Kjarni málsins Stjórnarmaðurinn skrifar 27. apríl 2016 09:30 Vinna við Panama-skjölin svonefndu hefur verið á hendi fjögurra fjölmiðla. Þessir miðlar hafa getað valið hverjum verði kastað fyrir ljónin hverju sinni, og hverjum skuli hlíft. Í því felast mikil völd. Því miður er ekki að sjá að þeir sem fara með þessi völd hafi sérstaka ábyrgðartilfinningu eða kunni að skilja Kjarnann frá hisminu. Þannig er oft á tíðum ekki um miklar uppljóstranir að ræða, heldur í raun upplýsingar sem hafa alla tíð verið opinberar í fyrirtækjaskrám hinna ýmsu landa. Leyndin er ekki meiri en svo, en með því að vísa sí og æ til Panama-skjalanna er þetta sett í þann búning að verið sé að fletta ofan af leynimakki miklu. Í mörgum tilfellum virðist sem ekkert óeðlilegt sé á ferðinni. Athafnafólk, sem búsett hefur verið erlendis til fjölda ára, á félög á erlendri grundu, stundar sín viðskipti þar og borgar sína skatta og skyldur. Varla sérstaklega fréttnæmt. Í öðrum tilvikum eru tengingarnar svo langsóttar að varla er annað hægt en að skella upp úr. Þætti blaðamanninum sanngjarnt að þurfa að bera ábyrgð á viðskiptum látins tengdaföður síns? Fáránleikinn nær þó hæsta stigi þegar hann er farinn að bíta sjálfa stjörnublaðamennina í afturendann. Þannig hefur Vilhjálmur Þorsteinsson, einn aðaleigenda Kjarnans, nú sagt sig úr stjórn félagsins þar sem hann sagði ósatt um aflandseignir sínar. Raunar er furðulegt að siðapostularnir á Kjarnanum hafi ekki ýtt við Vilhjálmi fyrr, en eignarhlutur hans er í gegnum félagið Miðeind ehf., sem aftur er í eigu Meson Holding sem skráð er í Lúxemborg. Meðal annarra eigna Meson Holding var hlutur í fjárfestingafélaginu Teton, sem margoft hefur komið fram að hagnaðist gríðarlega á skortstöðum gegn íslensku krónunni. Aðspurður á sínum tíma, sagðist Vilhjálmur ekki geta tjáð sig enda upplýsi hann aldrei um einstakar fjárfestingar. Hið sama virtist ekki eiga við um fjárfestingu hans í Kjarnanum sem hann hefur verið óhræddur að tjá sig um. Nú er spurning hvort er alvarlega í huga forsvarsmanna Kjarnans, að segja ósatt um aflandseign, eða að hafa hagnast á, og ásamt öðrum, stuðlað að hruni krónunnar meðan heimilisbókhaldið hjá flestum stóð í ljósum logum? Kannski hefðu Kjarnamenn átt að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir völdu sér fjárfesta. Eitt er víst að nú þurfa þeir að styrkja stoðir glerhússins – áður en það hrynur til grunna. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Vinna við Panama-skjölin svonefndu hefur verið á hendi fjögurra fjölmiðla. Þessir miðlar hafa getað valið hverjum verði kastað fyrir ljónin hverju sinni, og hverjum skuli hlíft. Í því felast mikil völd. Því miður er ekki að sjá að þeir sem fara með þessi völd hafi sérstaka ábyrgðartilfinningu eða kunni að skilja Kjarnann frá hisminu. Þannig er oft á tíðum ekki um miklar uppljóstranir að ræða, heldur í raun upplýsingar sem hafa alla tíð verið opinberar í fyrirtækjaskrám hinna ýmsu landa. Leyndin er ekki meiri en svo, en með því að vísa sí og æ til Panama-skjalanna er þetta sett í þann búning að verið sé að fletta ofan af leynimakki miklu. Í mörgum tilfellum virðist sem ekkert óeðlilegt sé á ferðinni. Athafnafólk, sem búsett hefur verið erlendis til fjölda ára, á félög á erlendri grundu, stundar sín viðskipti þar og borgar sína skatta og skyldur. Varla sérstaklega fréttnæmt. Í öðrum tilvikum eru tengingarnar svo langsóttar að varla er annað hægt en að skella upp úr. Þætti blaðamanninum sanngjarnt að þurfa að bera ábyrgð á viðskiptum látins tengdaföður síns? Fáránleikinn nær þó hæsta stigi þegar hann er farinn að bíta sjálfa stjörnublaðamennina í afturendann. Þannig hefur Vilhjálmur Þorsteinsson, einn aðaleigenda Kjarnans, nú sagt sig úr stjórn félagsins þar sem hann sagði ósatt um aflandseignir sínar. Raunar er furðulegt að siðapostularnir á Kjarnanum hafi ekki ýtt við Vilhjálmi fyrr, en eignarhlutur hans er í gegnum félagið Miðeind ehf., sem aftur er í eigu Meson Holding sem skráð er í Lúxemborg. Meðal annarra eigna Meson Holding var hlutur í fjárfestingafélaginu Teton, sem margoft hefur komið fram að hagnaðist gríðarlega á skortstöðum gegn íslensku krónunni. Aðspurður á sínum tíma, sagðist Vilhjálmur ekki geta tjáð sig enda upplýsi hann aldrei um einstakar fjárfestingar. Hið sama virtist ekki eiga við um fjárfestingu hans í Kjarnanum sem hann hefur verið óhræddur að tjá sig um. Nú er spurning hvort er alvarlega í huga forsvarsmanna Kjarnans, að segja ósatt um aflandseign, eða að hafa hagnast á, og ásamt öðrum, stuðlað að hruni krónunnar meðan heimilisbókhaldið hjá flestum stóð í ljósum logum? Kannski hefðu Kjarnamenn átt að vinna heimavinnuna sína betur áður en þeir völdu sér fjárfesta. Eitt er víst að nú þurfa þeir að styrkja stoðir glerhússins – áður en það hrynur til grunna.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira