Inflúensa herjar á landann: Mikið álag á Landspítala og fjöldi starfsmanna rúmliggjandi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 12:44 Nokkuð er um veikindi meðal landsmanna þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mikið er um veikindi meðal starfsmanna Landspítalans þessa dagana, líkt og á öðrum vinnustöðum landsins. Þrjár tegundir inflúensu hrjá landann og hefur spítalinn vart haft undan við að sinna öllum þeim sem leita á bráðamóttökuna. „Það ganga svona faraldrar yfir starfsfólkið líka enda margir starfsmenn sem komast í snertingu við sjúklingana. Þannig að þetta er alveg áskorun að takast á við en við köllum út aukavaktir og reynum að bregðast við,” segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Álagið hefur verið svo mikið að fólki hefur verið ráðlagt að leita frekar á heilsugæslu en bráðamóttöku. Ásta segir álagið enn mikið, en að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar, enda um árlegan viðburð að ræða. „Flensan er árviss viðburður og til að undirbúa það og gera okkur í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem koma á hverjum vetri þá reynum við að leggja mikla áherslu á bólusetningar starfsmanna. Við náðum mjög góðum árangri með það í ár en þó eru aðeins tveir þriðju starfsmanna bólusettir, en þó flestir sem eru í framlínunni. Við leggjum líka mikla áherslu á handþvotta því það er góð sýkingavörn og síðan að fólk sé heima þegar það er lasið. Þannig reynum við að hámarka þann fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka á móti sjúklingum þegar flensan leggst yfir.” Hún segir mikið álag á hvern starfsmann þessa dagana. „Þetta er álag, og eins og fram hefur komið þá er álag á Landspítalann, og þess vegna hvetjum við að fólk til að leita til heilsugæslunnar eða á læknavaktina heldur en að koma á spítalann,” segir Ásta. Virkni inflúensunnar hefur aukist mikið á síðastliðnum vikum en á sjöttu viku ársins voru alls fjörutíu manns með staðfesta greiningu á inflúensu, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Mikið er um veikindi meðal starfsmanna Landspítalans þessa dagana, líkt og á öðrum vinnustöðum landsins. Þrjár tegundir inflúensu hrjá landann og hefur spítalinn vart haft undan við að sinna öllum þeim sem leita á bráðamóttökuna. „Það ganga svona faraldrar yfir starfsfólkið líka enda margir starfsmenn sem komast í snertingu við sjúklingana. Þannig að þetta er alveg áskorun að takast á við en við köllum út aukavaktir og reynum að bregðast við,” segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans. Álagið hefur verið svo mikið að fólki hefur verið ráðlagt að leita frekar á heilsugæslu en bráðamóttöku. Ásta segir álagið enn mikið, en að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar, enda um árlegan viðburð að ræða. „Flensan er árviss viðburður og til að undirbúa það og gera okkur í stakk búin til að taka á móti sjúklingum sem koma á hverjum vetri þá reynum við að leggja mikla áherslu á bólusetningar starfsmanna. Við náðum mjög góðum árangri með það í ár en þó eru aðeins tveir þriðju starfsmanna bólusettir, en þó flestir sem eru í framlínunni. Við leggjum líka mikla áherslu á handþvotta því það er góð sýkingavörn og síðan að fólk sé heima þegar það er lasið. Þannig reynum við að hámarka þann fjölda þeirra sem eru tilbúnir að taka á móti sjúklingum þegar flensan leggst yfir.” Hún segir mikið álag á hvern starfsmann þessa dagana. „Þetta er álag, og eins og fram hefur komið þá er álag á Landspítalann, og þess vegna hvetjum við að fólk til að leita til heilsugæslunnar eða á læknavaktina heldur en að koma á spítalann,” segir Ásta. Virkni inflúensunnar hefur aukist mikið á síðastliðnum vikum en á sjöttu viku ársins voru alls fjörutíu manns með staðfesta greiningu á inflúensu, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu.
Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira