Gamla Ísland er nýja Ísland Skjóðan skrifar 30. mars 2016 10:00 Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland. Skjóðan Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Gríðarlegur uppgangur ríkti hér á landi á árunum fyrir hrun. Gamlir, staðnaðir ríkisbankar í úreltu fjármagnskerfi voru seldir lykilfjárfestum. Í kjölfarið fylgdi óhjákvæmilega mikill vöxtur íslenska bankakerfisins, sem sleit af sér öll bönd og nýtti sér aðgang að ódýru alþjóðlegu fjármagni til að umbreyta íslensku fjármálakerfi. Sumt var til góðs en annað síður. Fjármálakerfið sjálft lagaði sig aldrei að nýju bönkunum og alþjóðlegum umsvifum þeirra. Kerfið bannaði m.a. bönkunum að gera upp í alþjóðlegri mynt þó að 80-90 prósent af umsvifum þeirra færu fram utan íslenska krónuhagkerfisins. En bankarnir léku á als oddi rétt eins og beljur sem hleypt er úr fjósi að vori. Ásamt lífeyrissjóðunum fylgdu þeir íslenskum fjárfestum í kraftmikla útrás. En útrásin var ekki það eina. Hér innanlands var sem fjármálakerfið væri losað úr höftum og vitanlega var það svo í bókstaflegri merkingu. Eignarhald fyrirtækja, sem í áratugi höfðu verið í eigu sömu fjölskyldna riðlaðist. Lífeyrissjóðir fjármögnuðu, fyrir milligöngu bankanna, yfirtöku framsækinna fjárfesta og athafnamanna á mörgum helstu fyrirtækjum landsins. Verðið var hátt í sögulegu samhengi en sjaldan ef nokkurn tíma höfðu peningar í heiminum verið jafn ódýrir. Bankarnir geystust inn á íbúðalánamarkaðinn, lækkuðu vexti og hækkuðu lánshlutföll. Þetta gerði venjulegu fólki, sem fram til þess tíma hafði mátt una því að flytja inn í eitt herbergi í ókláraðri íbúð og nota sturtuhengi fyrir hurðir innandyra árum saman og klára svo íbúðina fyrir fjölskylduna um svipað leyti og síðasti unginn flaug úr hreiðrinu, kleift að eignast og flytjast í húsnæði á meðan enn þurfti á því að halda. Eigendur gömlu fjölskyldufyrirtækjanna fóru með söluhagnaðinn og fengu bankann sinn til að flytja peningana úr landi, koma þeim í trygga alþjóðlega mynt og öruggt skjól fyrir íslenskum sveiflum og sköttum. Þetta er einn angi þess vanda sem forsætisráðherrahjónin eru búin að koma sér í. Svo varð hrun. Kallað var eftir nýju Íslandi. Þá voru gömlu fjölskyldurnar komnar með sitt fé úr landi og í alvöru mynt. Eftir hrun hefur kapp verið lagt á að leiðrétta misvægið sem hér varð. Íbúðirnar hafa verið hirtar af fólkinu sem var svo bláeygt að nýta íbúðalán bankanna. Gömlu fjölskyldufyrirtækin hafa verið hirt af þeim sem tekið höfðu himinhá lán til að kaupa þau af gömlu fjölskyldunum. Bráðum verður allt sem fyrr eða jafnvel enn betra. Gömlu fjölskyldurnar ríkari en áður. Þeir sem keyptu fjölskyldufyrirtækin eignalausir og ærulausir rétt eins og bankamennirnir sem lánuðu þeim peningana. Fólkið étur það sem úti frýs. Nýja Ísland er gamla Ísland.
Skjóðan Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira