Er ein kráka í hendi betri en tvær í skógi? Þorkell Helgason skrifar 6. apríl 2016 07:00 Greinarhöfundur fjallaði hér í Fréttablaðinu 2. apríl sl. um innihaldið í frumvarpsdrögum stjórnarskrárnefndar sem kynnt hafa verið. (Því miður hefur uppsetningin brenglast lítillega í blaðinu en rétt upp setta má finna greinina á vefsíðunni visir.is; https://www.visir.is/hvad-sagdi-stjornlagarad-um-tillogur-stjornarskrarnefndar-/article/2016160409845) Nú verður haldið áfram og hugað að framvindu málsins.Staðan nú Nú, nær fimm árum eftir að stjórnlagaráð lagði fram heildardrög að nýrri stjórnarskrá, búum við enn við þá gömlu, óbreytta. Við, sem viljum nýja stjórnarskrá byggða á þeim grundvelli sem stjórnlagaráð lagði, verðum að spyrja okkur hvort við teljum tillögur stjórnarskrárnefndar spor í rétta átt, áfangasigur, sem beri að fagna, eða leiðarenda málsins og um leið blindgötu. Hvort tillögurnar séu viðunandi áfangi fer að talsverðu leyti eftir því hvernig nefndin tekur á þeim ábendingum um lagfæringar sem hún hefur fengið. Verði niðurstaðan sú að endanlegar tillögur nefndarinnar séu kráka í hendi ber þá ekki að fagna því og þiggja? Hinar krákurnar tvær í skógi ættu að geta náðst síðar. Ef ekki, er þá ekki þessi eina í hendi skárri en engin? Látum svörin bíða þess sem fram vindur.Hvað svo? En jafnvel þótt stjórnarskrárnefndin nýja skili af sér viðunandi tillögum, er kálið ekki sopið þó að í ausuna sé komið. Við tekur umfjöllun á Alþingi og atkvæðagreiðsla þar. Frumvörp stjórnarskrárnefndar verða að fá stuðning 2/3 hluta greiddra atkvæði á þinginu, atkvæði 42 þingmanna, ef hinir 21 eru allir á móti. Það eitt kallar á stuðning minnst þriggja þingflokka. Þingmenn kunna að vera andvígir umræddum stjórnarskrárbreytingum, bæði þeir sem vilja sem minnstu breyta svo og hinir sem telja of skammt gengið. Að málinu yrði því sótt úr tveimur áttum. Hljóti frumvörpin, eitt, tvö eða öll þrjú, tilskilin stuðning á þingi fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þar eru líka settar skorður. Ekki nægir að meiri hluti þeirra, sem þátt taka, ákveði endanlega um afdrif breytingarfrumvarpanna heldur verða 40% kjósenda á kjörskrá að styðja hvert frumvarpanna til að það teljist samþykkt. Þetta er strangt skilyrði. Jafnvel þótt kosningaþátttaka yrði þokkaleg, segjum 60%, þurfa 2/3 þeirra sem þátt taka að vera fylgjandi breytingunni. Rúmur þriðjungur nær á hinn bóginn að fella málið. Eins og á þingi kynnu þá andstæðingar að sameinast gegn breytingunum. Til þess að slíkar stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga, þarf því að virkja stóran hluta kjósenda til þátttöku og megnið af þeim verður að sannfærast um ágæti frumvarpanna. Af þessu sést að brýnt er að undirbúa hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu vel, hafa góða kynningu – með og móti – og síðast en ekki síst að velja réttan tíma. Að mínu mati væri, úr því sem komið er, æskilegast að hafa atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða næstu þingkosningum. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og kosningalaga verða þingkosningar að fara fram í síðasta lagi 29. apríl 2017. Bráðabirgðaákvæðið um verklagið við stjórnarskrárbreytingu, sem til stendur að nýta, fellur úr gildi degi síðar, eða 30. apríl 2017. Þannig væri enn borð fyrir báru. Nú kann að vera sagt að óheppilegt sé að tengja saman þjóðaratkvæðagreiðslu og þingkosningar. Forseti lýðveldisins hefur tekið svo stórt upp í sig að segja það „jafnvel andlýðræðislegt í eðli sínu“ að þjóðaratkvæðagreiðsla blandaðist komandi forsetakosningum. Ekki verður tekið undir þá skoðun auk þess sem hér er ólíku saman að jafna. Það er einmitt tilvalið að spyrða saman þingkosningar og stjórnarskrármál. Stjórnarskráin mun þá verða einna efst á baugi í aðdraganda þingkosninganna. Þjóðinni gefst þannig tækifæri til að hafa samræmi í gerðum sínum, að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga og kjósa jafnframt þá á þing sem vilja fylgja eftir frekari stjórnarskrárbreytingum – jafnvel á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Hinir sem vilja sem fæstu breyta kjósa þá kyrrstöðuflokka. Þessi þráður verður ekki spunninn lengra að sinni. Nú er þess að bíða að stjórnarskrárnefnd skili af sér – og þá vonandi bættum tillögum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur fjallaði hér í Fréttablaðinu 2. apríl sl. um innihaldið í frumvarpsdrögum stjórnarskrárnefndar sem kynnt hafa verið. (Því miður hefur uppsetningin brenglast lítillega í blaðinu en rétt upp setta má finna greinina á vefsíðunni visir.is; https://www.visir.is/hvad-sagdi-stjornlagarad-um-tillogur-stjornarskrarnefndar-/article/2016160409845) Nú verður haldið áfram og hugað að framvindu málsins.Staðan nú Nú, nær fimm árum eftir að stjórnlagaráð lagði fram heildardrög að nýrri stjórnarskrá, búum við enn við þá gömlu, óbreytta. Við, sem viljum nýja stjórnarskrá byggða á þeim grundvelli sem stjórnlagaráð lagði, verðum að spyrja okkur hvort við teljum tillögur stjórnarskrárnefndar spor í rétta átt, áfangasigur, sem beri að fagna, eða leiðarenda málsins og um leið blindgötu. Hvort tillögurnar séu viðunandi áfangi fer að talsverðu leyti eftir því hvernig nefndin tekur á þeim ábendingum um lagfæringar sem hún hefur fengið. Verði niðurstaðan sú að endanlegar tillögur nefndarinnar séu kráka í hendi ber þá ekki að fagna því og þiggja? Hinar krákurnar tvær í skógi ættu að geta náðst síðar. Ef ekki, er þá ekki þessi eina í hendi skárri en engin? Látum svörin bíða þess sem fram vindur.Hvað svo? En jafnvel þótt stjórnarskrárnefndin nýja skili af sér viðunandi tillögum, er kálið ekki sopið þó að í ausuna sé komið. Við tekur umfjöllun á Alþingi og atkvæðagreiðsla þar. Frumvörp stjórnarskrárnefndar verða að fá stuðning 2/3 hluta greiddra atkvæði á þinginu, atkvæði 42 þingmanna, ef hinir 21 eru allir á móti. Það eitt kallar á stuðning minnst þriggja þingflokka. Þingmenn kunna að vera andvígir umræddum stjórnarskrárbreytingum, bæði þeir sem vilja sem minnstu breyta svo og hinir sem telja of skammt gengið. Að málinu yrði því sótt úr tveimur áttum. Hljóti frumvörpin, eitt, tvö eða öll þrjú, tilskilin stuðning á þingi fer málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þar eru líka settar skorður. Ekki nægir að meiri hluti þeirra, sem þátt taka, ákveði endanlega um afdrif breytingarfrumvarpanna heldur verða 40% kjósenda á kjörskrá að styðja hvert frumvarpanna til að það teljist samþykkt. Þetta er strangt skilyrði. Jafnvel þótt kosningaþátttaka yrði þokkaleg, segjum 60%, þurfa 2/3 þeirra sem þátt taka að vera fylgjandi breytingunni. Rúmur þriðjungur nær á hinn bóginn að fella málið. Eins og á þingi kynnu þá andstæðingar að sameinast gegn breytingunum. Til þess að slíkar stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga, þarf því að virkja stóran hluta kjósenda til þátttöku og megnið af þeim verður að sannfærast um ágæti frumvarpanna. Af þessu sést að brýnt er að undirbúa hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu vel, hafa góða kynningu – með og móti – og síðast en ekki síst að velja réttan tíma. Að mínu mati væri, úr því sem komið er, æskilegast að hafa atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar samhliða næstu þingkosningum. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár og kosningalaga verða þingkosningar að fara fram í síðasta lagi 29. apríl 2017. Bráðabirgðaákvæðið um verklagið við stjórnarskrárbreytingu, sem til stendur að nýta, fellur úr gildi degi síðar, eða 30. apríl 2017. Þannig væri enn borð fyrir báru. Nú kann að vera sagt að óheppilegt sé að tengja saman þjóðaratkvæðagreiðslu og þingkosningar. Forseti lýðveldisins hefur tekið svo stórt upp í sig að segja það „jafnvel andlýðræðislegt í eðli sínu“ að þjóðaratkvæðagreiðsla blandaðist komandi forsetakosningum. Ekki verður tekið undir þá skoðun auk þess sem hér er ólíku saman að jafna. Það er einmitt tilvalið að spyrða saman þingkosningar og stjórnarskrármál. Stjórnarskráin mun þá verða einna efst á baugi í aðdraganda þingkosninganna. Þjóðinni gefst þannig tækifæri til að hafa samræmi í gerðum sínum, að taka afstöðu til stjórnarskrárbreytinga og kjósa jafnframt þá á þing sem vilja fylgja eftir frekari stjórnarskrárbreytingum – jafnvel á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Hinir sem vilja sem fæstu breyta kjósa þá kyrrstöðuflokka. Þessi þráður verður ekki spunninn lengra að sinni. Nú er þess að bíða að stjórnarskrárnefnd skili af sér – og þá vonandi bættum tillögum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun