80.000 bíla töpuð framleiðsla hjá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 09:50 Í Lexus verksmiðjunni í Miyata í Japan. Jarðskjálftinn stóri sem skall á Kyushu eyju í Japan þann 14. apríl hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og iðnaðarframleiðslu á eyjunni. Toyota er eitt þeirra fyrirtækja sem ekki hafa farið varhluta af því og íhlutir í bíla þeirra sem framleiddir eru á eyjunni hafa ekki borist. Toyota áætlaði skömmu eftir skjálftann að áhrif þess væri 56.000 bíla töpuð framleiðsla en nýjar tölur frá Toyota kveða á um a.m.k. 80.000 bíla. Toyota taldi í fyrstu að tapaðri framleiðslu yrði náð upp á nokkrum mánuðum en þar á bæ hefur ekki verið gefið upp hvenær henni verður náð ef það á annað borð tekst. Það myndi krefjast aukavakta í verksmiðjum þeirra og nýjum helgarvöktum og á helgidögum og er Toyota nú í viðræðum við stéttarfélög um slíkt. Toyota hefur neyðst til að leggja niður framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum vegna skorts á íhutum og sumar þeirra hefja aftur framleiðslu í dag en í öðrum seinna í þessari viku. Í enn öðrum er ekki ljóst hvenær framleiðsla getur hafist aftur, meðal annars í verksmiðjum Lexus í Miyata og Motomachi nálægt upptökum skjálftans og á meðan hleðst upp töpuð framleiðsla. Um 42% af framleiðslu Toyota og Lexus í Japan er flutt til annarra landa og því mun verða skortur á Toyota og Lexus bílum víða um heim. Meðal þeirra bíla sem yfirvofandi skortur verður á er Lexus RX og NX jepparnir, sem og á Lexus GS, ES og CT hybrid fólksbílunum. Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent
Jarðskjálftinn stóri sem skall á Kyushu eyju í Japan þann 14. apríl hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og iðnaðarframleiðslu á eyjunni. Toyota er eitt þeirra fyrirtækja sem ekki hafa farið varhluta af því og íhlutir í bíla þeirra sem framleiddir eru á eyjunni hafa ekki borist. Toyota áætlaði skömmu eftir skjálftann að áhrif þess væri 56.000 bíla töpuð framleiðsla en nýjar tölur frá Toyota kveða á um a.m.k. 80.000 bíla. Toyota taldi í fyrstu að tapaðri framleiðslu yrði náð upp á nokkrum mánuðum en þar á bæ hefur ekki verið gefið upp hvenær henni verður náð ef það á annað borð tekst. Það myndi krefjast aukavakta í verksmiðjum þeirra og nýjum helgarvöktum og á helgidögum og er Toyota nú í viðræðum við stéttarfélög um slíkt. Toyota hefur neyðst til að leggja niður framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum vegna skorts á íhutum og sumar þeirra hefja aftur framleiðslu í dag en í öðrum seinna í þessari viku. Í enn öðrum er ekki ljóst hvenær framleiðsla getur hafist aftur, meðal annars í verksmiðjum Lexus í Miyata og Motomachi nálægt upptökum skjálftans og á meðan hleðst upp töpuð framleiðsla. Um 42% af framleiðslu Toyota og Lexus í Japan er flutt til annarra landa og því mun verða skortur á Toyota og Lexus bílum víða um heim. Meðal þeirra bíla sem yfirvofandi skortur verður á er Lexus RX og NX jepparnir, sem og á Lexus GS, ES og CT hybrid fólksbílunum.
Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent