Kortavelta eykst um 67 prósent milli ára Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 08:02 Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum. Vísir/GVA Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira