Kusk á hvítflibbann 18. maí 2016 11:00 Breski smásölukóngurinn Sir Phillip Green hefur undanfarin misseri fengið kusk á hvítflibbann vegna sölu á stórverslanakeðjunni BHS. Green seldi verslanakeðjuna í mars í fyrra á málamyndaupphæð, eitt sterlingspund, og nú rétt ríflega ári síðar er hún gjaldþrota. Illar tungur í breska smásölugeiranum segja augljóst að Green hafi selt BHS með það eitt að markmiði að vera ekki við stjórnvölinn þegar stórverslanakeðjan færi loks í gjaldþrot. Það hefur nefnilega legið fyrir í allnokkur ár að BHS sé varla viðbjargandi. Félagið, sem rekur um 170 verslanir víðsvegar um Bretland, var í eigu Green í 15 ár. Kaupverðið á sínum tíma var ríflega 200 milljónir punda en hann hefur náð því margfalt út úr félaginu með arðgreiðslum, leigutekjum, þóknunum og svo framvegis. Síðustu ár hafa hins vegar ekki verið björt fyrir félagið, það tapar um tuttugu milljónum punda á ári og hefur verið að sligast vegna gríðarlegra lífeyrisskuldbindinga. Nú fyrr í mánuðinum kom loksins að skuldadögum og spilaborgin hrundi með braki og brestum. Sá sem keypti af Green fyrir réttu ári var Dominic nokkur Chappell, en sá var með öllu óþekktur í smásölugeiranum þegar kaupin áttu sér stað. Hann hafði þó unnið nokkur afrek sem kappaksturssölumaður, og hlotið dóm fyrir fjármálamisferli. Hvorugt þótti benda til þess að hann gæti bjargað BHS. Margir töldu að Green hefði handvalið hann til að sigla skútunni í strand. Á þessu rétta ári síðan Chappell keypti félagið á eitt sterlingspund hefur honum þó tekist að ná talsverðu fé út úr félaginu, en samkvæmt fregnum hefur nýju eigendunum tekist að ná um það bil 25 milljónum punda út úr rekstrinum. Svo virðist sem það borgi sig að halda sokknu fleyi á floti. Hvað Green varðar þá er sagan ekki öll sögð enn. Hann hefur hlotið afar slæmt umtal af, og þingmenn í breska þinginu hafa meira að segja krafist þess að hann verði sviptur riddaratign. Þeir sem til þekkja segja að það væri mikið persónulegt áfall fyrir Green, enda er hann þekktur fyrir að vera annt um ímynd sína sem götusölumaðurinn sem braust til æðstu metorða. Sú ímynd er nú í hættu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Breski smásölukóngurinn Sir Phillip Green hefur undanfarin misseri fengið kusk á hvítflibbann vegna sölu á stórverslanakeðjunni BHS. Green seldi verslanakeðjuna í mars í fyrra á málamyndaupphæð, eitt sterlingspund, og nú rétt ríflega ári síðar er hún gjaldþrota. Illar tungur í breska smásölugeiranum segja augljóst að Green hafi selt BHS með það eitt að markmiði að vera ekki við stjórnvölinn þegar stórverslanakeðjan færi loks í gjaldþrot. Það hefur nefnilega legið fyrir í allnokkur ár að BHS sé varla viðbjargandi. Félagið, sem rekur um 170 verslanir víðsvegar um Bretland, var í eigu Green í 15 ár. Kaupverðið á sínum tíma var ríflega 200 milljónir punda en hann hefur náð því margfalt út úr félaginu með arðgreiðslum, leigutekjum, þóknunum og svo framvegis. Síðustu ár hafa hins vegar ekki verið björt fyrir félagið, það tapar um tuttugu milljónum punda á ári og hefur verið að sligast vegna gríðarlegra lífeyrisskuldbindinga. Nú fyrr í mánuðinum kom loksins að skuldadögum og spilaborgin hrundi með braki og brestum. Sá sem keypti af Green fyrir réttu ári var Dominic nokkur Chappell, en sá var með öllu óþekktur í smásölugeiranum þegar kaupin áttu sér stað. Hann hafði þó unnið nokkur afrek sem kappaksturssölumaður, og hlotið dóm fyrir fjármálamisferli. Hvorugt þótti benda til þess að hann gæti bjargað BHS. Margir töldu að Green hefði handvalið hann til að sigla skútunni í strand. Á þessu rétta ári síðan Chappell keypti félagið á eitt sterlingspund hefur honum þó tekist að ná talsverðu fé út úr félaginu, en samkvæmt fregnum hefur nýju eigendunum tekist að ná um það bil 25 milljónum punda út úr rekstrinum. Svo virðist sem það borgi sig að halda sokknu fleyi á floti. Hvað Green varðar þá er sagan ekki öll sögð enn. Hann hefur hlotið afar slæmt umtal af, og þingmenn í breska þinginu hafa meira að segja krafist þess að hann verði sviptur riddaratign. Þeir sem til þekkja segja að það væri mikið persónulegt áfall fyrir Green, enda er hann þekktur fyrir að vera annt um ímynd sína sem götusölumaðurinn sem braust til æðstu metorða. Sú ímynd er nú í hættu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira