Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2016 05:00 Leiðin upp í Fálkafell ofan Akureyrar er fáfarin og grýtt jeppaslóð. Fréttablaðið/Sveinn Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir grófri líkamsárás á laugardagsmorgun við heimahús á Akureyri. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin,“ segir þolandi árásarinnar síðastliðinn laugardagsmorgun. Áverkar eru um allan líkama mannsins.„Svo man ég bara eftir mér hérna upp frá á leiðinni upp í Fálkafell. Ég hefði aldrei komist hingað einn míns liðs með þessa áverka sem ég var með.“ Hann var meðal annars með áverka á baki eftir að hafa verið dreginn á sólpallinum meðvitundarlaus og með skófar á enni eftir árásina, lemstraður um allan líkama, tvö stungusár og brotna hönd. Maðurinn segir að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir voru að verki en sá sem talinn er hafa veist að manninum með eggvopni á laugardagsmorgninum var handtekinn fljótlega og situr hann nú í gæsluvarðhaldi til föstudags, til að tryggja rannsóknarhagsmuni vegna líkamsárásarinnar. Talið er að tveir til þrír aðrir hafi aðstoðað við að flytja manninn særðan upp fyrir bæinn úr alfaraleið.Mikið blæddi úr stungusári á kálfa fórnarlambsins. Fréttablaðið/SveinnGuðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir rannsókn málsins miða vel. Líklegt er að manninum sem situr í gæsluvarðhaldinu verði sleppt fyrir föstudag. „Við fengum tilkynningu um að maður hefði slasast á gönguleið upp í Fálkafell á laugardagsmorgun. Það voru göngumenn sem komu auga á manninn. Síðan reyndist svo ekki vera enda var hann fluttur nauðugur upp eftir. Stuttu seinna handtókum við meintan árásarmann, tókum af honum skýrslu og í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags,“ segir Guðmundur. „Enn erum við að rannsaka nákvæma málavöxtu en rannsókn miðar vel. Allt eru þetta einstaklingar sem við þekkjum til og hafa komið við sögu hjá okkur áður.“ Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir grófri líkamsárás á laugardagsmorgun við heimahús á Akureyri. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin,“ segir þolandi árásarinnar síðastliðinn laugardagsmorgun. Áverkar eru um allan líkama mannsins.„Svo man ég bara eftir mér hérna upp frá á leiðinni upp í Fálkafell. Ég hefði aldrei komist hingað einn míns liðs með þessa áverka sem ég var með.“ Hann var meðal annars með áverka á baki eftir að hafa verið dreginn á sólpallinum meðvitundarlaus og með skófar á enni eftir árásina, lemstraður um allan líkama, tvö stungusár og brotna hönd. Maðurinn segir að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir voru að verki en sá sem talinn er hafa veist að manninum með eggvopni á laugardagsmorgninum var handtekinn fljótlega og situr hann nú í gæsluvarðhaldi til föstudags, til að tryggja rannsóknarhagsmuni vegna líkamsárásarinnar. Talið er að tveir til þrír aðrir hafi aðstoðað við að flytja manninn særðan upp fyrir bæinn úr alfaraleið.Mikið blæddi úr stungusári á kálfa fórnarlambsins. Fréttablaðið/SveinnGuðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir rannsókn málsins miða vel. Líklegt er að manninum sem situr í gæsluvarðhaldinu verði sleppt fyrir föstudag. „Við fengum tilkynningu um að maður hefði slasast á gönguleið upp í Fálkafell á laugardagsmorgun. Það voru göngumenn sem komu auga á manninn. Síðan reyndist svo ekki vera enda var hann fluttur nauðugur upp eftir. Stuttu seinna handtókum við meintan árásarmann, tókum af honum skýrslu og í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags,“ segir Guðmundur. „Enn erum við að rannsaka nákvæma málavöxtu en rannsókn miðar vel. Allt eru þetta einstaklingar sem við þekkjum til og hafa komið við sögu hjá okkur áður.“
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira