Landið sem var Magnús Guðmundsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Náttúra Íslands í öllum sínum fjölbreytileika og fegurð er það dýrmætasta sem þessi þjóð hefur yfir að ráða. Þessu fylgir gríðarleg ábyrgð sem nær langt fram yfir daginn í dag og alla efnahagslega skammtímahagsmuni. Það er því þeim mun dapurlegra að fylgjast með seinagangi og silalegum viðbrögðum til varnar þegar raunveruleg hætta steðjar að einni fegurstu náttúruperlu Íslands og í raun umheimsins. Perlu sem er í forsjá og á ábyrgð okkar Íslendinga. Mývatn og Laxá eru búin að vera á rauðum lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár sem þýðir að í fjögur ár hefur stofnunin hvatt til þess að gripið sé strax til aðgerða. Í fjögur ár hefur þjóðin, eða að minnsta kosti ráðamenn hennar, flotið sofandi að feigðarósi en þó ekki látið hjá líða að skipa nefndir og láta fara fram vísindalegar úttektir. Það er eitthvað, en betur má ef duga skal því að á þessum árum hefur lífríki vatnsins hrakað stórkostlega. Svo stórkostlega að það er of langt mál að tilgreina það nánar hér en fyrir áhugasama má benda á umfjöllun Svavars Hávarðssonar í Fréttablaðinu á liðnum mánuðum. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra fer með málefnið fyrir hönd okkar Íslendinga. Það er hennar hlutverk að vernda íslenska náttúru með ráðum og dáð. Sjá til þess að gripið sé til viðeigandi aðgerða þegar á reynir og láta einskis ófreistað til þess að bjarga því einstaka lífríki sem prýðir Mývatn og Laxá. En það virðist því miður ekki ætla að verða raunin heldur hefur ráðherra skipað samstarfshóp um málefnið eftir að hafa lengi haldið fram efasemdum um nauðsyn aðgerða þvert á álit sérfræðinga sem og heimamanna. Að auki virðist ráðherra helst kalla eftir utanaðkomandi aðstoð til þess að sækja fjármagn til aðgerða frá ríkisstjórninni sem hún er þó hluti af. En þar sem Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er þrátt fyrir allt hluti af núverandi ríkisstjórn er ekki úr vegi að kalla eftir svörum við eftirfarandi spurningum sem brenna á náttúru Mývatns og Laxár og þeim sem láta sig málið varða: Hyggst ríkisstjórnin bregðast við áskorunum frá Landvernd, veiðifélagi Laxár og Krakár og öðrum sem hafa tjáð sig, um að standa við gildandi verndaráætlun fyrir Mývatn og svæðið í heild sinni? Á að verða við óskum sveitarstjórnarfólks í Skútustaðahreppi um aðstoð við að lagfæra frárennslismál við þéttbýli í sveitarfélaginu? Eru sérlögin um Mývatn og Laxá ekki afdráttarlaus um að stjórnvöldum beri einfaldlega skylda til að bregðast við strax? Eru ákvæði nýrra náttúruverndarlaga um meginreglur umhverfisréttar og varúðarregluna orðin tóm? Samstarfshópar og sérfræðiþekking geta vissulega verið af hinu góða en það má vera öllum ljóst að tími nefnda og ráða er löngu liðinn og það verður þessari þjóð til ævarandi skammar verði lífríki Mývatns drepið í nefnd. Tími beinna aðgerða er löngu runninn upp því að öðrum kosti verður Ísland þekkt um allan heim sem landið sem var svo fallegt og einstakt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Náttúra Íslands í öllum sínum fjölbreytileika og fegurð er það dýrmætasta sem þessi þjóð hefur yfir að ráða. Þessu fylgir gríðarleg ábyrgð sem nær langt fram yfir daginn í dag og alla efnahagslega skammtímahagsmuni. Það er því þeim mun dapurlegra að fylgjast með seinagangi og silalegum viðbrögðum til varnar þegar raunveruleg hætta steðjar að einni fegurstu náttúruperlu Íslands og í raun umheimsins. Perlu sem er í forsjá og á ábyrgð okkar Íslendinga. Mývatn og Laxá eru búin að vera á rauðum lista Umhverfisstofnunar í fjögur ár sem þýðir að í fjögur ár hefur stofnunin hvatt til þess að gripið sé strax til aðgerða. Í fjögur ár hefur þjóðin, eða að minnsta kosti ráðamenn hennar, flotið sofandi að feigðarósi en þó ekki látið hjá líða að skipa nefndir og láta fara fram vísindalegar úttektir. Það er eitthvað, en betur má ef duga skal því að á þessum árum hefur lífríki vatnsins hrakað stórkostlega. Svo stórkostlega að það er of langt mál að tilgreina það nánar hér en fyrir áhugasama má benda á umfjöllun Svavars Hávarðssonar í Fréttablaðinu á liðnum mánuðum. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra fer með málefnið fyrir hönd okkar Íslendinga. Það er hennar hlutverk að vernda íslenska náttúru með ráðum og dáð. Sjá til þess að gripið sé til viðeigandi aðgerða þegar á reynir og láta einskis ófreistað til þess að bjarga því einstaka lífríki sem prýðir Mývatn og Laxá. En það virðist því miður ekki ætla að verða raunin heldur hefur ráðherra skipað samstarfshóp um málefnið eftir að hafa lengi haldið fram efasemdum um nauðsyn aðgerða þvert á álit sérfræðinga sem og heimamanna. Að auki virðist ráðherra helst kalla eftir utanaðkomandi aðstoð til þess að sækja fjármagn til aðgerða frá ríkisstjórninni sem hún er þó hluti af. En þar sem Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er þrátt fyrir allt hluti af núverandi ríkisstjórn er ekki úr vegi að kalla eftir svörum við eftirfarandi spurningum sem brenna á náttúru Mývatns og Laxár og þeim sem láta sig málið varða: Hyggst ríkisstjórnin bregðast við áskorunum frá Landvernd, veiðifélagi Laxár og Krakár og öðrum sem hafa tjáð sig, um að standa við gildandi verndaráætlun fyrir Mývatn og svæðið í heild sinni? Á að verða við óskum sveitarstjórnarfólks í Skútustaðahreppi um aðstoð við að lagfæra frárennslismál við þéttbýli í sveitarfélaginu? Eru sérlögin um Mývatn og Laxá ekki afdráttarlaus um að stjórnvöldum beri einfaldlega skylda til að bregðast við strax? Eru ákvæði nýrra náttúruverndarlaga um meginreglur umhverfisréttar og varúðarregluna orðin tóm? Samstarfshópar og sérfræðiþekking geta vissulega verið af hinu góða en það má vera öllum ljóst að tími nefnda og ráða er löngu liðinn og það verður þessari þjóð til ævarandi skammar verði lífríki Mývatns drepið í nefnd. Tími beinna aðgerða er löngu runninn upp því að öðrum kosti verður Ísland þekkt um allan heim sem landið sem var svo fallegt og einstakt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun