Föstudagsviðtalið: Sigmundur "hefði átt að segja af sér þingmennsku“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 8. apríl 2016 07:00 Höskuldur Þórhallsson. Fréttablaðið/Ernir „Þetta var ferlegt. Það er ekkert hægt að segja annað,“ segir Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins sem óvart kynnti nýtt stjórnarsamstarf í Alþingishúsinu á miðvikudagskvöld. Fjöldi fréttamanna beið niðurstaðna þingflokksfunda stjórnarflokkanna. Höskuldur gekk niður stiga á Alþingi og beint í flas fréttamanna. Hann stóð í þeirri trú að Sigurður Ingi Jónsson og Bjarni Benediktsson hefðu þegar lokið við að kynna nýja ríkisstjórn. „Við biðum inn í þingflokksherberginu eftir langan og strangan fund, eftir að Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson myndu fara og ræða við blaðamenn. Svo gekk ég út, fór í hliðarherbergi og tók nokkur símtöl. Þegar það var búið ætlaði ég að ræða við blaðamenn því þeir höfðu verið að reyna ná í mig og ég var á leiðinni heim. Ég gekk niður og þar mætti mér meiri fjöldi en ég hafði búist við og þetta dæmalausa viðtal var tekið. Þetta var ekki ætlunin og mér finnst þetta hálfpartinn leitt svona eftir á,“ segir hann. Hann segist hafa gert sér grein fyrir stöðunni í miðju viðtali. „Ég fattaði þetta þegar frekar langt var liðið á viðtalið, kannski hefði maður átt að átta sig á þessu fyrr. En ég fékk spurninguna, hvenær koma þeir niður og þá spurði ég, eru þeir ekki komnir nú þegar? Mér leið ekkert sérstaklega vel.“Krítískt stjórnmálaástandUndanfarin vika er fordæmalaus í íslenskri stjórnmálasögu. Greint var frá því að forsætis-, fjármála- og innanríkisráðherra ættu öll tengsl við félög í aflandseyjum. Forsætisráðherra sagði af sér eftir ein stærstu mótmæli í sögunni. Kastljósi erlendra fjölmiðla var beint að málinu. Sigmundur stendur uppi sem óbreyttur þingmaður, en heldur formannstitli í Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tekið við forsætisráðuneytinu og nýr utanríkisráðherra skipaður, Lilja D. Alfreðsdóttir. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er orðinn ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs. „Þessi vika hefur verið erfið. Ég held það sé öllum ljóst að ástandið í stjórnmálum er krítískt.“Enn er mótmælt. Margir vilja kosningar og vilja að aðrir ráðherrar sem eiga tengsl við aflandseyjar segi líka af sér. Eru þessar ráðstafanir nægar? „Það held ég. Við sem sitjum á Alþingi berum skyldur og ábyrgð á að landinu sé stýrt, líka þegar er erfitt. Ég held við höfum komist að skynsamlegri niðurstöðu. Ég skil vel kröfuna um kosningar strax en ég tel að þar sem er stutt eftir af kjörtímabilinu hefði verið betra ef við hefðum klárað kjörtímabilið. Ég held að flestir stjórnmálaflokkar hefðu viljað fá rými til að gera upp sín mál. Fyrir okkur að klára þau stóru mál sem við leggjum áherslu á, á því stutta þingi sem framundan er. Eg hefði talið það heillvænlegast en styð þá niðurstöðu að það verði kosið í haust.“Minnir um margt á hruniðHöskuldur segir stöðuna sem upp er komin minna um margt á tímann eftir hrun. „Það er því miður staðreyndin. Ég kom á þing 2007, skömmu síðar varð efnahagshrun og ég sat í viðskiptanefnd. Við fengum á okkar fundi alla þá sem voru að reyna að útskýra hvað væri að gerast. Stemmingin var svipuð þá og núna, því miður. Maður heyrir það af mótmælunum sem eru áþekk því sem var þá einstaka daga.“ Hann segist vonast til að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafi slegið á reiði fólks. „Það er mín von. Við höfum því miður horft upp á það síðastliðin ár að reiðin sem myndaðist þá, það er auðvelt að magna hana upp aftur. Þó að okkur gangi vel í efnahagsmálum og við stjórn landsins. Við höfum náð að sigrast á vandamálum og koma góðum verkefnum af stað, samt er auðvelt að sjá af hverju fólk verður reitt.“Hvernig finnst þér framganga Sigmundar hafa verið? „Ég held að hann hafi verið að gera sitt besta undir erfiðum kringumstæðum. Ég held að enginn hafi áttað sig á hvað myndi gerast, hver viðbrögðin yrðu. Mér persónulega varð brugðið, ég áttaði mig ekki á því hvernig eðli þessara aflandsfélaga væri.“ Viðtalið sem birtist í Kastljósinu var tekið þremur vikum áður en það var birt. Sigmundur Davíð hafði ekki sagt samflokksmönnum sínum né öðrum frá því. „Við getum séð það eftir á, að það hefði verið betra ef hann hefði greint þingflokknum frá þessu áður. Ég ímynda mér að við værum þá í annarri stöðu.“Hefur hann gert nægjanlega grein fyrir fjármálum sínum? „Ég tel hann eigi að fá rými til þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Það var kallað eftir því og hann sagði sjálfur að það væri ástæða til þess að gera betur grein fyrir sínum málum og leggja fram gögn, ef þau eru til.“Hefði átt að segja af sér þingmennskuHöskuldur segir Sigmund hafa átt að stíga skrefið til fulls. „Hann hefði átt að segja af sér þingmennsku. Siðan hefði hann haft tækifæri til að koma aftur tvíefldur. En það er auðvitað kjósenda og stuðningsmanna flokksins að ákveða hvort hann verði framtíðarformaður flokksins. Við erum enn stödd í hringiðunni, það er havarí á þinginu og annars staðar. Við eigum eftir að fá upplýsingar og bíðum eftir því. Þegar frá dregur vonast ég til að menn geti rætt þessa hluti á málefnalegan hátt og menn fái að njóta sannmælis. Það eiga allir rétt á því.“Finnst þér hann ekki hafa notið sannmælis?„Mér finnst að aðstæður hefðu mátt vera aðrar til að hann gæti útskýrt mál sitt betur. En ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það. Ég bara get það ekki.“ Hann segir alla Framsóknarmenn átta sig á því að flokkurinn er í erfiðri stöðu. Þeir hafi samt ekki snúið baki við Sigmundi. „Það held ég ekki. Við höfum stutt hann. Ég hef stutt hann í gegnum tíðina. Það er kjósenda okkar að vega og meta hvort þeir treysta stjórnmálamönnum, það er flokksmanna að vega og meta hvort þeir treysti forystunni.“Hvernig var að horfa á kastljósþáttinn? Vissirðu að hlutirnir myndu breytast? „Ég gerði mér grein fyrir því en ekki fyrir því hvernig eða í hvaða átt þeir myndu fara. Ég vissi samt sem víst að þjóðin yrði óánægð og við ættum að taka þessar upplýsingar alvarlega. Ég held að tilfinningin hafi verið svipuð og hjá fólki almennt. Manni var brugðið og ég var dapur.“ Fundur Sigmundar Davíðs með forseta Íslands, vakti líka furðu. Höskuldur segir að þingflokkurinn hefði viljað vita af þeim fundi og fyrirætlunum Sigmundar. „En við gerum okkur grein fyrir því að það var mikið fjaðrafok í gangi. Þegar maður er staddur í miðri hringiðunni þá kannski telur maður að sig vera gera rétt sem svo eftir á reynist rangt. Ég tel að hans mat hafi verið þetta. Við skulum svo bara sjá hvernig sagan dæmir það.“Segir málið skaða ímynd landsinsMikið hefur verið rætt um þann skaða sem þetta hefur valdið á ímynd landsins. „Ég held það sé rétt því miður. Við sjáum að hlutabréf hafa fallið, við tökum eftir því að fundum hefur verið frestað. Trúverðugleiki landsins hefur beðið hnekk. Við verðum að endurvekja það traust, sem stöndum í pólitík.“ Höskuldur telur þó ekki að Bjarni Benediktsson þurfi að víkja til að endurvekja það traust. „Ég er ekki sammála því. Ég held reyndar að hann verði eins og aðrir að standa fyrir framan sína kjósendur og flokksmönnum. Mér finnst hann hafa gert ágætlega grein fyrir sínum málum. Það er ekkert í mínum huga sem er ósvarað eða óskýrt. Ég treysti honum og er reiðubúinn að starfa með honum og Ólöfu áfram í ríkisstjórn þangað til boðað verður til kosninga.“Fannst þér gengið framhjá þér við ráðherraskipan? „Nei. Ég hef að sjálfsögðu pólitískan metnað en gerði mér grein fyrir þvi að í svona erfiðri stöðu væri ágætt að breyta sem minnstu.“Helduru að þessi sár verði gróin um heilt þegar kjörtímabili lýkur? „Ég hreinlega veit það ekki og vil engu spá. Ég veit bara við ætlum að reyna vinna vel fram að kosningum og nýta þann tíma til að koma mikilvægum málum í gegn. Síðan þurfum við að ræða við fólkið í landinu. Reyna að sannfæra þau um að okkar stefna sé farsælust áfram.“Hvað finnst þér almennt um skattaskjól, eða félög sem eru stofnuð í aflandseyjum, þó allt sé gefið upp til skatts í heimalandinu? „Ég er alfarið á móti slíku."Höskuldur hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðu af fundi þingflokks Framsóknar þegar hann rölti niður stigann á Alþingi. Kynnti hann stóru línurnar í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi fyrir alþjóð áður en oddvitar stjórnarflokkana gerðu það sama nokkru síðar. Hann segir það alls ekki hafa verið ætlun sína. vísir/ErnirÞú átt ekki aflandsfélag?„Nei, ég á ekki aflandsfélag.“Eru aldrei eðlilegar skýringar á því að fólk eigi aflandsfélög? „Það skal ég ekki dæma um. Aflandsfélög eins og þau eru skilgreind hjá OECD, ganga út á tvennt, að fela eignir eða að fólki sé í sjálfsvald sett hvort það greiði skatta eða ekki og það get ég ekki sætt mig við. Ég hef ekki verið í þessum heimi og hef enga tilfinningu fyrir því hvernig þetta virkaði á þessum tíma.“Gjaldeyrishöftin stærstStærsta mál ríkisstjórnarinnar er að aflétta gjaldeyrishöftum. Hagfræðingar hafa komið fram og sagt að Seðlabankinn geti einn klárað málið og engrar aðkomu ráðherra sé þörf. Þessu hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og aðrir andmælt. „Ég treysti því fólki sem er í ráðuneytunum til að stýra þeirri vinnu. Það eru örugglega einhverjir aðrir sem gætu leitt þessa vinnu en það verður ekki hjá því komist að Bjarni Benediktsson er mjög vel að sér í þessum málum. Þekkir hvern krók og kima. Ég held að hann sé mjög vel til þess fallinn að leiða þetta til lykta.“ Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega og leggur fram vantrausttillögu á þingi í dag. Verður einhverntíma starfsfriður undir þessum kringumstæðum?„Það verður erfitt að starfa á næstunni. Ég held að næsta vika verði erfið, en svo fer þetta bara eftir því hvernig þetta þróast. Einhverntímann verður starfsfriður. Við höfum lært að vinna undir pressu og álagi og það er okkar hlutverk sem stjórnmálamenn.“Formaður í nokkrar mínúturMistök urðu til þess að Höskuldur var tilkynntur formaður Framsóknarflokksins árið 2009. Árið sem Sigmundur Davíð var réttilega kjörinn formaður. Nokkrum mínútum síðar var misskilningurinn leiðréttur. „Það var einfaldlega lesið vitlaust upp. En þetta voru líklega bestu tímar Framsóknarflokksins,“ segir hann hlæjandi. „Mér fannst ólíklegt að svona færi. Þegar þetta var tilkynnt var ég á báðum áttum en óneitanlega glaður. Líka kvíðinn. Ég var mjög ungur þegar ég bauð mig fram til formanns og óreyndur í pólítík. Þannig að ég var alveg feginn þegar Sigmundur var kjörinn formaður. En ég bauð mig fram því ég vildi leiða flokkinn. Eftir þetta allt saman horfi ég bara tilbaka með ánægju, það voru fjölmargir sem vildu styðja mig og ég var mjög þakklátur fyrir það.“ Það vakti einnig athygli, 2013, þegar Sigmundur Davíð bauð sig fram í Norðaustur kjördæmi. Mörgum fannst hann með því vera að bola Höskuldi úr oddvitasætinu. Hvernig upplifðir þú það?„Ég leit ekki á það þannig. Ég hinsvegar taldi að það væri eðlilegt að ef tveir menn sæktust eftir sama embætti væri kosið um það, niðurstaðan lá fyrir. Ég fann virkilega góðan stuðning við mig og vítt og breitt um mitt umdæmi og var ánægður, þannig lagað. Og ákvað í kjölfarið að vinna af heilindum með formanni flokksins og öðrum framsóknarmönnum.“Pólítík rænir hann ekki EMHann segir vera gott á milli þeirra Sigmundar. „Ég hef ekki fundið annað. En við höfum keppst um embætti. Við snerum bökum heldur betur saman eftir það. Ég hef alltaf verið reiðubúinn að vinna með honum. Hann hefur treyst mér til góðra starfa.“ Hann segist ætla halda áfram í stjórnmálum. „Mér finnst ég eiga verk eftir óunnið, margt sem brennur á mér. Ég hef áhuga á málefnum kjördæmisins og þjóðarinnar og tel að við getum gert mjög vel sem þjóð og byggi það á minni samvinnuhugsjón. En vilji kjósenda ræður um það. Við hræðumst ekki kosningar. Það er alltaf vont þegar þingi er slitið og boðað til kosninga með stuttum fyrirvara. Vont fyrir alla, ekki bara Framsókn. Það eru forsetakosningar í sumar. Það er líka EM í fótbolta. Ég held að þjóðin láti pólítíkina ekki taka EM frá sér,“ segir Höskuldur, kíminn. „Ef það er eitthvað sem lætur mig sitja pólítíkina aðeins til hliðar, er það EM í fótbolta þar sem Ísland tekur þátt. Svo hefði ég viljað að við hefðum klárað fjárlög næsta árs og gengið til kosninga næsta vor. En ég styð þessa niðurstöðu.“ Föstudagsviðtalið Panama-skjölin Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
„Þetta var ferlegt. Það er ekkert hægt að segja annað,“ segir Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins sem óvart kynnti nýtt stjórnarsamstarf í Alþingishúsinu á miðvikudagskvöld. Fjöldi fréttamanna beið niðurstaðna þingflokksfunda stjórnarflokkanna. Höskuldur gekk niður stiga á Alþingi og beint í flas fréttamanna. Hann stóð í þeirri trú að Sigurður Ingi Jónsson og Bjarni Benediktsson hefðu þegar lokið við að kynna nýja ríkisstjórn. „Við biðum inn í þingflokksherberginu eftir langan og strangan fund, eftir að Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson myndu fara og ræða við blaðamenn. Svo gekk ég út, fór í hliðarherbergi og tók nokkur símtöl. Þegar það var búið ætlaði ég að ræða við blaðamenn því þeir höfðu verið að reyna ná í mig og ég var á leiðinni heim. Ég gekk niður og þar mætti mér meiri fjöldi en ég hafði búist við og þetta dæmalausa viðtal var tekið. Þetta var ekki ætlunin og mér finnst þetta hálfpartinn leitt svona eftir á,“ segir hann. Hann segist hafa gert sér grein fyrir stöðunni í miðju viðtali. „Ég fattaði þetta þegar frekar langt var liðið á viðtalið, kannski hefði maður átt að átta sig á þessu fyrr. En ég fékk spurninguna, hvenær koma þeir niður og þá spurði ég, eru þeir ekki komnir nú þegar? Mér leið ekkert sérstaklega vel.“Krítískt stjórnmálaástandUndanfarin vika er fordæmalaus í íslenskri stjórnmálasögu. Greint var frá því að forsætis-, fjármála- og innanríkisráðherra ættu öll tengsl við félög í aflandseyjum. Forsætisráðherra sagði af sér eftir ein stærstu mótmæli í sögunni. Kastljósi erlendra fjölmiðla var beint að málinu. Sigmundur stendur uppi sem óbreyttur þingmaður, en heldur formannstitli í Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tekið við forsætisráðuneytinu og nýr utanríkisráðherra skipaður, Lilja D. Alfreðsdóttir. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er orðinn ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs. „Þessi vika hefur verið erfið. Ég held það sé öllum ljóst að ástandið í stjórnmálum er krítískt.“Enn er mótmælt. Margir vilja kosningar og vilja að aðrir ráðherrar sem eiga tengsl við aflandseyjar segi líka af sér. Eru þessar ráðstafanir nægar? „Það held ég. Við sem sitjum á Alþingi berum skyldur og ábyrgð á að landinu sé stýrt, líka þegar er erfitt. Ég held við höfum komist að skynsamlegri niðurstöðu. Ég skil vel kröfuna um kosningar strax en ég tel að þar sem er stutt eftir af kjörtímabilinu hefði verið betra ef við hefðum klárað kjörtímabilið. Ég held að flestir stjórnmálaflokkar hefðu viljað fá rými til að gera upp sín mál. Fyrir okkur að klára þau stóru mál sem við leggjum áherslu á, á því stutta þingi sem framundan er. Eg hefði talið það heillvænlegast en styð þá niðurstöðu að það verði kosið í haust.“Minnir um margt á hruniðHöskuldur segir stöðuna sem upp er komin minna um margt á tímann eftir hrun. „Það er því miður staðreyndin. Ég kom á þing 2007, skömmu síðar varð efnahagshrun og ég sat í viðskiptanefnd. Við fengum á okkar fundi alla þá sem voru að reyna að útskýra hvað væri að gerast. Stemmingin var svipuð þá og núna, því miður. Maður heyrir það af mótmælunum sem eru áþekk því sem var þá einstaka daga.“ Hann segist vonast til að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafi slegið á reiði fólks. „Það er mín von. Við höfum því miður horft upp á það síðastliðin ár að reiðin sem myndaðist þá, það er auðvelt að magna hana upp aftur. Þó að okkur gangi vel í efnahagsmálum og við stjórn landsins. Við höfum náð að sigrast á vandamálum og koma góðum verkefnum af stað, samt er auðvelt að sjá af hverju fólk verður reitt.“Hvernig finnst þér framganga Sigmundar hafa verið? „Ég held að hann hafi verið að gera sitt besta undir erfiðum kringumstæðum. Ég held að enginn hafi áttað sig á hvað myndi gerast, hver viðbrögðin yrðu. Mér persónulega varð brugðið, ég áttaði mig ekki á því hvernig eðli þessara aflandsfélaga væri.“ Viðtalið sem birtist í Kastljósinu var tekið þremur vikum áður en það var birt. Sigmundur Davíð hafði ekki sagt samflokksmönnum sínum né öðrum frá því. „Við getum séð það eftir á, að það hefði verið betra ef hann hefði greint þingflokknum frá þessu áður. Ég ímynda mér að við værum þá í annarri stöðu.“Hefur hann gert nægjanlega grein fyrir fjármálum sínum? „Ég tel hann eigi að fá rými til þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Það var kallað eftir því og hann sagði sjálfur að það væri ástæða til þess að gera betur grein fyrir sínum málum og leggja fram gögn, ef þau eru til.“Hefði átt að segja af sér þingmennskuHöskuldur segir Sigmund hafa átt að stíga skrefið til fulls. „Hann hefði átt að segja af sér þingmennsku. Siðan hefði hann haft tækifæri til að koma aftur tvíefldur. En það er auðvitað kjósenda og stuðningsmanna flokksins að ákveða hvort hann verði framtíðarformaður flokksins. Við erum enn stödd í hringiðunni, það er havarí á þinginu og annars staðar. Við eigum eftir að fá upplýsingar og bíðum eftir því. Þegar frá dregur vonast ég til að menn geti rætt þessa hluti á málefnalegan hátt og menn fái að njóta sannmælis. Það eiga allir rétt á því.“Finnst þér hann ekki hafa notið sannmælis?„Mér finnst að aðstæður hefðu mátt vera aðrar til að hann gæti útskýrt mál sitt betur. En ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það. Ég bara get það ekki.“ Hann segir alla Framsóknarmenn átta sig á því að flokkurinn er í erfiðri stöðu. Þeir hafi samt ekki snúið baki við Sigmundi. „Það held ég ekki. Við höfum stutt hann. Ég hef stutt hann í gegnum tíðina. Það er kjósenda okkar að vega og meta hvort þeir treysta stjórnmálamönnum, það er flokksmanna að vega og meta hvort þeir treysti forystunni.“Hvernig var að horfa á kastljósþáttinn? Vissirðu að hlutirnir myndu breytast? „Ég gerði mér grein fyrir því en ekki fyrir því hvernig eða í hvaða átt þeir myndu fara. Ég vissi samt sem víst að þjóðin yrði óánægð og við ættum að taka þessar upplýsingar alvarlega. Ég held að tilfinningin hafi verið svipuð og hjá fólki almennt. Manni var brugðið og ég var dapur.“ Fundur Sigmundar Davíðs með forseta Íslands, vakti líka furðu. Höskuldur segir að þingflokkurinn hefði viljað vita af þeim fundi og fyrirætlunum Sigmundar. „En við gerum okkur grein fyrir því að það var mikið fjaðrafok í gangi. Þegar maður er staddur í miðri hringiðunni þá kannski telur maður að sig vera gera rétt sem svo eftir á reynist rangt. Ég tel að hans mat hafi verið þetta. Við skulum svo bara sjá hvernig sagan dæmir það.“Segir málið skaða ímynd landsinsMikið hefur verið rætt um þann skaða sem þetta hefur valdið á ímynd landsins. „Ég held það sé rétt því miður. Við sjáum að hlutabréf hafa fallið, við tökum eftir því að fundum hefur verið frestað. Trúverðugleiki landsins hefur beðið hnekk. Við verðum að endurvekja það traust, sem stöndum í pólitík.“ Höskuldur telur þó ekki að Bjarni Benediktsson þurfi að víkja til að endurvekja það traust. „Ég er ekki sammála því. Ég held reyndar að hann verði eins og aðrir að standa fyrir framan sína kjósendur og flokksmönnum. Mér finnst hann hafa gert ágætlega grein fyrir sínum málum. Það er ekkert í mínum huga sem er ósvarað eða óskýrt. Ég treysti honum og er reiðubúinn að starfa með honum og Ólöfu áfram í ríkisstjórn þangað til boðað verður til kosninga.“Fannst þér gengið framhjá þér við ráðherraskipan? „Nei. Ég hef að sjálfsögðu pólitískan metnað en gerði mér grein fyrir þvi að í svona erfiðri stöðu væri ágætt að breyta sem minnstu.“Helduru að þessi sár verði gróin um heilt þegar kjörtímabili lýkur? „Ég hreinlega veit það ekki og vil engu spá. Ég veit bara við ætlum að reyna vinna vel fram að kosningum og nýta þann tíma til að koma mikilvægum málum í gegn. Síðan þurfum við að ræða við fólkið í landinu. Reyna að sannfæra þau um að okkar stefna sé farsælust áfram.“Hvað finnst þér almennt um skattaskjól, eða félög sem eru stofnuð í aflandseyjum, þó allt sé gefið upp til skatts í heimalandinu? „Ég er alfarið á móti slíku."Höskuldur hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðu af fundi þingflokks Framsóknar þegar hann rölti niður stigann á Alþingi. Kynnti hann stóru línurnar í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi fyrir alþjóð áður en oddvitar stjórnarflokkana gerðu það sama nokkru síðar. Hann segir það alls ekki hafa verið ætlun sína. vísir/ErnirÞú átt ekki aflandsfélag?„Nei, ég á ekki aflandsfélag.“Eru aldrei eðlilegar skýringar á því að fólk eigi aflandsfélög? „Það skal ég ekki dæma um. Aflandsfélög eins og þau eru skilgreind hjá OECD, ganga út á tvennt, að fela eignir eða að fólki sé í sjálfsvald sett hvort það greiði skatta eða ekki og það get ég ekki sætt mig við. Ég hef ekki verið í þessum heimi og hef enga tilfinningu fyrir því hvernig þetta virkaði á þessum tíma.“Gjaldeyrishöftin stærstStærsta mál ríkisstjórnarinnar er að aflétta gjaldeyrishöftum. Hagfræðingar hafa komið fram og sagt að Seðlabankinn geti einn klárað málið og engrar aðkomu ráðherra sé þörf. Þessu hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og aðrir andmælt. „Ég treysti því fólki sem er í ráðuneytunum til að stýra þeirri vinnu. Það eru örugglega einhverjir aðrir sem gætu leitt þessa vinnu en það verður ekki hjá því komist að Bjarni Benediktsson er mjög vel að sér í þessum málum. Þekkir hvern krók og kima. Ég held að hann sé mjög vel til þess fallinn að leiða þetta til lykta.“ Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega og leggur fram vantrausttillögu á þingi í dag. Verður einhverntíma starfsfriður undir þessum kringumstæðum?„Það verður erfitt að starfa á næstunni. Ég held að næsta vika verði erfið, en svo fer þetta bara eftir því hvernig þetta þróast. Einhverntímann verður starfsfriður. Við höfum lært að vinna undir pressu og álagi og það er okkar hlutverk sem stjórnmálamenn.“Formaður í nokkrar mínúturMistök urðu til þess að Höskuldur var tilkynntur formaður Framsóknarflokksins árið 2009. Árið sem Sigmundur Davíð var réttilega kjörinn formaður. Nokkrum mínútum síðar var misskilningurinn leiðréttur. „Það var einfaldlega lesið vitlaust upp. En þetta voru líklega bestu tímar Framsóknarflokksins,“ segir hann hlæjandi. „Mér fannst ólíklegt að svona færi. Þegar þetta var tilkynnt var ég á báðum áttum en óneitanlega glaður. Líka kvíðinn. Ég var mjög ungur þegar ég bauð mig fram til formanns og óreyndur í pólítík. Þannig að ég var alveg feginn þegar Sigmundur var kjörinn formaður. En ég bauð mig fram því ég vildi leiða flokkinn. Eftir þetta allt saman horfi ég bara tilbaka með ánægju, það voru fjölmargir sem vildu styðja mig og ég var mjög þakklátur fyrir það.“ Það vakti einnig athygli, 2013, þegar Sigmundur Davíð bauð sig fram í Norðaustur kjördæmi. Mörgum fannst hann með því vera að bola Höskuldi úr oddvitasætinu. Hvernig upplifðir þú það?„Ég leit ekki á það þannig. Ég hinsvegar taldi að það væri eðlilegt að ef tveir menn sæktust eftir sama embætti væri kosið um það, niðurstaðan lá fyrir. Ég fann virkilega góðan stuðning við mig og vítt og breitt um mitt umdæmi og var ánægður, þannig lagað. Og ákvað í kjölfarið að vinna af heilindum með formanni flokksins og öðrum framsóknarmönnum.“Pólítík rænir hann ekki EMHann segir vera gott á milli þeirra Sigmundar. „Ég hef ekki fundið annað. En við höfum keppst um embætti. Við snerum bökum heldur betur saman eftir það. Ég hef alltaf verið reiðubúinn að vinna með honum. Hann hefur treyst mér til góðra starfa.“ Hann segist ætla halda áfram í stjórnmálum. „Mér finnst ég eiga verk eftir óunnið, margt sem brennur á mér. Ég hef áhuga á málefnum kjördæmisins og þjóðarinnar og tel að við getum gert mjög vel sem þjóð og byggi það á minni samvinnuhugsjón. En vilji kjósenda ræður um það. Við hræðumst ekki kosningar. Það er alltaf vont þegar þingi er slitið og boðað til kosninga með stuttum fyrirvara. Vont fyrir alla, ekki bara Framsókn. Það eru forsetakosningar í sumar. Það er líka EM í fótbolta. Ég held að þjóðin láti pólítíkina ekki taka EM frá sér,“ segir Höskuldur, kíminn. „Ef það er eitthvað sem lætur mig sitja pólítíkina aðeins til hliðar, er það EM í fótbolta þar sem Ísland tekur þátt. Svo hefði ég viljað að við hefðum klárað fjárlög næsta árs og gengið til kosninga næsta vor. En ég styð þessa niðurstöðu.“
Föstudagsviðtalið Panama-skjölin Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira