum. Ástralski flytjandinn Dami Im hlaut flest atkvæði frá dómnefndinni en Rússinn Sergey Lazarev flest frá áhorfendum. „Þau eiga bæði heiður skilið fyrir flutning á heimsmælikvarða, þeirra frábæru lög og hvernig þau tóku ósigrinum eins og sannir fagmenn. Þau unnu kannski ekki keppnina, en tóku úrslitunum sem sigurvegarar. Fyrir það fá þau lof frá okkur,“ segir í tilkynningunni.
Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10
Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24
Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46
Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06