Sagan af holunni dýru Þorvaldur Gylfason skrifar 5. maí 2016 07:00 Í Nígeríu var mér fyrir mörgum árum sögð saga af sveitaþorpi þar sem lífið gekk sinn vanagang mann fram af manni. Vegurinn í gegnum þorpið ef veg skyldi kalla var mjúkur moldarvegur og myndaðist í honum þegar rigndi hola svo djúp að bílar gátu horfið í heilu lagi niður í holuna ef bílstjórarnir gættu ekki að sér. Þetta var rigningarbæli. Íbúarnir í þorpinu eyddu öllum lausum stundum í að grafa bíla upp úr holunni, fyrst með vöðvaafli manna og dýra, síðan með stangarafli eðlisfræðinnar og loks með hegrum sem nútíminn kallar krana. Helzta viðfangsefni íbúanna var holan og rigningin og bíllinn sem þeir voru að reyna að koma aftur upp á veginn hverju sinni og bílstjórinn, farþegarnir og geiturnar og holan og rigningin. Stöku sinnum stakk einhver í þorpinu upp á því að e.t.v. væri nú ráð að reyna að bæta veginn eða byggja nýjan veg með bundnu lagi. En til þess gafst ekki tími því fyrst þurfti að grafa bíl upp úr holunni. Lífið varð að ganga sinn gang.Heilbrigðismál Þessi nígeríska saga rifjast upp fyrir mér nú þegar ég heyri menn lýsa þeirri skoðun að þetta mál eða hitt, t.d. heilbrigðismál, hljóti að verða helzta kosningamálið í alþingiskosningunum sem verða haldnar í haust. Þessi skoðun er hæpin þótt 85 þúsund manns hafi skorað á Alþingi að setja heilbrigðismálin í forgang. Þessi skoðun er hæpin af því Alþingi getur haldið áfram að þverskallast við þessari áskorun kjósenda eins og það hefur gert hingað til. Þess vegna þarf nýja stjórnarskráin að verða helzta kosningamálið í haust. Það stafar m.a. af því að nýja stjórnarskráin mun taka heilbrigðismálin úr höndum Alþingis nema þingið sjái sig um hönd. Nýja stjórnarskráin er forsenda þess að heilbrigðismálin fái þann forgang sem fólkið í landinu hefur lýst eftir í fjölmennustu undirskriftasöfnun landsins fyrr og síðar fyrir tilstilli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Heilbrigðismálin eru á hinn bóginn ekki forsenda nýrrar stjórnarskrár heldur eru þau þvert á móti holan í veginum – mál sem má ekki verða til þess að blinda mönnum sýn á sjálfa miðjuna, nýju stjórnarskrána sem fólkið hefur samþykkt sér til handa og mun geta tryggt framgang margra helztu hagsmunamála þjóðarinnar svo sem jafnt vægi atkvæða, auðlindir í þjóðareigu, umhverfisvernd, óspilltar embættaveitingar og beint lýðræði sem mun svipta Alþingi getunni til að halda áfram að brjóta gegn þjóðarviljanum í mikilvægum málum, þ.m.t. heilbrigðismálin.Við þurfum nýjan veg Ég ætla að segja þetta aftur. Enda þótt Alþingi sjái sig um hönd og setji heilbrigðismálin í öndvegi, mun allt hitt trúlega sitja á hakanum eftir sem áður. Hitt virðist þó jafnvel enn líklegra að heilbrigðismálin sitji einnig áfram á hakanum ef reynslan er höfð til marks. Ef nýtt Alþingi staðfestir á hinn bóginn nýju stjórnarskrána, heldur nýjar kosningar nokkru síðar og staðfestir hana síðan aftur eins og Píratar leggja til, þá komast ekki aðeins heilbrigðismálin í höfn í samræmi við vilja kjósenda, heldur einnig flest hitt sem Alþingi hefur látið reka á reiðanum. Flest hitt hvað? Jafnt vægi atkvæða mun leysa eitt djúpstæðasta deilumál landsmanna frá 1849 til þessa dags með því að eyða í eitt skipti fyrir öll því hróplega ranglæti og meðfylgjandi fjártjóni sem leiðir af misvægi atkvæðisréttar eftir landshlutum. Mannvalið á Alþingi mun þá batna og traust kjósenda í garð Alþingis mun aukast. Auðlindir í þjóðareigu munu færa fólkinu í landinu, réttum eiganda auðlindanna, arðinn af eign sinni frekar en þeim sérhagsmunahópum sem Alþingi hefur handvalið. Í Noregi hefur 80% olíurentunnar skilað sér til almennings frá 1970 til þessa dags á meðan 90% fiskveiðirentunnar á Íslandi rennur enn í vasa útvegsmanna eins og Indriði H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur lýst í ræðu og riti. Þessu fári verður að linna. Við þurfum nýjan veg. Við þurfum að geta lyft huganum upp úr holunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Í Nígeríu var mér fyrir mörgum árum sögð saga af sveitaþorpi þar sem lífið gekk sinn vanagang mann fram af manni. Vegurinn í gegnum þorpið ef veg skyldi kalla var mjúkur moldarvegur og myndaðist í honum þegar rigndi hola svo djúp að bílar gátu horfið í heilu lagi niður í holuna ef bílstjórarnir gættu ekki að sér. Þetta var rigningarbæli. Íbúarnir í þorpinu eyddu öllum lausum stundum í að grafa bíla upp úr holunni, fyrst með vöðvaafli manna og dýra, síðan með stangarafli eðlisfræðinnar og loks með hegrum sem nútíminn kallar krana. Helzta viðfangsefni íbúanna var holan og rigningin og bíllinn sem þeir voru að reyna að koma aftur upp á veginn hverju sinni og bílstjórinn, farþegarnir og geiturnar og holan og rigningin. Stöku sinnum stakk einhver í þorpinu upp á því að e.t.v. væri nú ráð að reyna að bæta veginn eða byggja nýjan veg með bundnu lagi. En til þess gafst ekki tími því fyrst þurfti að grafa bíl upp úr holunni. Lífið varð að ganga sinn gang.Heilbrigðismál Þessi nígeríska saga rifjast upp fyrir mér nú þegar ég heyri menn lýsa þeirri skoðun að þetta mál eða hitt, t.d. heilbrigðismál, hljóti að verða helzta kosningamálið í alþingiskosningunum sem verða haldnar í haust. Þessi skoðun er hæpin þótt 85 þúsund manns hafi skorað á Alþingi að setja heilbrigðismálin í forgang. Þessi skoðun er hæpin af því Alþingi getur haldið áfram að þverskallast við þessari áskorun kjósenda eins og það hefur gert hingað til. Þess vegna þarf nýja stjórnarskráin að verða helzta kosningamálið í haust. Það stafar m.a. af því að nýja stjórnarskráin mun taka heilbrigðismálin úr höndum Alþingis nema þingið sjái sig um hönd. Nýja stjórnarskráin er forsenda þess að heilbrigðismálin fái þann forgang sem fólkið í landinu hefur lýst eftir í fjölmennustu undirskriftasöfnun landsins fyrr og síðar fyrir tilstilli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Heilbrigðismálin eru á hinn bóginn ekki forsenda nýrrar stjórnarskrár heldur eru þau þvert á móti holan í veginum – mál sem má ekki verða til þess að blinda mönnum sýn á sjálfa miðjuna, nýju stjórnarskrána sem fólkið hefur samþykkt sér til handa og mun geta tryggt framgang margra helztu hagsmunamála þjóðarinnar svo sem jafnt vægi atkvæða, auðlindir í þjóðareigu, umhverfisvernd, óspilltar embættaveitingar og beint lýðræði sem mun svipta Alþingi getunni til að halda áfram að brjóta gegn þjóðarviljanum í mikilvægum málum, þ.m.t. heilbrigðismálin.Við þurfum nýjan veg Ég ætla að segja þetta aftur. Enda þótt Alþingi sjái sig um hönd og setji heilbrigðismálin í öndvegi, mun allt hitt trúlega sitja á hakanum eftir sem áður. Hitt virðist þó jafnvel enn líklegra að heilbrigðismálin sitji einnig áfram á hakanum ef reynslan er höfð til marks. Ef nýtt Alþingi staðfestir á hinn bóginn nýju stjórnarskrána, heldur nýjar kosningar nokkru síðar og staðfestir hana síðan aftur eins og Píratar leggja til, þá komast ekki aðeins heilbrigðismálin í höfn í samræmi við vilja kjósenda, heldur einnig flest hitt sem Alþingi hefur látið reka á reiðanum. Flest hitt hvað? Jafnt vægi atkvæða mun leysa eitt djúpstæðasta deilumál landsmanna frá 1849 til þessa dags með því að eyða í eitt skipti fyrir öll því hróplega ranglæti og meðfylgjandi fjártjóni sem leiðir af misvægi atkvæðisréttar eftir landshlutum. Mannvalið á Alþingi mun þá batna og traust kjósenda í garð Alþingis mun aukast. Auðlindir í þjóðareigu munu færa fólkinu í landinu, réttum eiganda auðlindanna, arðinn af eign sinni frekar en þeim sérhagsmunahópum sem Alþingi hefur handvalið. Í Noregi hefur 80% olíurentunnar skilað sér til almennings frá 1970 til þessa dags á meðan 90% fiskveiðirentunnar á Íslandi rennur enn í vasa útvegsmanna eins og Indriði H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri hefur lýst í ræðu og riti. Þessu fári verður að linna. Við þurfum nýjan veg. Við þurfum að geta lyft huganum upp úr holunum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun