Brýnt að styrkja flutningskerfi raforku á Reykjanesi Sverrir Jan Norðfjörð skrifar 27. apríl 2016 07:00 Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun