Saga til næsta bæjar: Síðustu móhíkanarnir Stefán Pálsson skrifar 24. apríl 2016 09:00 Vorið 1983 var dönskukennslu á Íslandi rekið kjaftshögg, þegar farið var að gefa Andrés Önd út á íslensku. Sjálfur tilheyri ég síðustu kynslóðinni sem lærði dönsku af Andrésblöðunum og get því slegið um mig með upphrópunum á borð við Hulk, Suk og Gisp! Andréssögurnar voru vitaskuld skemmtilegasta efni þessara blaða, en inn á milli mátti lesa um léttvægari aukapersónur á borð við vinalegu nornina Mim, hvolpinn Vask og hvalveiðiöndina Moby sem þó skutlaði aldrei hval. Þá voru einnig óminnisstæðar sögur um krúttlega indíánapiltinn Hiawatha sem lék við dýrin í skóginum og gerði akfeitum og fjaðraskrýddum föður sínum gramt í geði. Hiawatha birtist fyrst í Disney-teiknimynd frá árinu 1937. Nafnið var innblásið af kunnu kvæði eftir bandaríska nítjándu aldar ljóðskáldið Longfellow, sem aftur fjallaði um samnefndan indíánahöfðingja. Sagnfræðingar hallast að því að Hiawatha hafi verið til í raun og veru, þótt tilgátur um það hvenær hann var uppi spanni ansi langt árabil eða frá tólftu öld til miðrar þeirrar fimmtándu. Byggjast þær áætlanir annars vegar á fornleifarannsóknum en hins vegar á stjörnufræði, því frásagnir af sérkennilegum sólmyrkva tengjast sögu hans.Fjölmennir stríðsleikir Samkvæmt sögnunum var Hiawatha annað hvort leiðtogi ónondaga-þjóðarinnar eða móhíkana, nema hvort tveggja væri. Er hann sagður hafa átt einna stærstan þátt í því að nokkrar þjóðir frumbyggja á svæðinu frá því þar sem New York er í suðri og inn fyrir landamæri núverandi Kanada, sameinuðust í eitt bandalag. Það nefndist Írókesabandalagið og veitti evrópskum nýbúum harða mótspyrnu: fyrst Frökkum og síðar Bandaríkjamönnum, eftir að bandalagið dróst inn í bandaríska frelsisstríðið. Írókesar eru í dag um 130 þúsund talsins, þar af þriðjungurinn í Kanada en 2/3 í Bandaríkjunum. Þeir eru stoltir af sögu sinni og menningu, en ekki hvað síst af íþróttinni sem þeir gáfu heiminum: lacrosse. Lacrosse er hópíþrótt með gríðarlanga sögu. Mannfræðingar hafa giskað á að hún gæti verið þúsund ára gömul ef ekki eldri. Á þeim tíma hafa reglurnar vitaskuld tekið miklum breytingum, en heimildir eru til um kappleiki með mörg hundruð iðkendum, sem einkennst gátu af miklu ofbeldi og fóru fram á stóru landsvæði – í raun ekki ósvipað og þær evrópsku miðaldaíþróttir sem urðu forveri fótboltans. Líkt og í fótbolta er markmiðið að koma bolta í mark andstæðingsins, en sá er þó munurinn að í Lacrosse sparka keppendur ekki í knöttinn heldur feykja honum á milli sín með löngum stöngum með neti á öðrum endanum. Evrópskum landnemum Ameríku þótti stangirnar minna á krossa eða biskupsbagla og er núverandi heiti íþróttarinnar afbökun af því: lacrosse. Boltakappleikir frumbyggjanna heilluðu hina nýju íbúa, sem snemma sóttust í að fylgjast með viðureignum og veðja á úrslit. Ekki virðist þeim þó hafa komið til hugar að spreyta sig sjálfir á íþróttinni eða slást í leikinn. Hefði slíkt væntanlega verið talið ósæmandi kristnum mönnum, enda má ætla að lacrosse hafi öðrum þræði gegnt trúarlegum tilgangi.Fastar skorður Á nítjándu öld rann upp tími skipulagðra boltaíþrótta í Englandi, sem þaðan breiddist út til fyrrverandi og núverandi nýlendna Breta. Samræmdar reglur voru settar fyrir gamla boltaleiki og íþróttir á borð við krikket, rúbbí og fótbolta urðu til um og upp úr miðri öldinni. Það var því ekkert óvænt að lacrosse færi sömu leið. Kanadískur piltur að nafni William George Beers tók að sér að fastsetja reglur greinarinnar árið 1860, þá aðeins sautján ára að aldri. Fram að því höfðu lið komið sér saman um einstök atriði í reglunum fyrir hverja keppni. Það var í sjálfu sér ekkert vandamál þegar heimamenn áttust við, en líkt og varðandi fótboltann, krikketið og rúbbíið kom þörfin fyrir samræmdar reglur fram eftir að samgöngur bötnuðu og menn gátu farið um langan veg til kappleikja. Beers skilgreindi leyfilega stærð keppnisvallar, mörk og kylfur. Hann fækkaði keppendum í hvoru liði niður í tólf og fastsetti hvernig úrslit fengjust í leikjum. Með þessum breytingum fór lacrosse þegar sigurför um Kanada. Fyrsti landsleikurinn fór fram þegar árið 1867, milli Kanada og Bandaríkjanna. Þá áttu enn eftir að líða fimm ár þar til Englendingar og Skotar áttust við í fyrsta fótboltalandsleiknum. Lacrosse á tímum Beers fór fram á opnum grasvelli með tólf keppendum í hvoru liði. Svipuð útgáfa leiksins er stunduð enn í dag, raunar með tíu manna liðum. Þessi gerð íþróttarinnar heillaði Viktoríu Bretadrottningu, sem fékk að fylgjast með lacrosse-kappleik í opinberri heimsókn til Kanada. Hún kvað þegar upp þann dóm að íþróttin væri þokkafögur og gæti hentað vel sem líkamsrækt fyrir stúlkur. Í kjölfarið hófu breskar stúlkur að æfa lacrosse af miklum móð. Út frá lacrosse-keppni í breskum stúlknaskólum þróaðist svo það afbrigði lacrosse-íþróttarinnar sem keppt er í í kvennaflokki. Í því eru ýmsar skorður settar við líkamlegri snertingu keppenda, sem eru ekki með hjálma og hlífar öfugt við karlkeppendurna.Ekki á Ólympíuleikum Vinsælasta lacrosse-afbrigðið í dag er þó enn ofbeldisfyllra. Liðsmenn eru færri og vellirnir eru afgirtir. Við fyrstu sýn minnir slík keppni helst á íshokký og það er raunar engin tilviljun. Nútíma-íshokký var að mörgu leyti þróað út frá lacrosse og hugsað sem vetrarafþreying fyrir lacrosse-keppendur. Lacrosse rataði inn á Ólympíuleikana 1904 og 1908 sem fullgild keppnisgrein og urðu Kanadabúar sigurvegarar í bæði skiptin. Eftir það hefur íþróttin þrisvar hlotið stöðu sýningargreinar, síðast árið 1948. Meira að segja á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 fékk lacrosse ekki náð fyrir augum Ólympíunefndarinnar og er þó rík hefð fyrir því á Ólympíuleikum að hleypa inn sérviskulegum sýningargreinum sem falla gestgjafaþjóðinni í geð. Ástæða þessa er sú að útbreiðsla lacrosse er afar lítil. Þótt heimasíða Alþjóða lacrosse sambandsins stæri sig af því að það sé sú íþrótt sem er í mestum vexti í bandarískum háskólum, hefur gengið afar illa að kveikja áhugann utan hins enskumælandi heims. Innan við þrjátíu lönd hafa sérsambönd um iðkun greinarinnar en líklega þyrfti að þrefalda þá tölu til að íþróttin kæmi til álita á Ólympíuleikum. En færi svo einn daginn að lacrosse öðlaðist Ólympíusess, kæmi upp flókin staða. Eitt besta landsliðið í greininni hefði ekki keppnisrétt á leikunum. Ástæðan er sú að Írókesar (franska: Iroquois) eru aðilar að Alþjóða lacrosse sambandinu og tefla fram landsliði í fremstu röð. Finnist Íslendingum mikið til um handboltaafrek sín koma með 330 þúsund manna þjóð, hvað mega þá 130 þúsund Írókesar segja?Höggþung hörkutól Lacrosse landsliðið er helsta sameiningartákn Írókesa í dag og enginn skyldi vanmeta mikilvægi þess fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar. Þannig vekja jafnvel sigrar ungmennalandsliða gríðarmikla geðshræringu. Þjóðernisstoltið getur þó komið landsliðinu í bobba. Þannig fór það fýluferð á heimsmeistaramót í Lundúnum fyrir nokkrum misserum, þar sem hluti leikmannanna fékk ekki inngöngu í landið þar sem þeir neituðu að framvísa öðrum skilríkjum en sérstökum vegabréfum Írókesa. Ættbálkaráð Írókesa hefur gefið út sín eigin vegabréf frá því á þriðja áratug síðustu aldar, enda neitar allnokkur hluti hópsins að teljast kanadískir eða bandarískir ríkisborgarar. Slík prinsipmennska er þó enginn hægðarleikur þegar kemur að alþjóðakeppni í íþróttum. Til að firra sig vandræðum hafa þó yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum reynt að horfa í gegnum fingur sér og vakti til að mynda athygli fyrir nokkrum árum þegar Hillary Clinton, þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, beitti sér fyrir því að Írókesalandsliðið fengi frjálsa för þrátt fyrir vegabréfin óvenjulegu. En þótt landslið Írókesa sé óneitanlega Davíð umkringdur Golíötum íþróttaheimsins, er það ekkert sérstaklega vinsælt í lacrosse-heiminum. Það þykir hart í horn að taka, nálega gróft og leikmenn þess notast við þungar tréstangir í stað léttari álstanga – að því er virðist til þess að skjóta andstæðingnum skelk í bringu. En það rúmast þó innan gildandi reglna?… og hver þykist þess umkominn að kenna Írókesum hvernig eigi að spila þúsund ára gömlu íþróttina sína? Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vorið 1983 var dönskukennslu á Íslandi rekið kjaftshögg, þegar farið var að gefa Andrés Önd út á íslensku. Sjálfur tilheyri ég síðustu kynslóðinni sem lærði dönsku af Andrésblöðunum og get því slegið um mig með upphrópunum á borð við Hulk, Suk og Gisp! Andréssögurnar voru vitaskuld skemmtilegasta efni þessara blaða, en inn á milli mátti lesa um léttvægari aukapersónur á borð við vinalegu nornina Mim, hvolpinn Vask og hvalveiðiöndina Moby sem þó skutlaði aldrei hval. Þá voru einnig óminnisstæðar sögur um krúttlega indíánapiltinn Hiawatha sem lék við dýrin í skóginum og gerði akfeitum og fjaðraskrýddum föður sínum gramt í geði. Hiawatha birtist fyrst í Disney-teiknimynd frá árinu 1937. Nafnið var innblásið af kunnu kvæði eftir bandaríska nítjándu aldar ljóðskáldið Longfellow, sem aftur fjallaði um samnefndan indíánahöfðingja. Sagnfræðingar hallast að því að Hiawatha hafi verið til í raun og veru, þótt tilgátur um það hvenær hann var uppi spanni ansi langt árabil eða frá tólftu öld til miðrar þeirrar fimmtándu. Byggjast þær áætlanir annars vegar á fornleifarannsóknum en hins vegar á stjörnufræði, því frásagnir af sérkennilegum sólmyrkva tengjast sögu hans.Fjölmennir stríðsleikir Samkvæmt sögnunum var Hiawatha annað hvort leiðtogi ónondaga-þjóðarinnar eða móhíkana, nema hvort tveggja væri. Er hann sagður hafa átt einna stærstan þátt í því að nokkrar þjóðir frumbyggja á svæðinu frá því þar sem New York er í suðri og inn fyrir landamæri núverandi Kanada, sameinuðust í eitt bandalag. Það nefndist Írókesabandalagið og veitti evrópskum nýbúum harða mótspyrnu: fyrst Frökkum og síðar Bandaríkjamönnum, eftir að bandalagið dróst inn í bandaríska frelsisstríðið. Írókesar eru í dag um 130 þúsund talsins, þar af þriðjungurinn í Kanada en 2/3 í Bandaríkjunum. Þeir eru stoltir af sögu sinni og menningu, en ekki hvað síst af íþróttinni sem þeir gáfu heiminum: lacrosse. Lacrosse er hópíþrótt með gríðarlanga sögu. Mannfræðingar hafa giskað á að hún gæti verið þúsund ára gömul ef ekki eldri. Á þeim tíma hafa reglurnar vitaskuld tekið miklum breytingum, en heimildir eru til um kappleiki með mörg hundruð iðkendum, sem einkennst gátu af miklu ofbeldi og fóru fram á stóru landsvæði – í raun ekki ósvipað og þær evrópsku miðaldaíþróttir sem urðu forveri fótboltans. Líkt og í fótbolta er markmiðið að koma bolta í mark andstæðingsins, en sá er þó munurinn að í Lacrosse sparka keppendur ekki í knöttinn heldur feykja honum á milli sín með löngum stöngum með neti á öðrum endanum. Evrópskum landnemum Ameríku þótti stangirnar minna á krossa eða biskupsbagla og er núverandi heiti íþróttarinnar afbökun af því: lacrosse. Boltakappleikir frumbyggjanna heilluðu hina nýju íbúa, sem snemma sóttust í að fylgjast með viðureignum og veðja á úrslit. Ekki virðist þeim þó hafa komið til hugar að spreyta sig sjálfir á íþróttinni eða slást í leikinn. Hefði slíkt væntanlega verið talið ósæmandi kristnum mönnum, enda má ætla að lacrosse hafi öðrum þræði gegnt trúarlegum tilgangi.Fastar skorður Á nítjándu öld rann upp tími skipulagðra boltaíþrótta í Englandi, sem þaðan breiddist út til fyrrverandi og núverandi nýlendna Breta. Samræmdar reglur voru settar fyrir gamla boltaleiki og íþróttir á borð við krikket, rúbbí og fótbolta urðu til um og upp úr miðri öldinni. Það var því ekkert óvænt að lacrosse færi sömu leið. Kanadískur piltur að nafni William George Beers tók að sér að fastsetja reglur greinarinnar árið 1860, þá aðeins sautján ára að aldri. Fram að því höfðu lið komið sér saman um einstök atriði í reglunum fyrir hverja keppni. Það var í sjálfu sér ekkert vandamál þegar heimamenn áttust við, en líkt og varðandi fótboltann, krikketið og rúbbíið kom þörfin fyrir samræmdar reglur fram eftir að samgöngur bötnuðu og menn gátu farið um langan veg til kappleikja. Beers skilgreindi leyfilega stærð keppnisvallar, mörk og kylfur. Hann fækkaði keppendum í hvoru liði niður í tólf og fastsetti hvernig úrslit fengjust í leikjum. Með þessum breytingum fór lacrosse þegar sigurför um Kanada. Fyrsti landsleikurinn fór fram þegar árið 1867, milli Kanada og Bandaríkjanna. Þá áttu enn eftir að líða fimm ár þar til Englendingar og Skotar áttust við í fyrsta fótboltalandsleiknum. Lacrosse á tímum Beers fór fram á opnum grasvelli með tólf keppendum í hvoru liði. Svipuð útgáfa leiksins er stunduð enn í dag, raunar með tíu manna liðum. Þessi gerð íþróttarinnar heillaði Viktoríu Bretadrottningu, sem fékk að fylgjast með lacrosse-kappleik í opinberri heimsókn til Kanada. Hún kvað þegar upp þann dóm að íþróttin væri þokkafögur og gæti hentað vel sem líkamsrækt fyrir stúlkur. Í kjölfarið hófu breskar stúlkur að æfa lacrosse af miklum móð. Út frá lacrosse-keppni í breskum stúlknaskólum þróaðist svo það afbrigði lacrosse-íþróttarinnar sem keppt er í í kvennaflokki. Í því eru ýmsar skorður settar við líkamlegri snertingu keppenda, sem eru ekki með hjálma og hlífar öfugt við karlkeppendurna.Ekki á Ólympíuleikum Vinsælasta lacrosse-afbrigðið í dag er þó enn ofbeldisfyllra. Liðsmenn eru færri og vellirnir eru afgirtir. Við fyrstu sýn minnir slík keppni helst á íshokký og það er raunar engin tilviljun. Nútíma-íshokký var að mörgu leyti þróað út frá lacrosse og hugsað sem vetrarafþreying fyrir lacrosse-keppendur. Lacrosse rataði inn á Ólympíuleikana 1904 og 1908 sem fullgild keppnisgrein og urðu Kanadabúar sigurvegarar í bæði skiptin. Eftir það hefur íþróttin þrisvar hlotið stöðu sýningargreinar, síðast árið 1948. Meira að segja á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 fékk lacrosse ekki náð fyrir augum Ólympíunefndarinnar og er þó rík hefð fyrir því á Ólympíuleikum að hleypa inn sérviskulegum sýningargreinum sem falla gestgjafaþjóðinni í geð. Ástæða þessa er sú að útbreiðsla lacrosse er afar lítil. Þótt heimasíða Alþjóða lacrosse sambandsins stæri sig af því að það sé sú íþrótt sem er í mestum vexti í bandarískum háskólum, hefur gengið afar illa að kveikja áhugann utan hins enskumælandi heims. Innan við þrjátíu lönd hafa sérsambönd um iðkun greinarinnar en líklega þyrfti að þrefalda þá tölu til að íþróttin kæmi til álita á Ólympíuleikum. En færi svo einn daginn að lacrosse öðlaðist Ólympíusess, kæmi upp flókin staða. Eitt besta landsliðið í greininni hefði ekki keppnisrétt á leikunum. Ástæðan er sú að Írókesar (franska: Iroquois) eru aðilar að Alþjóða lacrosse sambandinu og tefla fram landsliði í fremstu röð. Finnist Íslendingum mikið til um handboltaafrek sín koma með 330 þúsund manna þjóð, hvað mega þá 130 þúsund Írókesar segja?Höggþung hörkutól Lacrosse landsliðið er helsta sameiningartákn Írókesa í dag og enginn skyldi vanmeta mikilvægi þess fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar. Þannig vekja jafnvel sigrar ungmennalandsliða gríðarmikla geðshræringu. Þjóðernisstoltið getur þó komið landsliðinu í bobba. Þannig fór það fýluferð á heimsmeistaramót í Lundúnum fyrir nokkrum misserum, þar sem hluti leikmannanna fékk ekki inngöngu í landið þar sem þeir neituðu að framvísa öðrum skilríkjum en sérstökum vegabréfum Írókesa. Ættbálkaráð Írókesa hefur gefið út sín eigin vegabréf frá því á þriðja áratug síðustu aldar, enda neitar allnokkur hluti hópsins að teljast kanadískir eða bandarískir ríkisborgarar. Slík prinsipmennska er þó enginn hægðarleikur þegar kemur að alþjóðakeppni í íþróttum. Til að firra sig vandræðum hafa þó yfirvöld í Kanada og Bandaríkjunum reynt að horfa í gegnum fingur sér og vakti til að mynda athygli fyrir nokkrum árum þegar Hillary Clinton, þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, beitti sér fyrir því að Írókesalandsliðið fengi frjálsa för þrátt fyrir vegabréfin óvenjulegu. En þótt landslið Írókesa sé óneitanlega Davíð umkringdur Golíötum íþróttaheimsins, er það ekkert sérstaklega vinsælt í lacrosse-heiminum. Það þykir hart í horn að taka, nálega gróft og leikmenn þess notast við þungar tréstangir í stað léttari álstanga – að því er virðist til þess að skjóta andstæðingnum skelk í bringu. En það rúmast þó innan gildandi reglna?… og hver þykist þess umkominn að kenna Írókesum hvernig eigi að spila þúsund ára gömlu íþróttina sína?
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira