Strigaskórinn ein skemmtilegasta hönnunarvara sem hægt er að kaupa Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. mars 2016 12:00 Röðin fyrir framan Húrra. Vísir/Ernir Nú virðist sem strigaskór séu aftur komnir í tísku eftir að hafa verið lítið áberandi síðustu árin. Erlendis hafa þessir skór verið afar vinsælir og gengið kaupum og sölum í að verða tvo áratugi eða allt frá því að Air Jordan setti í fyrsta sinn á markað skó sem ekki voru ætlaðir til íþróttaiðkunar. Úti í heimi myndast jafnan langar raðir fyrir utan verslanir þegar vinsælar týpur koma í sölu en slíkt hefur ekki tíðkast hér á landi. Þetta breyttist þó fyrir um mánuði, þegar það myndaðist röð fyrir utan tískuvöruverslunina Húrra Reykjavík í tengslum við sölu verslunarinnar á skónum Yeezy Boost 350 frá Adidas og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt á sér stað hér á landi.Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður er áhugamaður um strigaskó.Vísir/ErnirRapptónlist uppsprettan Logi Pedro Stefánsson, tónlistarmaður og tískufrömuður, safnar strigaskóm og spurður um ástæðuna fyrir því að þessir skór eru eins eftirsóttir og raun ber vitni segir hann: „Strigaskórinn er ein skemmtilegasta hönnunarvara sem hægt er að kaupa. Strigaskórinn hefur verið partur af tískustraumum síðustu áratuga og poppkúltúr almennt. Allt frá því að það var stigið á glænýja Nike Jordan 4s í klassískri '90s mynd Spike Lee, Do The Right Thing, og að nútímanum þar sem tónlistarmaðurinn Kanye West fær fólk til þess að tjalda í Everest-aðstæðum marga daga í röð til þess að eignast par með hans hönnun.“ En hver er ástæðan fyrir því að þessi tíska hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu misseri? „Þetta tengist uppreisn æru rapptónlistar í vestrænum kúltúr. Strigaskór hafa verið ein helsta tískuvara svartra Ameríkumanna síðustu áratugi. Og er því ekki furða að þegar rapptónlist er orðin meira samþykkt í vestrænum heimi að þessi tískuáhugi smitist lengra áfram. Öll helstu tískuhús heimsins hafa t.d. verið með strigaskó í sínum fatalínum síðustu ár.“Björn Geir Másson vinnur í verslun sem sérhæfir sig í endursölu á strigaskóm.Milljarðs dollara bransi Endursölumarkaður með strigaskó er metinn á um milljarð dollara en ekki hefur mikið borið á því að slík viðskipti séu stunduð hér á landi. Það mátti þó sjá nokkrar auglýsingar á sölusíðunni Brask og brall á Facebook nú á dögunum, þar sem nokkrir aðilar freistuðu þess að selja Yeezy Boost-skóna sína. Þar voru skórnir þó búnir að hækka töluvert í verði; fóru úr tæpum 30 þúsund krónum í yfir 100 þúsund krónur. Björn Geir Másson er búsettur í Bandaríkjunum og þekkir nokkuð vel inn á endursölumarkaðinn. Hann vinnur í verslun sem sérhæfir sig í endursölu á strigaskóm. Verslunin kaupir skó af fólki, oftast skó sem hafa aldrei verið notaðir, og selur þá síðan aftur á örlítið hærra verði. Starf hans felur meðal annars í sér að vega og meta ástand skópara sem koma inn til sölu, ganga úr skugga um hvort þau séu nokkuð fölsuð og ákveða út frá því hvaða verð fólk fær síðan fyrir skóna. Þar skiptir miklu máli að vera meðvitaður um verðmæti parsins og finna sanngjarnt verð út frá því. Björn segir verð geta verið allt frá 200-300 dollurum (25-40 þúsund krónum) og yfir í 7.000 dollara (tæpar 900 þúsund krónur) en það kostuðu dýrustu skórnir sem hann persónulega hefur fengist við – verðið getur farið upp í margar milljónir en dýrustu Air Jordan-skór allra tíma seldust á um 12 milljónir króna. Það er því alveg ljóst að í þessum bransa eru miklir peningar. Sneaker orðabók: Sneakerhead Skóaðdáandi Sá sem safnar strigaskóm og fylgist mjög náið með öllu sem gerist í bransanum.Deadstock Geymslupar Hugtak úr endursölu. Notað um skó sem hafa aldrei verið notaðir. Fyrir geymslupar fæst ávallt hærra verð en fyrir hið notaða par.Holy grail Hið heilaga gral Oftast sjaldgæft eða óvenjulega fallegt par sem skóaðdáandinn hefur að sínu hinsta markmiði að eignast.BeaterBarningspar Par sem er ætlað í daglega notkun, má skemmast og fær oft að finna fyrir því.ColorwayLitasamsetning Hver týpa kemur í nokkrum litasamsetningum sem hafa allar sinn titil t.d. „Cement Grey“, „Bred“, „Gamma Blue“.Hypebeast Tískuskrímsli Uppnefni á fólk sem eltir einungis það sem er í tísku á hverjum tíma og lítur ekki við öðru. Það má telja líklegt að í röðinni fyrir utan Húrra hafi nokkur tískuskrímsli verið saman komin.OGUpprunapar Upprunalegt par, fyrsta útgáfa af skó. Allir safnarar vilja næla sér í a.m.k. eitt upprunapar.Retro Endurútgáfa Endurútgefið par af tiltekinni skógerð. Það er sífellt verið að endurframleiða vinsæla skó og oft myndast mikil spenna í kringum það.Grafík/Silja Tíska og hönnun Tengdar fréttir Sneakerhead sem á yfir 100 pör Björn Geir byrjaði að safna strigaskóm af alvöru árið 2013. Meirihluti safnsins eru Jordan Retro. 18. júlí 2015 10:30 Ísland í dag: Bíða í röð í tæpa tvo sólarhringa eftir skópari: „Eins og að kaupa hlutabréf“ Verslunin Húrra Reykjavík hefur sölu á nýjum skóm í fyrramálið en þeir eru hannaðir af Kanye West og koma í mjög takmörkuðu upplagi um heim allan. 18. febrúar 2016 14:24 Ætla að græða á tá og fingri á skónum hans Kanye Notandi á Bland.is segist vera með þrjú pör af Adidas Yeezy skónum sem hann er til í að selja á 95 þúsund krónur parið. 19. febrúar 2016 15:24 Tískustjörnurnar elska strigaskó Kanye West Í dag er Yeezy dagurinn á Íslandi. 19. febrúar 2016 09:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Nú virðist sem strigaskór séu aftur komnir í tísku eftir að hafa verið lítið áberandi síðustu árin. Erlendis hafa þessir skór verið afar vinsælir og gengið kaupum og sölum í að verða tvo áratugi eða allt frá því að Air Jordan setti í fyrsta sinn á markað skó sem ekki voru ætlaðir til íþróttaiðkunar. Úti í heimi myndast jafnan langar raðir fyrir utan verslanir þegar vinsælar týpur koma í sölu en slíkt hefur ekki tíðkast hér á landi. Þetta breyttist þó fyrir um mánuði, þegar það myndaðist röð fyrir utan tískuvöruverslunina Húrra Reykjavík í tengslum við sölu verslunarinnar á skónum Yeezy Boost 350 frá Adidas og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt á sér stað hér á landi.Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður er áhugamaður um strigaskó.Vísir/ErnirRapptónlist uppsprettan Logi Pedro Stefánsson, tónlistarmaður og tískufrömuður, safnar strigaskóm og spurður um ástæðuna fyrir því að þessir skór eru eins eftirsóttir og raun ber vitni segir hann: „Strigaskórinn er ein skemmtilegasta hönnunarvara sem hægt er að kaupa. Strigaskórinn hefur verið partur af tískustraumum síðustu áratuga og poppkúltúr almennt. Allt frá því að það var stigið á glænýja Nike Jordan 4s í klassískri '90s mynd Spike Lee, Do The Right Thing, og að nútímanum þar sem tónlistarmaðurinn Kanye West fær fólk til þess að tjalda í Everest-aðstæðum marga daga í röð til þess að eignast par með hans hönnun.“ En hver er ástæðan fyrir því að þessi tíska hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu misseri? „Þetta tengist uppreisn æru rapptónlistar í vestrænum kúltúr. Strigaskór hafa verið ein helsta tískuvara svartra Ameríkumanna síðustu áratugi. Og er því ekki furða að þegar rapptónlist er orðin meira samþykkt í vestrænum heimi að þessi tískuáhugi smitist lengra áfram. Öll helstu tískuhús heimsins hafa t.d. verið með strigaskó í sínum fatalínum síðustu ár.“Björn Geir Másson vinnur í verslun sem sérhæfir sig í endursölu á strigaskóm.Milljarðs dollara bransi Endursölumarkaður með strigaskó er metinn á um milljarð dollara en ekki hefur mikið borið á því að slík viðskipti séu stunduð hér á landi. Það mátti þó sjá nokkrar auglýsingar á sölusíðunni Brask og brall á Facebook nú á dögunum, þar sem nokkrir aðilar freistuðu þess að selja Yeezy Boost-skóna sína. Þar voru skórnir þó búnir að hækka töluvert í verði; fóru úr tæpum 30 þúsund krónum í yfir 100 þúsund krónur. Björn Geir Másson er búsettur í Bandaríkjunum og þekkir nokkuð vel inn á endursölumarkaðinn. Hann vinnur í verslun sem sérhæfir sig í endursölu á strigaskóm. Verslunin kaupir skó af fólki, oftast skó sem hafa aldrei verið notaðir, og selur þá síðan aftur á örlítið hærra verði. Starf hans felur meðal annars í sér að vega og meta ástand skópara sem koma inn til sölu, ganga úr skugga um hvort þau séu nokkuð fölsuð og ákveða út frá því hvaða verð fólk fær síðan fyrir skóna. Þar skiptir miklu máli að vera meðvitaður um verðmæti parsins og finna sanngjarnt verð út frá því. Björn segir verð geta verið allt frá 200-300 dollurum (25-40 þúsund krónum) og yfir í 7.000 dollara (tæpar 900 þúsund krónur) en það kostuðu dýrustu skórnir sem hann persónulega hefur fengist við – verðið getur farið upp í margar milljónir en dýrustu Air Jordan-skór allra tíma seldust á um 12 milljónir króna. Það er því alveg ljóst að í þessum bransa eru miklir peningar. Sneaker orðabók: Sneakerhead Skóaðdáandi Sá sem safnar strigaskóm og fylgist mjög náið með öllu sem gerist í bransanum.Deadstock Geymslupar Hugtak úr endursölu. Notað um skó sem hafa aldrei verið notaðir. Fyrir geymslupar fæst ávallt hærra verð en fyrir hið notaða par.Holy grail Hið heilaga gral Oftast sjaldgæft eða óvenjulega fallegt par sem skóaðdáandinn hefur að sínu hinsta markmiði að eignast.BeaterBarningspar Par sem er ætlað í daglega notkun, má skemmast og fær oft að finna fyrir því.ColorwayLitasamsetning Hver týpa kemur í nokkrum litasamsetningum sem hafa allar sinn titil t.d. „Cement Grey“, „Bred“, „Gamma Blue“.Hypebeast Tískuskrímsli Uppnefni á fólk sem eltir einungis það sem er í tísku á hverjum tíma og lítur ekki við öðru. Það má telja líklegt að í röðinni fyrir utan Húrra hafi nokkur tískuskrímsli verið saman komin.OGUpprunapar Upprunalegt par, fyrsta útgáfa af skó. Allir safnarar vilja næla sér í a.m.k. eitt upprunapar.Retro Endurútgáfa Endurútgefið par af tiltekinni skógerð. Það er sífellt verið að endurframleiða vinsæla skó og oft myndast mikil spenna í kringum það.Grafík/Silja
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Sneakerhead sem á yfir 100 pör Björn Geir byrjaði að safna strigaskóm af alvöru árið 2013. Meirihluti safnsins eru Jordan Retro. 18. júlí 2015 10:30 Ísland í dag: Bíða í röð í tæpa tvo sólarhringa eftir skópari: „Eins og að kaupa hlutabréf“ Verslunin Húrra Reykjavík hefur sölu á nýjum skóm í fyrramálið en þeir eru hannaðir af Kanye West og koma í mjög takmörkuðu upplagi um heim allan. 18. febrúar 2016 14:24 Ætla að græða á tá og fingri á skónum hans Kanye Notandi á Bland.is segist vera með þrjú pör af Adidas Yeezy skónum sem hann er til í að selja á 95 þúsund krónur parið. 19. febrúar 2016 15:24 Tískustjörnurnar elska strigaskó Kanye West Í dag er Yeezy dagurinn á Íslandi. 19. febrúar 2016 09:30 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Sneakerhead sem á yfir 100 pör Björn Geir byrjaði að safna strigaskóm af alvöru árið 2013. Meirihluti safnsins eru Jordan Retro. 18. júlí 2015 10:30
Ísland í dag: Bíða í röð í tæpa tvo sólarhringa eftir skópari: „Eins og að kaupa hlutabréf“ Verslunin Húrra Reykjavík hefur sölu á nýjum skóm í fyrramálið en þeir eru hannaðir af Kanye West og koma í mjög takmörkuðu upplagi um heim allan. 18. febrúar 2016 14:24
Ætla að græða á tá og fingri á skónum hans Kanye Notandi á Bland.is segist vera með þrjú pör af Adidas Yeezy skónum sem hann er til í að selja á 95 þúsund krónur parið. 19. febrúar 2016 15:24
Tískustjörnurnar elska strigaskó Kanye West Í dag er Yeezy dagurinn á Íslandi. 19. febrúar 2016 09:30