Föstudagsviðtalið: Við verðum að standa undir traustinu Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 12. febrúar 2016 07:00 „Hatursglæpir er dálítið villandi heiti. Þetta er regnhlífarhugtak yfir ofbeldi gagnvart minnihlutahópum,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og nýr yfirmaður verkefnis og rannsókna á hatursglæpum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún sinnir samhliða doktorsnámi í mannfræði. Hún hefur verið áberandi undanfarið í starfi, skrifað greinar og látið í sér heyra vegna kjarabaráttu lögreglumanna, menntunar þeirra og vopnavæðingar. Hún hefur oft átt á brattann að sækja í karllægri stétt, hætti m.a. í lögreglunni í um fjögur ár, en er komin aftur og tekin við draumastarfinu. Verkefnið um hatursglæpi er tilkomið vegna þróunarinnar sem orðið hefur í Evrópu, þar sem lögregla hefur í auknum mæli litið til glæpa gegn minnihlutahópum. Hatursglæpum hefur fjölgað. „Það er verið að mismuna fólki. Beita það órétti því það er öðruvísi en meirihlutinn.“ Eyrún er full áhuga þegar hún ræðir verkefnið. Segir mikilvægt að horfa á sögulegt, félagslegt og pólitískt samhengi. „Minnihlutahópar eru stöðugt í réttindabaráttu. Það er ekki langt í árum talið síðan það var aðskilnaðarstefna við lýði í Suður-Afríku, aðeins lengra síðan slík stefna var rekin í BNA. Á Íslandi erum við langt á undan mörgum þjóðum, en það er ekkert langt síðan samkynhneigðir fengu réttindi til að ættleiða börn. Með transfólk er það þannig ennþá að manneskja þarf að fá greiningu fyrir geðsjúkdóm til þess að hefja kynleiðréttingarferli. Barátta ákveðinna hópa er sífellt í gangi. Markmiðum og jafnrétti hefur ekki verið náð. Meðan svo er tel ég mikilvægt að landslögin verndi þessa hópa.“Vísindalegur rasismi Hún segir mikilvægt að horfa til sögunnar. „Sjálfsmynd Evrópumanna á 19. öld og í upphafi 20. aldarinnar byggðist á vísindalegum rasisma. Ef maður horfir ekki meira en nokkra áratugi aftur í skólabækur á Íslandi er umfjöllun um svertingja þar sem þeir eru taldir latir. Þessi vísindalegi rasismi var ákveðin réttlæting á nýlendustefnunni. Evrópumenn voru að leggja undir sig heiminn og hnepptu fólk í þrældóm. Þetta var réttlæting á því sem lifði með Evrópubúum og gerir enn. Það sem hefur hins vegar gerst eftir seinni heimsstyrjöld og helförina þar sem var reynt með skipulögðum hætti að útrýma gyðingum, samkynhneigðum, fólki með fötlun og fleiri hópum, er að alls kyns alþjóðasáttmálar, skuldbindingar og lög voru sett til að reyna sporna gegn því að þetta gæti gerst aftur.“ Þegar nýlendur fóru að fá frelsi fór fólk frá nýlendunum til Evrópu. „Mikið af fólki frá eyjunum í Karíbahafi fór til Bretlands því það hafði landvistarleyfi – því það var að koma frá fyrrverandi breskri nýlendu. Það sem gerðist líka í kringum 1960 í Evrópu var að mikið af vinnuafli frá Tyrklandi t.d. var flutt inn. Allir héldu að þetta fólk færi svo heim aftur sem hefur enn ekki gerst. Undanfarna tugi ára hefur fjölbreytnin aukist í Evrópu og með hnattvæðingunni. Það er til mikið af fólki sem lítur á þessa fjölmenningu sem vandamál. Út af því að þetta breytir því sem það þekkir. Skapar óöryggi og hræðslu. Það fer að tala illa um hópa eins og t.d. múslima. Það hefur sýnt sig að afleiðingar hatursglæpa eru alvarlegar og víðtækar vegna þess að þó að ráðist sé á eina manneskju – þá er verið að ráðast á allan hópinn sem viðkomandi tilheyrir.“ Eru hatursglæpir á Íslandi?„Það vitum við ekki. Það er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verkefni var sett af stað. Við viljum vera framarlega og kryfja þetta. Það er ólíklegt að það séu engir hatursglæpir á Íslandi sbr. fjölda hatursglæpa í öðrum löndum. Spurningin er, hafa verið hatursglæpir hérna í gegnum tíðina og lögreglumenn ekki kunnað að bera kennsl á þá eða ekki fundist það mikilvægt? Er fólk, sem vantreystir lögreglu vegna fyrri reynslu úr heimalandi og leitar ekki til okkar, að verða fyrir hatursglæpum? Maður vonar að það séu ekki hatursglæpir á Íslandi en ég held að það sé bjartsýni að ætla það.“ Eflaust muna margir eftir því þegar svínshausum var dreift á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri í nóvember 2013. Lögreglan rannsakaði málið ekki sem hatursglæp. „Ef þetta hefði gerst í dag hefði ég viljað rannsaka það sem hatursglæp. En það er ekki við fólkið að sakast. Þetta var ekki svo mikið komið inn í umræðuna.“Línan er óskýr Er ástæða til að vera enn betur á verði nú þegar flóttamenn eru komnir til að setjast að hér á landi? „Ég sótti námskeið í fyrra um hatursglæpi. Þar var talað um að fái hatursfull ummæli og mismunun að þrífast geti það farið að leiða af sér alvarlegri hluti. Hatursglæpir hafa aukist í Evrópu. En alltaf þegar verður aukning í glæpum þarf að skoða hvort það stafi af því að það sé raunveruleg aukning eða hvort það það sé af því að lögreglan er að gera meira í hlutunum.“ Eyrún segir mikilvægt að einblína ekki bara á hatursglæpi sem slíka. „Það er líka mikilvægt að búa til tengsl við minnihlutahópa þannig að traust skapist. Við verðum líka að standa undir traustinu. Ef við fáum mál verðum við að rannsaka þau, helst verða málin að fá framgang í kerfinu og dómstólar eiga svo síðasta orðið. Það hefur bara einn dómur um hatursfull ummæli fallið hér á landi þannig að línan er óskýr. Hvað má segja? Þess vegna er brýnt að það fari fleiri mál í gegn. Þegar línan er skýrari er auðveldara fyrir lögreglu að eiga frumkvæði að rannsóknum.“ Eru miklir fordómar á Íslandi? „Mín tilfinning er sú að það sé töluvert um neikvæð viðhorf. Svo hafa verið gerðar kannanir sem sýna að fólk er að upplifa að það hafi orðið fyrir fordómum. Mér finnst áhugavert að vísa til könnunar sem gerð var af Kristínu Loftsdóttur þar sem hún skoðaði endurútkomu bókarinnar 10 litlir negrastrákar á sínum tíma. Þá fannst t.d. ekki mörgum Íslendingum eitthvað athugavert við endurútgáfuna, meðan flestum af erlendum uppruna sem talað var við fannst þetta pjúra rasismi. Þetta er svona ein birtingarmynd fordóma.“ Við ræðum um fjölgun flóttamanna í Evrópu, en Eyrún er þeirrar skoðunar að við eigum jafnvel að horfa fram hjá því þó fólk falli ekki undir strangar reglur um flóttafólk. Leyfa því að búa hérna ef það vill og vinna. „Hins vegar þarf lögreglan að vera í ákveðnu hlutverki því hún er að vernda landsmenn. Þegar kemur að flóttafólki er auðvelt að líta á það og finnast það rasískt. Lögreglan þarf yfirsýn yfir hverjir koma til landsins. Tryggja að það sé ekki að koma inn fólk sem veldur skaða.“Einsleitni háir lögreglunni Eyrún fór í Lögregluskólann eftir að hafa lokið BA-námi í mannfræði. Það var gamall draumur að fara í lögregluna en námið fannst henni ekki upp á marga fiska. Reyndar telur hún að það þurfi fjölbreyttari menntun í lögregluna. „Einsleitni hefur háð okkur. Hæsta hlutfall kvenna í lögreglu á Íslandi hefur verið 13-14%. Við erum 50% Íslendinga.“ Hún segir þetta ekki bara eiga við um konur. „Ég vil sjá lögregluna spegla samfélagið. Fólk af erlendum uppruna og innflytjendur. Ég vil að fatlaðir fái aðgang í lögregluna.“ Það eru strangar kröfur inn í Lögregluskólann. Þeir sem hafa ekki full tök á íslensku eiga erfitt með að komast inn. Fólk með lesblindu hefur átt í erfiðleikum. „Svo er líkamlega krafan. Vissulega er þörf á að ákveðinn fjöldi lögreglumanna sé í góðu formi, en það er fullt af störfum sem útheimta ekki líkamlegt gott form. Það eru dæmi í útlöndum, ég veit um einn blindan lögreglumann og annan sem lamaðist og er bundinn hjólastól.“Ekki vör við samskiptavanda Mikið hefur verið fjallað um samskiptavanda yfirstjórnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. M.a. var fjallað um í nýlegri úttekt Stundarinnar að Eyrún hefði sagt samskiptavandann snúast um tvo karla sem hefðu misst völd. Síðan hefði hún verið skipuð í nýtt starf. Er ekki verið að ýja að því að þú hafir fengið stöðuna að launum fyrir stuðning við lögreglustjóra? „Mér finnst mjög alvarlegt að setja þetta fram svona. Þessi staða er búin að eiga sér langan aðdraganda. Það er villandi, rangt og skapar tortryggni að setja þetta upp svona. Það þarf ekkert að verðlauna mig fyrir að styðja Sigríði Björk.“ Hún segir hafa komið sér á óvart að hennar nafn hafi verið nefnt. „Ég er ekki í yfirstjórn. Ég hef stutt Sigríði því ég er sammála áherslum hennar í löggæslu. Sigríður gæti heitið Sigurður eða Jón eða hvað sem er. Ég upplifi engan samskiptavanda. Ég held að lögreglufólk sé hissa á þessari umfjöllun. Finnist þetta dramatíserað. Ég mæti brosandi í vinnuna. Það verður enginn innanhúss var við þetta. Þessi samskiptavandi nokkurra hefur ekki heltekið lögregluna. Fólk er bara að vinna.“ Hún segir þó að breytingar geti auðvitað reynst fólki erfiðar. „Það er verið að breyta löggunni. Það er erfitt fyrir fólk sem hefur verið í sama starfinu lengi og með sína heimsmynd fastmótaða. Það er verið að mylja það niður. Ég get sett mig í spor þeirra. En samskiptavandi, ég hef ekki orðið vör við það.“Útvaldir fengu bara framgang Eins og Eyrún hefur áður rætt segir hún karlakúltúr innan lögreglunnar. „En ég finn viðhorfsbreytingu. Ég held það séu góðir hlutir að gerast, t.d. með því að taka Lögregluskólann upp á háskólastig ef af því verður. Þar er verið að efla lögreglu. Samhliða er verið að breyta þessari rótgrónu stofnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að brjóta niður híerarkíu, sem er búin að ráða ríkjum lengi þar sem útvaldir hafa fengið framgang í starfi, aðrir ekki. Það er verið að fletja þetta út. Við erum öll jöfn. Það er verið að nútímavæða lögregluna. Svara kalli samfélagsins um breytingar.“ Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Hatursglæpir er dálítið villandi heiti. Þetta er regnhlífarhugtak yfir ofbeldi gagnvart minnihlutahópum,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og nýr yfirmaður verkefnis og rannsókna á hatursglæpum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún sinnir samhliða doktorsnámi í mannfræði. Hún hefur verið áberandi undanfarið í starfi, skrifað greinar og látið í sér heyra vegna kjarabaráttu lögreglumanna, menntunar þeirra og vopnavæðingar. Hún hefur oft átt á brattann að sækja í karllægri stétt, hætti m.a. í lögreglunni í um fjögur ár, en er komin aftur og tekin við draumastarfinu. Verkefnið um hatursglæpi er tilkomið vegna þróunarinnar sem orðið hefur í Evrópu, þar sem lögregla hefur í auknum mæli litið til glæpa gegn minnihlutahópum. Hatursglæpum hefur fjölgað. „Það er verið að mismuna fólki. Beita það órétti því það er öðruvísi en meirihlutinn.“ Eyrún er full áhuga þegar hún ræðir verkefnið. Segir mikilvægt að horfa á sögulegt, félagslegt og pólitískt samhengi. „Minnihlutahópar eru stöðugt í réttindabaráttu. Það er ekki langt í árum talið síðan það var aðskilnaðarstefna við lýði í Suður-Afríku, aðeins lengra síðan slík stefna var rekin í BNA. Á Íslandi erum við langt á undan mörgum þjóðum, en það er ekkert langt síðan samkynhneigðir fengu réttindi til að ættleiða börn. Með transfólk er það þannig ennþá að manneskja þarf að fá greiningu fyrir geðsjúkdóm til þess að hefja kynleiðréttingarferli. Barátta ákveðinna hópa er sífellt í gangi. Markmiðum og jafnrétti hefur ekki verið náð. Meðan svo er tel ég mikilvægt að landslögin verndi þessa hópa.“Vísindalegur rasismi Hún segir mikilvægt að horfa til sögunnar. „Sjálfsmynd Evrópumanna á 19. öld og í upphafi 20. aldarinnar byggðist á vísindalegum rasisma. Ef maður horfir ekki meira en nokkra áratugi aftur í skólabækur á Íslandi er umfjöllun um svertingja þar sem þeir eru taldir latir. Þessi vísindalegi rasismi var ákveðin réttlæting á nýlendustefnunni. Evrópumenn voru að leggja undir sig heiminn og hnepptu fólk í þrældóm. Þetta var réttlæting á því sem lifði með Evrópubúum og gerir enn. Það sem hefur hins vegar gerst eftir seinni heimsstyrjöld og helförina þar sem var reynt með skipulögðum hætti að útrýma gyðingum, samkynhneigðum, fólki með fötlun og fleiri hópum, er að alls kyns alþjóðasáttmálar, skuldbindingar og lög voru sett til að reyna sporna gegn því að þetta gæti gerst aftur.“ Þegar nýlendur fóru að fá frelsi fór fólk frá nýlendunum til Evrópu. „Mikið af fólki frá eyjunum í Karíbahafi fór til Bretlands því það hafði landvistarleyfi – því það var að koma frá fyrrverandi breskri nýlendu. Það sem gerðist líka í kringum 1960 í Evrópu var að mikið af vinnuafli frá Tyrklandi t.d. var flutt inn. Allir héldu að þetta fólk færi svo heim aftur sem hefur enn ekki gerst. Undanfarna tugi ára hefur fjölbreytnin aukist í Evrópu og með hnattvæðingunni. Það er til mikið af fólki sem lítur á þessa fjölmenningu sem vandamál. Út af því að þetta breytir því sem það þekkir. Skapar óöryggi og hræðslu. Það fer að tala illa um hópa eins og t.d. múslima. Það hefur sýnt sig að afleiðingar hatursglæpa eru alvarlegar og víðtækar vegna þess að þó að ráðist sé á eina manneskju – þá er verið að ráðast á allan hópinn sem viðkomandi tilheyrir.“ Eru hatursglæpir á Íslandi?„Það vitum við ekki. Það er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verkefni var sett af stað. Við viljum vera framarlega og kryfja þetta. Það er ólíklegt að það séu engir hatursglæpir á Íslandi sbr. fjölda hatursglæpa í öðrum löndum. Spurningin er, hafa verið hatursglæpir hérna í gegnum tíðina og lögreglumenn ekki kunnað að bera kennsl á þá eða ekki fundist það mikilvægt? Er fólk, sem vantreystir lögreglu vegna fyrri reynslu úr heimalandi og leitar ekki til okkar, að verða fyrir hatursglæpum? Maður vonar að það séu ekki hatursglæpir á Íslandi en ég held að það sé bjartsýni að ætla það.“ Eflaust muna margir eftir því þegar svínshausum var dreift á lóð Félags múslima á Íslandi í Sogamýri í nóvember 2013. Lögreglan rannsakaði málið ekki sem hatursglæp. „Ef þetta hefði gerst í dag hefði ég viljað rannsaka það sem hatursglæp. En það er ekki við fólkið að sakast. Þetta var ekki svo mikið komið inn í umræðuna.“Línan er óskýr Er ástæða til að vera enn betur á verði nú þegar flóttamenn eru komnir til að setjast að hér á landi? „Ég sótti námskeið í fyrra um hatursglæpi. Þar var talað um að fái hatursfull ummæli og mismunun að þrífast geti það farið að leiða af sér alvarlegri hluti. Hatursglæpir hafa aukist í Evrópu. En alltaf þegar verður aukning í glæpum þarf að skoða hvort það stafi af því að það sé raunveruleg aukning eða hvort það það sé af því að lögreglan er að gera meira í hlutunum.“ Eyrún segir mikilvægt að einblína ekki bara á hatursglæpi sem slíka. „Það er líka mikilvægt að búa til tengsl við minnihlutahópa þannig að traust skapist. Við verðum líka að standa undir traustinu. Ef við fáum mál verðum við að rannsaka þau, helst verða málin að fá framgang í kerfinu og dómstólar eiga svo síðasta orðið. Það hefur bara einn dómur um hatursfull ummæli fallið hér á landi þannig að línan er óskýr. Hvað má segja? Þess vegna er brýnt að það fari fleiri mál í gegn. Þegar línan er skýrari er auðveldara fyrir lögreglu að eiga frumkvæði að rannsóknum.“ Eru miklir fordómar á Íslandi? „Mín tilfinning er sú að það sé töluvert um neikvæð viðhorf. Svo hafa verið gerðar kannanir sem sýna að fólk er að upplifa að það hafi orðið fyrir fordómum. Mér finnst áhugavert að vísa til könnunar sem gerð var af Kristínu Loftsdóttur þar sem hún skoðaði endurútkomu bókarinnar 10 litlir negrastrákar á sínum tíma. Þá fannst t.d. ekki mörgum Íslendingum eitthvað athugavert við endurútgáfuna, meðan flestum af erlendum uppruna sem talað var við fannst þetta pjúra rasismi. Þetta er svona ein birtingarmynd fordóma.“ Við ræðum um fjölgun flóttamanna í Evrópu, en Eyrún er þeirrar skoðunar að við eigum jafnvel að horfa fram hjá því þó fólk falli ekki undir strangar reglur um flóttafólk. Leyfa því að búa hérna ef það vill og vinna. „Hins vegar þarf lögreglan að vera í ákveðnu hlutverki því hún er að vernda landsmenn. Þegar kemur að flóttafólki er auðvelt að líta á það og finnast það rasískt. Lögreglan þarf yfirsýn yfir hverjir koma til landsins. Tryggja að það sé ekki að koma inn fólk sem veldur skaða.“Einsleitni háir lögreglunni Eyrún fór í Lögregluskólann eftir að hafa lokið BA-námi í mannfræði. Það var gamall draumur að fara í lögregluna en námið fannst henni ekki upp á marga fiska. Reyndar telur hún að það þurfi fjölbreyttari menntun í lögregluna. „Einsleitni hefur háð okkur. Hæsta hlutfall kvenna í lögreglu á Íslandi hefur verið 13-14%. Við erum 50% Íslendinga.“ Hún segir þetta ekki bara eiga við um konur. „Ég vil sjá lögregluna spegla samfélagið. Fólk af erlendum uppruna og innflytjendur. Ég vil að fatlaðir fái aðgang í lögregluna.“ Það eru strangar kröfur inn í Lögregluskólann. Þeir sem hafa ekki full tök á íslensku eiga erfitt með að komast inn. Fólk með lesblindu hefur átt í erfiðleikum. „Svo er líkamlega krafan. Vissulega er þörf á að ákveðinn fjöldi lögreglumanna sé í góðu formi, en það er fullt af störfum sem útheimta ekki líkamlegt gott form. Það eru dæmi í útlöndum, ég veit um einn blindan lögreglumann og annan sem lamaðist og er bundinn hjólastól.“Ekki vör við samskiptavanda Mikið hefur verið fjallað um samskiptavanda yfirstjórnar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. M.a. var fjallað um í nýlegri úttekt Stundarinnar að Eyrún hefði sagt samskiptavandann snúast um tvo karla sem hefðu misst völd. Síðan hefði hún verið skipuð í nýtt starf. Er ekki verið að ýja að því að þú hafir fengið stöðuna að launum fyrir stuðning við lögreglustjóra? „Mér finnst mjög alvarlegt að setja þetta fram svona. Þessi staða er búin að eiga sér langan aðdraganda. Það er villandi, rangt og skapar tortryggni að setja þetta upp svona. Það þarf ekkert að verðlauna mig fyrir að styðja Sigríði Björk.“ Hún segir hafa komið sér á óvart að hennar nafn hafi verið nefnt. „Ég er ekki í yfirstjórn. Ég hef stutt Sigríði því ég er sammála áherslum hennar í löggæslu. Sigríður gæti heitið Sigurður eða Jón eða hvað sem er. Ég upplifi engan samskiptavanda. Ég held að lögreglufólk sé hissa á þessari umfjöllun. Finnist þetta dramatíserað. Ég mæti brosandi í vinnuna. Það verður enginn innanhúss var við þetta. Þessi samskiptavandi nokkurra hefur ekki heltekið lögregluna. Fólk er bara að vinna.“ Hún segir þó að breytingar geti auðvitað reynst fólki erfiðar. „Það er verið að breyta löggunni. Það er erfitt fyrir fólk sem hefur verið í sama starfinu lengi og með sína heimsmynd fastmótaða. Það er verið að mylja það niður. Ég get sett mig í spor þeirra. En samskiptavandi, ég hef ekki orðið vör við það.“Útvaldir fengu bara framgang Eins og Eyrún hefur áður rætt segir hún karlakúltúr innan lögreglunnar. „En ég finn viðhorfsbreytingu. Ég held það séu góðir hlutir að gerast, t.d. með því að taka Lögregluskólann upp á háskólastig ef af því verður. Þar er verið að efla lögreglu. Samhliða er verið að breyta þessari rótgrónu stofnun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að brjóta niður híerarkíu, sem er búin að ráða ríkjum lengi þar sem útvaldir hafa fengið framgang í starfi, aðrir ekki. Það er verið að fletja þetta út. Við erum öll jöfn. Það er verið að nútímavæða lögregluna. Svara kalli samfélagsins um breytingar.“
Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið. 12. febrúar 2016 07:00