Sungu „Ég fann þig“ á meðan þeir björguðu brúðhjónum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 14:03 Tævönsku ferðamennirnir með karlakórnum Esju. mynd/karlakórinn esja Kórfélagar karlakórsins Esju komu erlendum ferðamönnum tvisvar til aðstoðar á fimm mínútum í morgun þar sem þeir voru á leið í æfingabúðir inn í Húsadal í Þórsmörk. „Þetta var á vegakaflanum á milli Hellu og Hvolsvallar og aðstæður voru ekkert sérstakar en við vorum á fjórum vel búnum trukkum. Síðan kallar einn trukkurinn „Mayday, Mayday!“, segir að það sé bíll farinn út af og hvort við eigum ekki að koma fólkinu í honum til aðstoðar. Þetta voru fjórir ferðamenn frá Tævan í einhvers konar „pre-wedding“-ferð, konan var meira að segja í brúðarkjól, en þau höfðu runnið svona allhressilega út af veginum,“ segir Guðfinnur Einarsson, formaður kórsins í samtali við Vísi. Með samstilltu átaki tókst kórnum að koma bílnum aftur upp á veg en að sögn Guðfinns var bíllinn alveg pikkfastur og ekki annað í stöðunni en að draga hann aftur upp á veg. Myndband af björguninni má sjá hér að neðan og auðvitað söng kórinn hástöfum á meðan og varð lagið Ég fann þig fyrir valinu.Posted by Björn Sighvatsson on Saturday, 13 February 2016„Þetta var auðvitað alveg yndislegt móment en það fyndna var að við vorum að búnir að keyra í svona fimm mínútur þegar við sáum annan bíl sem hafði farið út af. Þar var fólk frá Boston á ferðinni og það var auðvitað ekki annað í stöðunni en að aðstoða þau líka og draga bílinn upp á veg,“ segir Guðfinnur. Aðspurður hvernig kórnum gekk síðan að komast inn í Þórsmörk segir hann að það hafi gengið vel enda séu trukkarnir vel útbúnir. Kórinn undirbýr nú væntanlega tónleika og eru æfingabúðirnar liður í undirbúningnum en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær tónleikarnir verða. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Kórfélagar karlakórsins Esju komu erlendum ferðamönnum tvisvar til aðstoðar á fimm mínútum í morgun þar sem þeir voru á leið í æfingabúðir inn í Húsadal í Þórsmörk. „Þetta var á vegakaflanum á milli Hellu og Hvolsvallar og aðstæður voru ekkert sérstakar en við vorum á fjórum vel búnum trukkum. Síðan kallar einn trukkurinn „Mayday, Mayday!“, segir að það sé bíll farinn út af og hvort við eigum ekki að koma fólkinu í honum til aðstoðar. Þetta voru fjórir ferðamenn frá Tævan í einhvers konar „pre-wedding“-ferð, konan var meira að segja í brúðarkjól, en þau höfðu runnið svona allhressilega út af veginum,“ segir Guðfinnur Einarsson, formaður kórsins í samtali við Vísi. Með samstilltu átaki tókst kórnum að koma bílnum aftur upp á veg en að sögn Guðfinns var bíllinn alveg pikkfastur og ekki annað í stöðunni en að draga hann aftur upp á veg. Myndband af björguninni má sjá hér að neðan og auðvitað söng kórinn hástöfum á meðan og varð lagið Ég fann þig fyrir valinu.Posted by Björn Sighvatsson on Saturday, 13 February 2016„Þetta var auðvitað alveg yndislegt móment en það fyndna var að við vorum að búnir að keyra í svona fimm mínútur þegar við sáum annan bíl sem hafði farið út af. Þar var fólk frá Boston á ferðinni og það var auðvitað ekki annað í stöðunni en að aðstoða þau líka og draga bílinn upp á veg,“ segir Guðfinnur. Aðspurður hvernig kórnum gekk síðan að komast inn í Þórsmörk segir hann að það hafi gengið vel enda séu trukkarnir vel útbúnir. Kórinn undirbýr nú væntanlega tónleika og eru æfingabúðirnar liður í undirbúningnum en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær tónleikarnir verða.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira