Engar kjarabætur í tillögum um almannatryggingar! Björgvin Guðmundsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Tillögur að nýjum lögum um almannatryggingar veita lífeyrisþegum engar kjarabætur. Niðurstaðan er jafnvel verri: Sumir hópar lífeyrisþega verða verr settir en áður. Þeirra kjör munu versna! Tillögurnar gera ráð fyrir að fækka flokkum; sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn nýjan flokk lífeyris. Heimilisuppbót verður hins vegar áfram sérstakur flokkur. Nýi flokkurinn verður nákvæmlega að sömu upphæð, ásamt heimilisuppbótinni og gömlu flokkarnir voru samanlagt, eða 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingi, rúmlega 212 þúsund eftir skatt. Frítekjumörk verða felld niður en skerðing tekna 45% nema séreignalífeyrissparnaðar og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Breytingarnar munu koma þokkalega út fyrir þá öryrkja, sem hafa mikla starfsgetu; eru með 50 prósent eða meiri starfsgetu en þeir öryrkjar,sem eru 75 prósent öryrkjar eða meira verða verr settir á vinnumarkaði en áður. Eins er með eldri borgara. Ef þeir geta unnið, verða þeir verr settir en áður; munu sæta meiri skerðingu en fyrr. Aldurstengd örorkuuppbót verður felld niður en í staðinn kemur 22 þúsund króna uppbót á mánuði fyrir þá, sem urðu öryrkjar 24 ára eða fyrr. Gert er ráð fyrir nýju matskerfi fyrir öryrka,starfsgetumati í stað læknisfræðilegs mats. Þeir sem eru orðnir 55 ára þurfa þó ekki að fara í það mat en allir undir þeim aldri. Lagt er til,að lífeyrisaldurinn verði hækkaður í 70 ár á 24 árum. Mun aldurinn verða hækkaður um tvo mánuði á ári í tólf ár og síðan um einn mánuð á ári í önnur tólf ár. Stjórnvöld munu hugsa gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingar á kerfi almannatrygginga með því að hækka lífeyrisaldurinn í 70 ár. Ég gerði mér vonir um, að nýjar tillögur um almannatryggingar myndu fela í sér verulegar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja, þar eð lífeyrir er í dag alltof lágur. En það eru engar kjarabætur, heldur kjaraskerðing hjá vissum hópum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Tillögur að nýjum lögum um almannatryggingar veita lífeyrisþegum engar kjarabætur. Niðurstaðan er jafnvel verri: Sumir hópar lífeyrisþega verða verr settir en áður. Þeirra kjör munu versna! Tillögurnar gera ráð fyrir að fækka flokkum; sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn nýjan flokk lífeyris. Heimilisuppbót verður hins vegar áfram sérstakur flokkur. Nýi flokkurinn verður nákvæmlega að sömu upphæð, ásamt heimilisuppbótinni og gömlu flokkarnir voru samanlagt, eða 246 þúsund krónur fyrir skatt hjá einhleypingi, rúmlega 212 þúsund eftir skatt. Frítekjumörk verða felld niður en skerðing tekna 45% nema séreignalífeyrissparnaðar og fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga. Breytingarnar munu koma þokkalega út fyrir þá öryrkja, sem hafa mikla starfsgetu; eru með 50 prósent eða meiri starfsgetu en þeir öryrkjar,sem eru 75 prósent öryrkjar eða meira verða verr settir á vinnumarkaði en áður. Eins er með eldri borgara. Ef þeir geta unnið, verða þeir verr settir en áður; munu sæta meiri skerðingu en fyrr. Aldurstengd örorkuuppbót verður felld niður en í staðinn kemur 22 þúsund króna uppbót á mánuði fyrir þá, sem urðu öryrkjar 24 ára eða fyrr. Gert er ráð fyrir nýju matskerfi fyrir öryrka,starfsgetumati í stað læknisfræðilegs mats. Þeir sem eru orðnir 55 ára þurfa þó ekki að fara í það mat en allir undir þeim aldri. Lagt er til,að lífeyrisaldurinn verði hækkaður í 70 ár á 24 árum. Mun aldurinn verða hækkaður um tvo mánuði á ári í tólf ár og síðan um einn mánuð á ári í önnur tólf ár. Stjórnvöld munu hugsa gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingar á kerfi almannatrygginga með því að hækka lífeyrisaldurinn í 70 ár. Ég gerði mér vonir um, að nýjar tillögur um almannatryggingar myndu fela í sér verulegar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja, þar eð lífeyrir er í dag alltof lágur. En það eru engar kjarabætur, heldur kjaraskerðing hjá vissum hópum!
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun