Mjög sátt í flughálku við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Stiginn við Seljalandsfoss var torfarinn jafnvel þótt Meredith McCormac og Matt Leonard væru á mannbroddum. vísir/pjetur „Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
„Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira