Heppinn aðdáandi náði mynd af sér með Ed Sheeran á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 10:41 Sheeran skellti í sig steikarsamloku í gær. vísir/getty/gamlafjósið Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. Sheeran skellti í sig steikarsamloku en hann var á ferð með kærustunni sinni og var honum færð afmæliskaka frá starfsmanni staðarins í tilefni dagsins. „Svo fréttum við að hann ætti afmæli þannig að við gáfum honum afmælisköku og óskuðum honum til hamingju með daginn,“ segir Karlotta Laufey, starfsmaður Gamla fjóssins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir þó starfsfólkið einungis hafa áttað sig á því að poppstjarnan var á svæðinu fyrir tilstilli annars gests í salnum. „Við föttuðum ekkert hver þetta var fyrr en það var einn kúnni sem tók mynd af sér með honum. Þá litum við betur framan í hann og föttuðum hver hann var,“ segir hún glöð í bragði. Hér að neðan má sjá Facebookfærslu frá Gamla Fjósinu þar sem sjá má dyggan aðdáanda og Sheeran í Gamla Fjósinu. Það er spurning hvort þetta sé sami kúnni og Karlotta talar um. Yitzchak Luster, heitir þessi aðdáandi og er hann frá Bandaríkjunum. Þeir félagarnir voru flottir saman á staðnum í gær. Einstaklega ljúfur og kurteis í framkomu.. Takk fyri komun í Gamla fjósið Ed Sheeran og Yitzchak Luster....!!!Posted by Gamla fjósið - Old Cowhouse on 17. febrúar 2016Ed Sheeran varð 25 ára í gær. Samkvæmt árslista Facebook árið 2015 var Sheeran heitasti skemmtikrafturinn í heiminum. Hann var staddur í L.A. á mánudagskvöldið þar sem Grammy verðlaunin fóru fram. Þar fékk hann tvenn verðlaun, fyrir besta lag ársins og sem besti sólópopparinn. Á Twitter kemur fram að Sheeran hafi meðal annars sést í Bláa lóninu fyrr í gær. Sheeran var í þætti Jimmy Kimmel á dögunum og las þar upp ógeðsleg tíst sem hafa verið skrifuð um hann. Það atriði má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10