Árás á okkur Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2016 07:00 Árásin á Brussel í gær var ekki bara hefndaraðgerð vegna handtökunnar á Salah Abdeslam, höfuðpaursins í árásinni á París, eins og vísbendingar eru um, heldur enn ein árásin á Vesturlönd. Þetta var árás á lifnaðarhætti okkar og lífsgildi. Það sem er hins vegar alvarlegt áhyggjuefni er að stjórnvöld á Vesturlöndum standa ráðþrota gagnvart því hvernig eigi að bregðast við. Keðjan var rofin með friði í Evrópu eftir árásina á París í nóvember en bara um skamma stund. Það er óþægileg tilfinning að vera ríkisborgari í lýðræðisríki í Evrópu og upplifa sig ekki öruggan þegar maður ferðast um álfuna. Þetta er hins vegar sá veruleiki sem blasir við eftir París og Brussel. Aukið viðbúnaðarstig er nánast sjálfkrafa afleiðing af hryðjuverkaárásum en við verðum að komast að rótum vandans til að yfirstíga hann. Hvernig ætla stjórnvöld á Vesturlöndum að bregðast við? Er það með aukinni hernaðaríhlutun í Mið-Austurlöndum? Hatur elur af sér aukið hatur. Versta afleiðing árásanna á París og Brussel er minna umburðarlyndi eða sundrung milli fólks af ólíkum trúarbrögðum. Hin eina rétta ábyrga afstaða felst í því að sameina fólk. Við þurfum að aðstoða einstaklinga sem hneigjast til haturs. Inngrip á réttum tíma með menntun og fræðslu er lausnin. Önnur árásin á Brussel var á Maelbeek-jarðlestastöðina skammt frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins og annarra evrópskra stofnana. Eftir 11. september og eftir París hefur öryggiseftirlit á flugvöllum verið stórlega aukið með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum þeirra sem ferðast. Sú skerðing er bara lítið gjald að greiða í þágu öryggis. Á sama tíma er nánast útilokað að taka upp sambærileg, skilvirk öryggisúrræði til að gera jarðlestir og strætisvagna öruggari gagnvart mögulegum sjálfsmorðssprengjumönnum. Að minnsta kosti hafa þau ekki verið fundin upp. Að þessu sögðu verða stjórnvöld í álfunni áfram að standa vaktina. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir mikilvægri greiningarvinnu í Leifsstöð í samstarfi við önnur löggæsluyfirvöld á degi hverjum. Lögreglan er einn af útvörðum öryggis okkar og fjármagn til hennar verður að endurspegla það. Við skulum ekki umgangast okkar eigið öryggi af neinni léttúð. En áhersla á öryggismál má ekki verða þess valdandi að við mismunum fólki. Þetta þarf að fara saman, hönd í hönd, öryggi okkar og skilningur og umburðarlyndi gagnvart fólki af annarri trú og uppruna. Það eru ekki múslimar sem fremja hryðjuverk. Hryðjuverkamenn fremja hryðjuverk. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu í Brussel. Þeir sem kaupa olíu af ISIS í Sýrlandi hafa blóð á höndum sínum. Á meðan Rússland og Bandaríkin standa ekki sameinuð um hvernig eigi að byggja upp Sýrland og hvernig eigi að uppræta ISIS verða villimenn, óvinir siðmenningar og frelsis, áfram í aðstöðu til að fóðra ungmenni með ranghugmyndum um hvernig eigi að öðlast tilgang í lífinu. En við getum gert þetta erfiðara fyrir villimennina með því að sameina fólk og tryggja jöfn tækifæri í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Árásin á Brussel í gær var ekki bara hefndaraðgerð vegna handtökunnar á Salah Abdeslam, höfuðpaursins í árásinni á París, eins og vísbendingar eru um, heldur enn ein árásin á Vesturlönd. Þetta var árás á lifnaðarhætti okkar og lífsgildi. Það sem er hins vegar alvarlegt áhyggjuefni er að stjórnvöld á Vesturlöndum standa ráðþrota gagnvart því hvernig eigi að bregðast við. Keðjan var rofin með friði í Evrópu eftir árásina á París í nóvember en bara um skamma stund. Það er óþægileg tilfinning að vera ríkisborgari í lýðræðisríki í Evrópu og upplifa sig ekki öruggan þegar maður ferðast um álfuna. Þetta er hins vegar sá veruleiki sem blasir við eftir París og Brussel. Aukið viðbúnaðarstig er nánast sjálfkrafa afleiðing af hryðjuverkaárásum en við verðum að komast að rótum vandans til að yfirstíga hann. Hvernig ætla stjórnvöld á Vesturlöndum að bregðast við? Er það með aukinni hernaðaríhlutun í Mið-Austurlöndum? Hatur elur af sér aukið hatur. Versta afleiðing árásanna á París og Brussel er minna umburðarlyndi eða sundrung milli fólks af ólíkum trúarbrögðum. Hin eina rétta ábyrga afstaða felst í því að sameina fólk. Við þurfum að aðstoða einstaklinga sem hneigjast til haturs. Inngrip á réttum tíma með menntun og fræðslu er lausnin. Önnur árásin á Brussel var á Maelbeek-jarðlestastöðina skammt frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins og annarra evrópskra stofnana. Eftir 11. september og eftir París hefur öryggiseftirlit á flugvöllum verið stórlega aukið með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum þeirra sem ferðast. Sú skerðing er bara lítið gjald að greiða í þágu öryggis. Á sama tíma er nánast útilokað að taka upp sambærileg, skilvirk öryggisúrræði til að gera jarðlestir og strætisvagna öruggari gagnvart mögulegum sjálfsmorðssprengjumönnum. Að minnsta kosti hafa þau ekki verið fundin upp. Að þessu sögðu verða stjórnvöld í álfunni áfram að standa vaktina. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir mikilvægri greiningarvinnu í Leifsstöð í samstarfi við önnur löggæsluyfirvöld á degi hverjum. Lögreglan er einn af útvörðum öryggis okkar og fjármagn til hennar verður að endurspegla það. Við skulum ekki umgangast okkar eigið öryggi af neinni léttúð. En áhersla á öryggismál má ekki verða þess valdandi að við mismunum fólki. Þetta þarf að fara saman, hönd í hönd, öryggi okkar og skilningur og umburðarlyndi gagnvart fólki af annarri trú og uppruna. Það eru ekki múslimar sem fremja hryðjuverk. Hryðjuverkamenn fremja hryðjuverk. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu í Brussel. Þeir sem kaupa olíu af ISIS í Sýrlandi hafa blóð á höndum sínum. Á meðan Rússland og Bandaríkin standa ekki sameinuð um hvernig eigi að byggja upp Sýrland og hvernig eigi að uppræta ISIS verða villimenn, óvinir siðmenningar og frelsis, áfram í aðstöðu til að fóðra ungmenni með ranghugmyndum um hvernig eigi að öðlast tilgang í lífinu. En við getum gert þetta erfiðara fyrir villimennina með því að sameina fólk og tryggja jöfn tækifæri í samfélaginu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun